Draumurinn úti hjá Domino's í Danmörku Árni Sæberg skrifar 13. júní 2023 21:47 Aðdáendur Domino's ættu að forðast ferðalög til Danmerkur. Francis Dean/Getty Öllum 27 veitingastöðum alþjóðlegu pitsukeðjunnar Domino's í Danmörku hefur verið lokað. „Því miður er kominn tími á að við kveðjum. Öllum útibúum okkar hefur nú verið lokað,“ segir í tilkynningu Kellie Taylor, svæðisyfirmanns Domino's í Danmörku, á vef fyrirtækisins. Domino's í Danmörku var rekið af sérleyfishafa keðjunnar í Ástralíu, Australia's Domino's Pizza Enterprises. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 11,9 prósent í dag, mest allra félaga í áströlsku kauphöllinni. Félagið tók við rekstri veitingastaðanna í Danmörku eftir að fyrri sérleyfishafar fóru á hausinn árið 2019. Keðjan hafði átt í vök að verjast um nokkurt skeið eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins Operation X, sem sýndur var í september árið 2019 á TV2. Þar kom meðal annars fram að Domino's hafi notast við gamalt hráefni og falsaðar dagsetningar á matvælum. Þá var einnig minnst á rottugang og óþrifnað. Sjónvarpsþátturinn notaðist við flugumann sem sankaði að sér heimildum um misferli Domino's mánuðum saman. Í tilkynningunni segir að með innreið sinni á Danmerkurmarkað hafi fyrirtækið viljað færa Dönum ferskar pitsur í hæsta gæðaflokki og á viðráðanlegu verði. Þannig hafi fyrirtækinu tekist að endurheimta traust viðskiptavina á Domino's. „Þrátt fyrir að með samstilltu átaki starfsfólks hafi okkur tekist að ná viðskiptavinum aftur á okkar band og skapa hóp dyggra fastakúnna, var það ekki nóg til þess að tryggja sjálfbæran rekstur til frambúðar,“ segir í tilkynningu. Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Því miður er kominn tími á að við kveðjum. Öllum útibúum okkar hefur nú verið lokað,“ segir í tilkynningu Kellie Taylor, svæðisyfirmanns Domino's í Danmörku, á vef fyrirtækisins. Domino's í Danmörku var rekið af sérleyfishafa keðjunnar í Ástralíu, Australia's Domino's Pizza Enterprises. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 11,9 prósent í dag, mest allra félaga í áströlsku kauphöllinni. Félagið tók við rekstri veitingastaðanna í Danmörku eftir að fyrri sérleyfishafar fóru á hausinn árið 2019. Keðjan hafði átt í vök að verjast um nokkurt skeið eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins Operation X, sem sýndur var í september árið 2019 á TV2. Þar kom meðal annars fram að Domino's hafi notast við gamalt hráefni og falsaðar dagsetningar á matvælum. Þá var einnig minnst á rottugang og óþrifnað. Sjónvarpsþátturinn notaðist við flugumann sem sankaði að sér heimildum um misferli Domino's mánuðum saman. Í tilkynningunni segir að með innreið sinni á Danmerkurmarkað hafi fyrirtækið viljað færa Dönum ferskar pitsur í hæsta gæðaflokki og á viðráðanlegu verði. Þannig hafi fyrirtækinu tekist að endurheimta traust viðskiptavina á Domino's. „Þrátt fyrir að með samstilltu átaki starfsfólks hafi okkur tekist að ná viðskiptavinum aftur á okkar band og skapa hóp dyggra fastakúnna, var það ekki nóg til þess að tryggja sjálfbæran rekstur til frambúðar,“ segir í tilkynningu.
Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira