Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 21:00 Flóki Ásgeirsson lögmaður segir borgina brjóta lög í tengslum við biðlista um sértæk húsnæðisúrræði. Vísir/Arnar Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. Í gær greindum við frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Bæturnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Faðir einhverfs ungs manns sem beðið hefur á biðlista í um fimm ár sagði verklagi með öllu óskiljanlegt og að erfitt væri að skipuleggja framtíðina. Hafa ekki breytt verklaginu Lögmaður Þroskahjálpar kallaði eftir svörum frá borginni í mars síðastliðnum. „Staðan eins og hún er í dag er sú að þessi svör hafa ekki ennþá fengist þá virðist hvorki hafa verið gerðar þær nauðsynlegu breytingar á verklaginu við biðlistina sem leiða af niðurstöðu dómsins og síðan virðist ekkert hafa verið gert í því að gera upp gagnvart öðrum einstaklingum en þeim sem átti aðild að þessu dómsmáli,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið skýr. „Það var ekki nægjanlegt eins og sveitarfélögin framkvæmdu þetta og Reykjavíkurborg í þessu tilviki að vera eingöngu með í raun og veru svona safn af þeim sem voru á biðlista án þess að raða þeim innbyrðis og án þess að það lægi þá fyrir fyrir hvern og einn einstakling hvar hann stæði í röðinni og hvenær hann gæti svona vænst þess að biðinni lyki,“ segir Flóki. Bíða svara frá borginni Verklagið sé enn viðhaft hjá borginni og fyrir utan þennan eina einstakling sem fór í mál við borgina á þessum tíma þá hafi aðrir einstaklingar ekki fengið neina leiðréttingu og engar bætur. Að sögn Flóka hefur Þoskahjálp fengið þær upplýsingar frá borginni að málið snúi að á annað hundrað einstaklinga, það eigi þó aðeins við um þá sem búi í Reykjavík. Við þá tölu bætist svo við einstaklingar í sömu stöðu um land allt. Þroskahjálp bíður nú svara frá borginni um það hvort borgin ætli sé að leiðbeina þeim einstaklingum sem eru í þessari stöðu og gefa þeim tækifæri til að leita réttar síns.„Eða þá ef borgin hyggst ekki gera það að hún upplýsi þá Þroskahjálp um hvaða einstaklingar þetta eru þannig að Þroskahjálp geti þá haft milligöngu um að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún muni svara einhverju 1. júlí næstkomandi í samskiptum sínum við Þroskahjálp en hvað það verður, liggur ekki fyrir. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00 Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Í gær greindum við frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Bæturnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Faðir einhverfs ungs manns sem beðið hefur á biðlista í um fimm ár sagði verklagi með öllu óskiljanlegt og að erfitt væri að skipuleggja framtíðina. Hafa ekki breytt verklaginu Lögmaður Þroskahjálpar kallaði eftir svörum frá borginni í mars síðastliðnum. „Staðan eins og hún er í dag er sú að þessi svör hafa ekki ennþá fengist þá virðist hvorki hafa verið gerðar þær nauðsynlegu breytingar á verklaginu við biðlistina sem leiða af niðurstöðu dómsins og síðan virðist ekkert hafa verið gert í því að gera upp gagnvart öðrum einstaklingum en þeim sem átti aðild að þessu dómsmáli,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið skýr. „Það var ekki nægjanlegt eins og sveitarfélögin framkvæmdu þetta og Reykjavíkurborg í þessu tilviki að vera eingöngu með í raun og veru svona safn af þeim sem voru á biðlista án þess að raða þeim innbyrðis og án þess að það lægi þá fyrir fyrir hvern og einn einstakling hvar hann stæði í röðinni og hvenær hann gæti svona vænst þess að biðinni lyki,“ segir Flóki. Bíða svara frá borginni Verklagið sé enn viðhaft hjá borginni og fyrir utan þennan eina einstakling sem fór í mál við borgina á þessum tíma þá hafi aðrir einstaklingar ekki fengið neina leiðréttingu og engar bætur. Að sögn Flóka hefur Þoskahjálp fengið þær upplýsingar frá borginni að málið snúi að á annað hundrað einstaklinga, það eigi þó aðeins við um þá sem búi í Reykjavík. Við þá tölu bætist svo við einstaklingar í sömu stöðu um land allt. Þroskahjálp bíður nú svara frá borginni um það hvort borgin ætli sé að leiðbeina þeim einstaklingum sem eru í þessari stöðu og gefa þeim tækifæri til að leita réttar síns.„Eða þá ef borgin hyggst ekki gera það að hún upplýsi þá Þroskahjálp um hvaða einstaklingar þetta eru þannig að Þroskahjálp geti þá haft milligöngu um að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún muni svara einhverju 1. júlí næstkomandi í samskiptum sínum við Þroskahjálp en hvað það verður, liggur ekki fyrir.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00 Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00
Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43