Heilbrigðiskerfin þurfi að þola álag áfram Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 07:01 Björn Zoëga segir samkeppnina vera ansi harða. Karolinska Formaður stjórnar Landspítalans segir ástand spítalans mjakast í rétta átt þrátt fyrir að enn sé langt í land. Enn sé of margt starfsfólk sem þjónusti sjúklinga ekki beint en það sé í höndum framkvæmdastjórnar og forstjóra spítalans að taka ákvarðanir um uppsagnir. Heilbrigðisráðherra skipaði í fyrra stjórn Landspítala til tveggja ára með það að markmiði að styrkja stöðu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska, háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, var skipaður formaður stjórnarinnar. Hann hafði þá gert róttækar breytingar á rekstri Karólínska sem hafa skilað verulegum árangri. Uppsagnir til skoðunar Björn segir margt gott að gerast á Landspítalanum það sé þó ekki í hans höndum hvort sænska leiðin verði farin hér með tilheyrandi uppsögnum. „Það er eitthvað sem framkvæmdastjórn spítalans og forstjóri þurfa að ákveða hvort þörf sé á,“ segir Björn. Landspítalinn sé með málið til skoðunar og að það verði unnið innan spítalans. „Svo munum við í stjórninni hjálpa til með það.“ Þá sé verið að breyta stjórnskipulagi spítalans, sú vinna hafi staðið yfir í tæpt hálft ár. „Það er búið að taka niður ákveðin stjórnendalög á vissum stöð en við þurfum að halda áfram með þá vinnu. Það er engin ein tillaga sem á eftir að koma frá stjórninni heldur er þetta unnið í þeim bitum og þeim hraða sem spítalinn ræður við. Það er margt annað, nóg að gera,“ segir Björn jafnframt. Biðlistamál á réttri leið Heilbrigðiskerfið hefur átt undir högg að sækja og eru biðlistar þar engin undantekning. Björn segir það hafa skánað í allmörgum flokkum. „Ekki öllum en mér sýnist þetta vera á réttri leið og til þess að við getum unnið sem best úr biðlistum þá þarf stöðugan grunn, það þarf stöðugleika í fjármál og mönnunar mál,“ segir hann. Ástand heilbrigðiskerfisins hér á landi sé þó ekki einsdæmi. „Það mun vera þannig að við getum ekki sem heilbrigðiskerfi, alveg sama hvar, við munum ekki gert allt sem við myndum vilja gera. Það mun vera mikið álag á kerfinu en það er það sem heilbrigðiskerfin þurfa að þola. Það verður álag áfram,“ segir Björn. Aðspurður hvaða verkefni sé brýnast segir Björn mörg lítil verkefni þurfa vinna vel saman. „Þau þarf að vinna með fólkinu og fá til bara stöðugleikann og stoltið við að vinna á spítalanum og þurfa ekki að tala alla daga um peninga.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14. júlí 2022 23:36 Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18 Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði í fyrra stjórn Landspítala til tveggja ára með það að markmiði að styrkja stöðu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska, háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, var skipaður formaður stjórnarinnar. Hann hafði þá gert róttækar breytingar á rekstri Karólínska sem hafa skilað verulegum árangri. Uppsagnir til skoðunar Björn segir margt gott að gerast á Landspítalanum það sé þó ekki í hans höndum hvort sænska leiðin verði farin hér með tilheyrandi uppsögnum. „Það er eitthvað sem framkvæmdastjórn spítalans og forstjóri þurfa að ákveða hvort þörf sé á,“ segir Björn. Landspítalinn sé með málið til skoðunar og að það verði unnið innan spítalans. „Svo munum við í stjórninni hjálpa til með það.“ Þá sé verið að breyta stjórnskipulagi spítalans, sú vinna hafi staðið yfir í tæpt hálft ár. „Það er búið að taka niður ákveðin stjórnendalög á vissum stöð en við þurfum að halda áfram með þá vinnu. Það er engin ein tillaga sem á eftir að koma frá stjórninni heldur er þetta unnið í þeim bitum og þeim hraða sem spítalinn ræður við. Það er margt annað, nóg að gera,“ segir Björn jafnframt. Biðlistamál á réttri leið Heilbrigðiskerfið hefur átt undir högg að sækja og eru biðlistar þar engin undantekning. Björn segir það hafa skánað í allmörgum flokkum. „Ekki öllum en mér sýnist þetta vera á réttri leið og til þess að við getum unnið sem best úr biðlistum þá þarf stöðugan grunn, það þarf stöðugleika í fjármál og mönnunar mál,“ segir hann. Ástand heilbrigðiskerfisins hér á landi sé þó ekki einsdæmi. „Það mun vera þannig að við getum ekki sem heilbrigðiskerfi, alveg sama hvar, við munum ekki gert allt sem við myndum vilja gera. Það mun vera mikið álag á kerfinu en það er það sem heilbrigðiskerfin þurfa að þola. Það verður álag áfram,“ segir Björn. Aðspurður hvaða verkefni sé brýnast segir Björn mörg lítil verkefni þurfa vinna vel saman. „Þau þarf að vinna með fólkinu og fá til bara stöðugleikann og stoltið við að vinna á spítalanum og þurfa ekki að tala alla daga um peninga.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14. júlí 2022 23:36 Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18 Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14. júlí 2022 23:36
Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18
Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45