Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 12:02 Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af því ef einhverjum er seld vara og það skili sér síðan ekki. Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna. Þetta kemur fram á vef Heimildarinnar. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pítsakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Líkt og fram í frétt Vísis þann 2. júní kallaði Guðlaugur Þór forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af þessu, alveg eins og ef einhverjum er seld vara sem skili sér síðan ekki. „Það er alveg skýrt af minni hálfu, það skiptir ekki máli hvað það er, að ef ég sel þér eitthvað og ég fæ það ekki til baka þó ég sé búinn að borga það þá þarftu að endurgreiða það,“ segir Guðlaugur Þór við Heimildina. Þá segist Guðlaugur vera ánægður með að beðist hafi verið afsökunar og að betrun hafi verið lofað en telur mikilvægt að óháður aðili fari vel yfir málið og komist að því hver beri ábyrgð. Segist hann hafa kallað fulltrúa bæði Sorpu og Úrvinnslusjóð á sinn fund og krafist skýringa. „Ég tel að það sé mikilvægt að það sé óháður aðili, sem tekur þetta út og fer yfir það hvað þarna var á ferðinni og ef eitthvað, vonandi er þetta allt saman misskilningur. Það væri æskilegt en því miður lítur út fyrir að það sé ekki. Þá þurfum við að vita hver ber ábyrgð á því. “ Jafnframt segir Guðlaugur að „engu verði stungið undir stól“ og að vinna sé hafin að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir í dag. „Við erum bara rétt að byrja við erum í miðri vegferð og við erum með mjög margt í gangi til þess að bæta það fyrirkomulag sem er núna. Þegar koma svona hlutir upp eins og hefur komið fram þá tökum við á því af fullri festu. Við munum gera það áfram ef einhvern tímann þetta kemur aftur upp.“ Guðlaugur segir jafnframt að hann muni fylgja þessu máli eftir á öllum vígstöðvum. „Nú fer þessi óháði aðili að skoða nákvæmlega þetta mál. Þannig að þessum málum er ekkert lokið.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðlaugi Þór vegna málsins það sem af er degi. Sorpa Sorphirða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Heimildarinnar. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pítsakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Líkt og fram í frétt Vísis þann 2. júní kallaði Guðlaugur Þór forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af þessu, alveg eins og ef einhverjum er seld vara sem skili sér síðan ekki. „Það er alveg skýrt af minni hálfu, það skiptir ekki máli hvað það er, að ef ég sel þér eitthvað og ég fæ það ekki til baka þó ég sé búinn að borga það þá þarftu að endurgreiða það,“ segir Guðlaugur Þór við Heimildina. Þá segist Guðlaugur vera ánægður með að beðist hafi verið afsökunar og að betrun hafi verið lofað en telur mikilvægt að óháður aðili fari vel yfir málið og komist að því hver beri ábyrgð. Segist hann hafa kallað fulltrúa bæði Sorpu og Úrvinnslusjóð á sinn fund og krafist skýringa. „Ég tel að það sé mikilvægt að það sé óháður aðili, sem tekur þetta út og fer yfir það hvað þarna var á ferðinni og ef eitthvað, vonandi er þetta allt saman misskilningur. Það væri æskilegt en því miður lítur út fyrir að það sé ekki. Þá þurfum við að vita hver ber ábyrgð á því. “ Jafnframt segir Guðlaugur að „engu verði stungið undir stól“ og að vinna sé hafin að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir í dag. „Við erum bara rétt að byrja við erum í miðri vegferð og við erum með mjög margt í gangi til þess að bæta það fyrirkomulag sem er núna. Þegar koma svona hlutir upp eins og hefur komið fram þá tökum við á því af fullri festu. Við munum gera það áfram ef einhvern tímann þetta kemur aftur upp.“ Guðlaugur segir jafnframt að hann muni fylgja þessu máli eftir á öllum vígstöðvum. „Nú fer þessi óháði aðili að skoða nákvæmlega þetta mál. Þannig að þessum málum er ekkert lokið.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðlaugi Þór vegna málsins það sem af er degi.
Sorpa Sorphirða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira