Setja 120 milljónir í að gera Hljómskálagarð að viðburðaflöt Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. júní 2023 23:27 Þórólfur Jónsson er deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Stöð 2 Stór hluti Hljómskálagarðsins er nú sundurgrafinn og stórar vinnuvélar hafa hertekið svæðið. Viðburðaflöt sem á að þola mikið álag er í pípunum, og gerðar verða ráðstafanir til að koma í veg fyrir að svæðið verði að drullusvaði í rigningu. Líkt og árvökulir vegfarendur hafa eflaust tekið eftir hafa gröfur nú hertekið stórt svæði í Hljómskálagarðinum, og verið girtar af. En hvað nákvæmlega eru þær að gera? „Þær eru að undirbúa viðburðaflöt, sem við köllum, þannig að þessi flöt á að verða hæfari til að taka við öllum þessum stóru viðburðum sem reglulega eru hérna, nokkrir á sumrin,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þannig verður bæði komið fyrir vökvunarkerfi og drenlögnum og hægt verður að stýra álagi á flötina eftir því hvort það er of þurrt eða of blautt. Slíka stýringu þarf oft. „Það kom átakanlegast í ljós hérna þegar HM var hérna 2018, þá var hérna skjár á túninu og svo ringdi þannig að flötin var bara eitt drullusvað eftir sumarið,“ segir Þórólfur. Óvissa með Menningarnótt Um 120 milljónir króna hafa verið lagðar til hliðar fyrir verkefnið og verklok eru áætluð í upphafi ágúst. Hins vegar er alls óvíst hvort hægt verður að halda Menningarnæturtónleika á flötinni líkt og fyrri ár, þar sem hún þarf tíma til að hvílast eftir að hafa verið lögð niður. „Næsta sumar ætti að vera glæsilegt, þó að við þurfum aðeins að fylgjast með, því að auðvitað viljum við ekki missa flötina í drasl. En miðað við undirbúninginn þá myndi ég halda að hún ætti að þola næsta sumar mjög vel,“ segir Þórólfur. Reykjavík Menningarnótt Tengdar fréttir Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5. september 2022 10:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Líkt og árvökulir vegfarendur hafa eflaust tekið eftir hafa gröfur nú hertekið stórt svæði í Hljómskálagarðinum, og verið girtar af. En hvað nákvæmlega eru þær að gera? „Þær eru að undirbúa viðburðaflöt, sem við köllum, þannig að þessi flöt á að verða hæfari til að taka við öllum þessum stóru viðburðum sem reglulega eru hérna, nokkrir á sumrin,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þannig verður bæði komið fyrir vökvunarkerfi og drenlögnum og hægt verður að stýra álagi á flötina eftir því hvort það er of þurrt eða of blautt. Slíka stýringu þarf oft. „Það kom átakanlegast í ljós hérna þegar HM var hérna 2018, þá var hérna skjár á túninu og svo ringdi þannig að flötin var bara eitt drullusvað eftir sumarið,“ segir Þórólfur. Óvissa með Menningarnótt Um 120 milljónir króna hafa verið lagðar til hliðar fyrir verkefnið og verklok eru áætluð í upphafi ágúst. Hins vegar er alls óvíst hvort hægt verður að halda Menningarnæturtónleika á flötinni líkt og fyrri ár, þar sem hún þarf tíma til að hvílast eftir að hafa verið lögð niður. „Næsta sumar ætti að vera glæsilegt, þó að við þurfum aðeins að fylgjast með, því að auðvitað viljum við ekki missa flötina í drasl. En miðað við undirbúninginn þá myndi ég halda að hún ætti að þola næsta sumar mjög vel,“ segir Þórólfur.
Reykjavík Menningarnótt Tengdar fréttir Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5. september 2022 10:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57
Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57
130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5. september 2022 10:01