Bítlarnir gefa út síðasta lag sitt með hjálp gervigreindar Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2023 13:01 John Lennon á leið í upptökur á síðustu plötu sinni, Double Fantasy, í upptökustúdíóinu The Hit Factory í New York árið 1980. Nokkrum mánuðum síðar var hann skotinn til bana. Hins vegar skildi hann eftir kassettu fyrir Paul McCartney með óútgefnum lögum sem hafa nýst eftirlifandi meðlimum hljómsveitarinnar. Getty Paul McCartney hefur greint frá því að gervigreind hafi hjálpað eftirlifandi meðlimum Bítlanna við gerð síðasta lags hljómsveitarinnar sem kemur út á þessu ári. McCartney sagði í viðtali við BBC Radio 4 í morgun að hljómsveitin hefði notað gervigreind til að „losa“ rödd John Lennon úr gömlu demói, þ.e. ókláraðri upptöku, til að klára lagið. „Við vorum að klára það og það kemur út á þessu ári,“ sagði hann í viðtalinu. Hann nefndi lagið ekki á nafn en það er talið vera óklárað lag John Lennon sem heitir „Now and Then“. Árið 1995 kom til greina að „Now and Then“ yrði mögulegt endurkomulag Bítlanna þegar hljómsveitin var að taka saman Anthology-safn sitt. En ekkert varð úr því. McCartney er enn í fullu fjöri og nú ætlar hann að gefa út síðasta lag Bítlanna með hjálp gervigreindar. Einhver segði það villutrú og eyðileggingu á helgum hlut en eflaust eru margir líka spenntir.Getty Lennon söng að handan Árið áður hafði McCartney fengið kassettu merkta „For Paul“ frá Yoko Ono sem Lennon hafði búið til skömmu fyrir andlát sitt 1980. Lögin á kasettunni voru flest tekin upp á boom box-stereótæki þar sem Lennon sat og spilaði á píanó í íbúðinni sinni í New York. Lögin voru því ansi hrá, berstrípuð og í lélegum hljóðgæðum. Jeff Lynne, próodúsent og söngvari ELO, hreinsaði tvö laganna af kasettunni, „Free As a Bird“ og „Real Love“, sem voru síðan kláruð og gefin út 1995 og 1996 sem hluti af Anthology-safni Bítalnna. Það var þá fyrsta nýja efni Bítlanna í 25 ár. Hljómsveitin ætlaði líka að taka upp „Now and Then“ en hættu fljótlega við. Harrison vildi ekki taka upp lagið McCartney greindi síðar frá því að George Harrison hefði fundist lagið „rusl“ (e. rubbish) og hann hefði neitað að vinna í því. Þá áttu einnig að hafa verið miklir gallar á upptökunni, það heyrðist stöðugt suð í laginu. Hér má heyra demó Lennon á Youtube: Árið 2009 kom lagið út í ólöglegri útgáfu, bootleg-geisladisk, án suðsins og töldu aðdáendur hljómsveitarinnar að upptökunni hefði verið stolið úr íbúð Lennon til að hægt væri að hreinsa suðið af henni. McCartney hefur undanfarin ár ítrekað sagst vilja klára lagið. Í heimildamynd BBC um Jeff Lynne frá árinu 2012 sagði McCartney að lagið væri það eina sem héngi enn yfir honum og að hann ætlaði einn daginn að stökkva inn í stúdíó til að klára það með Lynne. Nú virðist sem þeir hafi látið verða af því. Ef lagið sem er að koma út er yfir höfuð „Now and Then“. Bretland Tónlist Gervigreind Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
McCartney sagði í viðtali við BBC Radio 4 í morgun að hljómsveitin hefði notað gervigreind til að „losa“ rödd John Lennon úr gömlu demói, þ.e. ókláraðri upptöku, til að klára lagið. „Við vorum að klára það og það kemur út á þessu ári,“ sagði hann í viðtalinu. Hann nefndi lagið ekki á nafn en það er talið vera óklárað lag John Lennon sem heitir „Now and Then“. Árið 1995 kom til greina að „Now and Then“ yrði mögulegt endurkomulag Bítlanna þegar hljómsveitin var að taka saman Anthology-safn sitt. En ekkert varð úr því. McCartney er enn í fullu fjöri og nú ætlar hann að gefa út síðasta lag Bítlanna með hjálp gervigreindar. Einhver segði það villutrú og eyðileggingu á helgum hlut en eflaust eru margir líka spenntir.Getty Lennon söng að handan Árið áður hafði McCartney fengið kassettu merkta „For Paul“ frá Yoko Ono sem Lennon hafði búið til skömmu fyrir andlát sitt 1980. Lögin á kasettunni voru flest tekin upp á boom box-stereótæki þar sem Lennon sat og spilaði á píanó í íbúðinni sinni í New York. Lögin voru því ansi hrá, berstrípuð og í lélegum hljóðgæðum. Jeff Lynne, próodúsent og söngvari ELO, hreinsaði tvö laganna af kasettunni, „Free As a Bird“ og „Real Love“, sem voru síðan kláruð og gefin út 1995 og 1996 sem hluti af Anthology-safni Bítalnna. Það var þá fyrsta nýja efni Bítlanna í 25 ár. Hljómsveitin ætlaði líka að taka upp „Now and Then“ en hættu fljótlega við. Harrison vildi ekki taka upp lagið McCartney greindi síðar frá því að George Harrison hefði fundist lagið „rusl“ (e. rubbish) og hann hefði neitað að vinna í því. Þá áttu einnig að hafa verið miklir gallar á upptökunni, það heyrðist stöðugt suð í laginu. Hér má heyra demó Lennon á Youtube: Árið 2009 kom lagið út í ólöglegri útgáfu, bootleg-geisladisk, án suðsins og töldu aðdáendur hljómsveitarinnar að upptökunni hefði verið stolið úr íbúð Lennon til að hægt væri að hreinsa suðið af henni. McCartney hefur undanfarin ár ítrekað sagst vilja klára lagið. Í heimildamynd BBC um Jeff Lynne frá árinu 2012 sagði McCartney að lagið væri það eina sem héngi enn yfir honum og að hann ætlaði einn daginn að stökkva inn í stúdíó til að klára það með Lynne. Nú virðist sem þeir hafi látið verða af því. Ef lagið sem er að koma út er yfir höfuð „Now and Then“.
Bretland Tónlist Gervigreind Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira