Rifust um vítið sem ÍBV fékk: „Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2023 13:01 ÍBV fékk sína aðra vítaspyrnu í leiknum gegn KR þegar Breki Ómarsson féll í baráttu við Sigurð Bjart Hallsson. stöð 2 sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Ingason voru ekki sammála hvort vítaspyrnan sem ÍBV fékk undir lok leiksins gegn KR í Bestu deild karla hefði verið réttmæt. ÍBV fékk vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Sigurður Bjartur Hallsson braut á Breka Ómarssyni. Felix Örn Friðriksson tók spyrnuna og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lárus Orri og Albert tókust á um vítadóminn í Stúkunni í gær og voru á öndverðu meiði. „Þetta er bara klaufalegt en þetta er víti. Hann sparkar hann niður. Alveg klárt. Ætlarðu að fara að lasta hann fyrir að standa ekki?“ sagði Albert áður en Lárus Orri tók við boltanum. „Ég heyrði í mínum besta dómaramanni með þetta atvik. Þegar löppin á honum kemur við löppina á honum, við skulum ekki segja sparka í hann, er hann ekki með boltann í leikfæri,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - Umræða um víti ÍBV Albert kvaðst þá vantrúaður á að Lárus Orri hefði yfir höfuð talað við dómaramenntaðan mann. „Þú ert ekkert að tala við neinn dómara. Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara bara svo við trúum þér,“ sagði Albert. „Hann kemur varla við hann. Hann hendir sér niður. Þetta er ekki víti. Hann liggur í einhverjar fjörutíu sekúndur, rúllandi sér fram og til baka, stendur síðan upp og gefur „high five“. Ég meina kommon,“ sagði Lárus þá. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR ÍBV Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. 12. júní 2023 09:30 Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. 12. júní 2023 08:01 „Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. júní 2023 17:15 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
ÍBV fékk vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Sigurður Bjartur Hallsson braut á Breka Ómarssyni. Felix Örn Friðriksson tók spyrnuna og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lárus Orri og Albert tókust á um vítadóminn í Stúkunni í gær og voru á öndverðu meiði. „Þetta er bara klaufalegt en þetta er víti. Hann sparkar hann niður. Alveg klárt. Ætlarðu að fara að lasta hann fyrir að standa ekki?“ sagði Albert áður en Lárus Orri tók við boltanum. „Ég heyrði í mínum besta dómaramanni með þetta atvik. Þegar löppin á honum kemur við löppina á honum, við skulum ekki segja sparka í hann, er hann ekki með boltann í leikfæri,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - Umræða um víti ÍBV Albert kvaðst þá vantrúaður á að Lárus Orri hefði yfir höfuð talað við dómaramenntaðan mann. „Þú ert ekkert að tala við neinn dómara. Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara bara svo við trúum þér,“ sagði Albert. „Hann kemur varla við hann. Hann hendir sér niður. Þetta er ekki víti. Hann liggur í einhverjar fjörutíu sekúndur, rúllandi sér fram og til baka, stendur síðan upp og gefur „high five“. Ég meina kommon,“ sagði Lárus þá. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR ÍBV Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. 12. júní 2023 09:30 Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. 12. júní 2023 08:01 „Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. júní 2023 17:15 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. 12. júní 2023 09:30
Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. 12. júní 2023 08:01
„Vorum góðir í þrjár mínútur“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekkert að skafa af hlutunum eftir að lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. júní 2023 17:15