Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 09:30 Kjartan Henry Finnbogason fórnar höndum eftir að hafa skallað í Damir Muminovic sem lét sig falla í grasið. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan en það gerðist í stöðunni 2-2, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Þannig lauk leiknum. Albert Brynjar Ingason var á því að Kjartan væri stálheppinn að hafa ekki fengið rautt spjald en Lárus Orri Sigurðsson gagnrýndi báða leikmennina og fordæmdi leikaraskap Damirs. Damir ætti bara að segja Kjartani að hætta þessari vitleysu „Ef við byrjum bara á Damir þá er ég vonsvikinn með Damir. Damir á ekkert að henda sér í jörðina þarna. Hann [Kjartan] kemur við hann klárlega en hann skallar Damir ekki niður. Damir á bara að taka þessu eins og maður og segja Kjartani að hætta þessari vitleysu. Hann á ekki að henda sér svona í jörðina. Við viljum ekki sjá þetta,“ sagði Lárus áður en hann beindi spjótum sínum að Kjartani. Skammt er síðan að framganga Kjartans í leik gegn Víkingi vakti athygli en hann var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í þeim leik, eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Skilur ekki hvað Kjartani gekk til „Varðandi Kjartan Henry þá veit ég ekki hvað honum gengur til. Ég skil ekki hvað er í gangi. Við getum hugsanlega rætt um að ef að menn koma inn á, liðið undir og það þarf aðeins að hrista upp í hlutunum og vera með einhver læti, eins og kannski er hægt að færa rök fyrir að hafi þurft gegn Víkingum, þar sem FH var verulega undir, þar sem þessi læti komu FH-ingum kannski í gang. En þarna var FH í flottum gír og hann sjálfsagt settur inn til þess að skora sigurmarkið, en ekki til að vera í einhverjum slagsmálum og látum. Það eina sem slagsmál og læti gera á þessum tímapunkti er að hrista upp í Blikum, því það þurfti að hrista upp í Blikum. Ekki FH. Þannig að hvað Kjartan er að gera með því að setja hausinn í Damir, það bara skil ég ekki,“ sagði Lárus og bætti við: „Er þetta hluti af einhverri „harða kalls“-ímynd sem hann vill hafa? Ég get ekki séð það. Eftir hvert atvik þá er hann í einhverjum drottningarviðtölum og með einhverjar útskýringar á miðlum á því hversu saklaus hann sé. Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er.“ Klippa: Umræða um Kjartan og Damir í Stúkunni Albert Brynjar sagði skalla Kjartans klárlega kalla á rautt spjald, burtséð frá því hvort höggið væri mikið fyrir Damir. „Þetta er náttúrulega bara rautt spjald“ „Hann er heppinn þarna. Þetta er náttúrulega bara rautt spjald og það er eiginlega ótrúlegt að þeir endi báðir með gult spjald. Ef hann spjaldar Kjartan Henry þá virðist hann hafa séð þetta. Hvernig er þetta ekki rautt spjald? Hann skallar hann klárlega. Hvort að Damir hendi sér niður eða ekki… En þetta er bara leikmaðurinn sem Kjartan Henry er. Þú tekur þetta bara ekki úr hans leik. Hann er ekki að fara að henda rauðu spjaldi á sjálfan sig en hvernig endar hann með gult þarna? Það er ekki hægt að pirra sig á að Kjartan Henry sé að komast upp með hluti, það verður að setja aðeins spurningamerki við dómarann að kveikja ekki á þessu,“ sagði Albert. Hluta af umræðunni má sjá hér að ofan en umræðuna í heild má sjá í nýjasta þætti Stúkunnar, á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Breiðablik Stúkan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan en það gerðist í stöðunni 2-2, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Þannig lauk leiknum. Albert Brynjar Ingason var á því að Kjartan væri stálheppinn að hafa ekki fengið rautt spjald en Lárus Orri Sigurðsson gagnrýndi báða leikmennina og fordæmdi leikaraskap Damirs. Damir ætti bara að segja Kjartani að hætta þessari vitleysu „Ef við byrjum bara á Damir þá er ég vonsvikinn með Damir. Damir á ekkert að henda sér í jörðina þarna. Hann [Kjartan] kemur við hann klárlega en hann skallar Damir ekki niður. Damir á bara að taka þessu eins og maður og segja Kjartani að hætta þessari vitleysu. Hann á ekki að henda sér svona í jörðina. Við viljum ekki sjá þetta,“ sagði Lárus áður en hann beindi spjótum sínum að Kjartani. Skammt er síðan að framganga Kjartans í leik gegn Víkingi vakti athygli en hann var úrskurðaður í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í þeim leik, eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Skilur ekki hvað Kjartani gekk til „Varðandi Kjartan Henry þá veit ég ekki hvað honum gengur til. Ég skil ekki hvað er í gangi. Við getum hugsanlega rætt um að ef að menn koma inn á, liðið undir og það þarf aðeins að hrista upp í hlutunum og vera með einhver læti, eins og kannski er hægt að færa rök fyrir að hafi þurft gegn Víkingum, þar sem FH var verulega undir, þar sem þessi læti komu FH-ingum kannski í gang. En þarna var FH í flottum gír og hann sjálfsagt settur inn til þess að skora sigurmarkið, en ekki til að vera í einhverjum slagsmálum og látum. Það eina sem slagsmál og læti gera á þessum tímapunkti er að hrista upp í Blikum, því það þurfti að hrista upp í Blikum. Ekki FH. Þannig að hvað Kjartan er að gera með því að setja hausinn í Damir, það bara skil ég ekki,“ sagði Lárus og bætti við: „Er þetta hluti af einhverri „harða kalls“-ímynd sem hann vill hafa? Ég get ekki séð það. Eftir hvert atvik þá er hann í einhverjum drottningarviðtölum og með einhverjar útskýringar á miðlum á því hversu saklaus hann sé. Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er.“ Klippa: Umræða um Kjartan og Damir í Stúkunni Albert Brynjar sagði skalla Kjartans klárlega kalla á rautt spjald, burtséð frá því hvort höggið væri mikið fyrir Damir. „Þetta er náttúrulega bara rautt spjald“ „Hann er heppinn þarna. Þetta er náttúrulega bara rautt spjald og það er eiginlega ótrúlegt að þeir endi báðir með gult spjald. Ef hann spjaldar Kjartan Henry þá virðist hann hafa séð þetta. Hvernig er þetta ekki rautt spjald? Hann skallar hann klárlega. Hvort að Damir hendi sér niður eða ekki… En þetta er bara leikmaðurinn sem Kjartan Henry er. Þú tekur þetta bara ekki úr hans leik. Hann er ekki að fara að henda rauðu spjaldi á sjálfan sig en hvernig endar hann með gult þarna? Það er ekki hægt að pirra sig á að Kjartan Henry sé að komast upp með hluti, það verður að setja aðeins spurningamerki við dómarann að kveikja ekki á þessu,“ sagði Albert. Hluta af umræðunni má sjá hér að ofan en umræðuna í heild má sjá í nýjasta þætti Stúkunnar, á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Breiðablik Stúkan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti