Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. júní 2023 12:30 Stefnt var að því að starfshópur ríkis og sveitarfélaga myndi skila af sér niðurstöðum varðandi fjármagnsveitingar í málaflokki fatlaðara í apríl. Enn bólar ekkert á svörum. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. Um helgina var greint frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina með metnaðarfulla uppbyggingaráætlun og að í rauninni hafi ekkert annað sveitarfélag byggt jafn mikið upp á undanförnum árum í þágu fatlaðs fólks. Hinsvegar sé beðið eftir svörum frá ríkinu varðandi fjármagn. Svörin áttu upphaflega að berast í apríl en nú lítur út fyrir að það geti dregist fram eftir sumri. „Þetta eru svör sem öll sveitarfélög verða að fá til að geta fjármagnað uppbygginguna til framtíðar. Það munar yfir tíu milljörðum á ári fyrir sveitarfélögin í heild og tæpum tíu milljörðum bara í Reykjavík, segir Dagur. „Þessi fjárhagslegi veruleiki setur sveitarfélögin í klemmu milli einstaklinga sem við viljum þjóna vel og byggja upp þessi úrræði í samræmi við lög og síðan þess að málaflokkurinn er gríðarlega vanfjármagnaður.“ Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu en bætur Dagur segist vonast til þess að borgin geti átt gott samtarf við Þroskahjálp og önnur samtök fatlaðs fólks til að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu og að hver og einn geti fengið þá tímasettu einstaklingbundnu áætlun sem lögin kveða á um. Líkt og áður segir telja samtökin Þroskahjálp að borgin sé bótaskyld ganvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræð. Bótafjárhæð getur numið hundruðum milljónum króna. „Við vildum miklu frekar nýta þá fjármuni í þjónustu við fatlað fólk. En eins og ég segi þá er þetta þessi óþolandi staða sem sveitarfélögin eru sett í. Það vantar milljarða í málaflokkinn og á meðan bíður fólk eftir þjónustu. Það á samkvæmt lögum að geta fengið tímasettar áætlanir um sína uppbyggingu og við viljum ekkert frekar en að geta veitt þessi svör. En það þarf að eyða óvissunni í þessum fjárhagslegu samskiptum,“ segir Dagur B Eggertsson, borgarstjóri. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Um helgina var greint frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina með metnaðarfulla uppbyggingaráætlun og að í rauninni hafi ekkert annað sveitarfélag byggt jafn mikið upp á undanförnum árum í þágu fatlaðs fólks. Hinsvegar sé beðið eftir svörum frá ríkinu varðandi fjármagn. Svörin áttu upphaflega að berast í apríl en nú lítur út fyrir að það geti dregist fram eftir sumri. „Þetta eru svör sem öll sveitarfélög verða að fá til að geta fjármagnað uppbygginguna til framtíðar. Það munar yfir tíu milljörðum á ári fyrir sveitarfélögin í heild og tæpum tíu milljörðum bara í Reykjavík, segir Dagur. „Þessi fjárhagslegi veruleiki setur sveitarfélögin í klemmu milli einstaklinga sem við viljum þjóna vel og byggja upp þessi úrræði í samræmi við lög og síðan þess að málaflokkurinn er gríðarlega vanfjármagnaður.“ Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu en bætur Dagur segist vonast til þess að borgin geti átt gott samtarf við Þroskahjálp og önnur samtök fatlaðs fólks til að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu og að hver og einn geti fengið þá tímasettu einstaklingbundnu áætlun sem lögin kveða á um. Líkt og áður segir telja samtökin Þroskahjálp að borgin sé bótaskyld ganvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræð. Bótafjárhæð getur numið hundruðum milljónum króna. „Við vildum miklu frekar nýta þá fjármuni í þjónustu við fatlað fólk. En eins og ég segi þá er þetta þessi óþolandi staða sem sveitarfélögin eru sett í. Það vantar milljarða í málaflokkinn og á meðan bíður fólk eftir þjónustu. Það á samkvæmt lögum að geta fengið tímasettar áætlanir um sína uppbyggingu og við viljum ekkert frekar en að geta veitt þessi svör. En það þarf að eyða óvissunni í þessum fjárhagslegu samskiptum,“ segir Dagur B Eggertsson, borgarstjóri.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira