Í nótt unnu Gylltu riddararnir frá Vegas sinn fyrsta Stanley-bikar í NHL en liðið var aðeins stofnað árið 2017. Liðið gjörsigraði Florida Panthers í fimmta leik liðanna, lokatölur 9-3 og Vegas Golden Knights, eins og félagið heitir á móðurmálinu, besta lið NHL-deildarinnar í íshokkí árið 2023.
Sigurinn var aldrei í hættu, hvorki í þessum leik né raunar í einvíginu sjálfu sem Vegas Golden Knight unnu örugglega 4-1. Mark Stone skoraði þrennu fyrir Gylltu riddarana sem kláruðu leikinn í öðrum leikhluta af þremur.
Can t help falling in love pic.twitter.com/eVM36s0kBr
— The Stanley Cup (@StanleyCup) June 14, 2023
BABY IN THE STANLEY CUP! pic.twitter.com/s9cqhA49PS
— ESPN (@espn) June 14, 2023
Leið Florida Panthers í úrslitaleikinn er í raun mjög lík leið Miami Heat í NBA-deildinni. Bæði lið skriðu inn í úrslitakeppnina, lögðu lið sem reiknað var með að myndu fara alla leið. Á endanum klesstu liðin svo á vegg í úrslitarimmunni þar sem þau töpuðu fyrir félögum sem voru að vinna sinn fyrsta titil í sögunni.
Heat tapaði fyrir Nikola Jokić í Denver Nuggets á meðan Panthers tapaði fyrir Mark Stone og félögum.
What a run for the Florida Panthers
— Bleacher Report (@BleacherReport) June 14, 2023
-Finished reg. season 42-32-8
-No. 8 seed in Eastern Conf.
-Erased 3-1 deficit vs. No. 1 seed Bruins
-Knocked out No. 4 seed Maple Leafs in 5
-Swept No. 2 seed Hurricanes in ECF
-First Stanley Cup Final since 1996 pic.twitter.com/zGH6dZTQGl
Keppt hefur verið um Stanley-bikarinn síðan árið 1926. Þetta var eins og áður sagði fyrsti bikar Vegas Golden Knights en Montreal Canadiens hefur unnið titilinn oftast eða alls 24 sinnum. Boston Bruins er svo það lið sem hefur oftast farið í úrslit og tapað eða 14 sinnum alls.