„Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 18:00 Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. Aðsend „Ég er búin að vera að berjast með kjafti og klóm frá því ég var í Ísland Got Talent [12 ára]. Ég ætlaði að ná langt. Mér líður eins og ég sé búin að vera allsstaðar af því ég er búin að setja alla lífsorkuna mína í þetta.“ segir Diljá Pétursdóttir sem segist loksins hafa fengið tækifæri til að skína fyrir framan alþjóð, og heiminn allan, í Söngvakeppninni og svo sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Diljá segir frá þessu í viðtali í hlaðvarpinu Karlmennskan. Trúin læknaði kvíðann Diljá lýsir því að hafa glímt við erfiðleika sem hafi hindrað hana á ferlinum og fjallar textinn í Power um það hvernig henni hafi tekist að slíta sig lausa, tekið aftur valdið. „Ég hef alveg átt minn skammt af struggles í hausnum á mér, obsessive hugsanir um ef ég geri ekki þetta þá gerist eitthvað hræðilegt.“ Aðspurð hvernig henni hafi tekist að ná tökum á þessum hugsunum segir hún að trúin hafi hjálpað. „Þegar mér leið hvað verst þá fann ég að ég leitaði alltaf í bænir. Ég fór alltaf í það til að reyna að létta á mér, koma þyngdinni eitthvað annað. Þá leitaði ég alltaf í trúnna. Þannig já, ég er trúuð.“ Tónlistarbransinn snýst um sambönd og tengsl Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. „Ég ætla að segja þetta bara nákvæmlega eins og þetta er, þetta snýst bara um að mynda sambönd og tengsl. Ég er búin að vera að hafa samband við fólk sem er í bransanum, fá tips og reynslu að vinna með öðrum.“ Hún segist þó ekki vilja vinna með hverjum sem er, hún sé femínísk og vilji ekki vinna með einhverjum ógeðum. Diljá segist hafa orðið vör við viðhorf litað af karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Ég hata þessa pælingu eins og það sé hægt að takmarka pláss í einhverju eins og tónlist. Ég hef fundið fyrir þessu, eins og fólk að spyrja hvor er GDRN og hvor er Bríet? Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist. Eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera konur í tónlist, þær eru svo ólíkar.“ Af hverju ekki að hafa trú á mér? Diljá segir frá því að hún sé á fullu að búa til tónlist samhliða því að vera í kór Lindakirkju og ætli sér að ná langt, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og nota gluggann sem þátttakan í Eurovision opnaði. „Ég finn að ég er að þroskast á fullu og er líka að læra á bissnishliðina á þessu. Ég er bara að stefna á tónlist, af hverju ekki að gera það? Af hverju ekki að hafa trú á mér og stefna eins langt og mögulegt er? Ef ég geri mitt allra besta, þá bara gerist það sem gerist.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér: Tónlist Eurovision Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sjá meira
Trúin læknaði kvíðann Diljá lýsir því að hafa glímt við erfiðleika sem hafi hindrað hana á ferlinum og fjallar textinn í Power um það hvernig henni hafi tekist að slíta sig lausa, tekið aftur valdið. „Ég hef alveg átt minn skammt af struggles í hausnum á mér, obsessive hugsanir um ef ég geri ekki þetta þá gerist eitthvað hræðilegt.“ Aðspurð hvernig henni hafi tekist að ná tökum á þessum hugsunum segir hún að trúin hafi hjálpað. „Þegar mér leið hvað verst þá fann ég að ég leitaði alltaf í bænir. Ég fór alltaf í það til að reyna að létta á mér, koma þyngdinni eitthvað annað. Þá leitaði ég alltaf í trúnna. Þannig já, ég er trúuð.“ Tónlistarbransinn snýst um sambönd og tengsl Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. „Ég ætla að segja þetta bara nákvæmlega eins og þetta er, þetta snýst bara um að mynda sambönd og tengsl. Ég er búin að vera að hafa samband við fólk sem er í bransanum, fá tips og reynslu að vinna með öðrum.“ Hún segist þó ekki vilja vinna með hverjum sem er, hún sé femínísk og vilji ekki vinna með einhverjum ógeðum. Diljá segist hafa orðið vör við viðhorf litað af karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Ég hata þessa pælingu eins og það sé hægt að takmarka pláss í einhverju eins og tónlist. Ég hef fundið fyrir þessu, eins og fólk að spyrja hvor er GDRN og hvor er Bríet? Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist. Eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera konur í tónlist, þær eru svo ólíkar.“ Af hverju ekki að hafa trú á mér? Diljá segir frá því að hún sé á fullu að búa til tónlist samhliða því að vera í kór Lindakirkju og ætli sér að ná langt, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og nota gluggann sem þátttakan í Eurovision opnaði. „Ég finn að ég er að þroskast á fullu og er líka að læra á bissnishliðina á þessu. Ég er bara að stefna á tónlist, af hverju ekki að gera það? Af hverju ekki að hafa trú á mér og stefna eins langt og mögulegt er? Ef ég geri mitt allra besta, þá bara gerist það sem gerist.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:
Tónlist Eurovision Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sjá meira