„Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 13:23 Ágúst Jóhannsson framlengdi á dögunum samning sinn við Val til 2027. vísir/anton Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, segir að það yrði mjög stórt fyrir liðið að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta kvenna. Valur hefur sótt um þátttöku í keppninni. „Þetta er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og félaginu að leggjast í þetta. Það sýnir metnaðinn hjá félaginu og leikmönnunum,“ sagði Ágúst í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Karlalið Vals tók þátt í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og komst í sextán liða úrslit hennar. Enn liggur ekki fyrir hvort kvennalið Vals þarf að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar eða kemst beint í riðlakeppnina. „Við þurfum að sjá í hvaða umferð við byrjum og svo hvort möguleikinn að komast í riðlakeppnina sé raunhæfur. Ef svo færi, sem yrði frábært fyrir okkur og íslenskan kvennahandbolta, er það eitthvað sem við þurfum að taka á í framhaldinu,“ sagði Ágúst. Valskonur hafa fengið markvörðinn Hafdísi Renötudóttur og Lovísu Thompson eftir að síðasta tímabili lauk. Ágúst segir Valsliðið nógu sterkt til að komast í gegnum álag næsta tímabils. „Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur. Liðið hlýtur að komast í gengum þetta, miðað við hvað þið sérfræðingarnir segið,“ sagði Ágúst. Valskonur unnu Eyjakonur, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.vísir/anton Þátttaka í Evrópudeildinni er langt frá því að vera ókeypis og kostar sitt. Ljóst er að Valskonur þurfa að selja nokkra rækjupoka eða klósettpappírsrúllur til að eiga fyrir þátttökunni. „Auðvitað er þetta mikill kostnaður og það er eitthvað sem við tökumst á við sem leikmenn og félagið í heild sinni. Vonandi tekst okkur að komast í riðlakeppni og fáum alvöru stórleiki hingað heim, fullt af fólki og stemmningu í kringum það. En það er klárt mál að við þurfum að safna fyrir þessu og það verður gert í sameiningu,“ sagði Ágúst. En hversu sterk er riðlakeppni Evrópudeildarinnar? „Hún er feykilega sterk. Ég er búinn að sjá hvaða lið eru nú þegar komin í pottinn og það eru stórlið frá Noregi, Danmörku, Frakklandi, Rúmeníu og öllum þessum löndum. Þetta er gríðarlega sterk keppni en getur orðið mikil reynsla og lærdómur fyrir mína leikmenn,“ svaraði Ágúst. Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Þetta er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og félaginu að leggjast í þetta. Það sýnir metnaðinn hjá félaginu og leikmönnunum,“ sagði Ágúst í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Karlalið Vals tók þátt í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og komst í sextán liða úrslit hennar. Enn liggur ekki fyrir hvort kvennalið Vals þarf að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar eða kemst beint í riðlakeppnina. „Við þurfum að sjá í hvaða umferð við byrjum og svo hvort möguleikinn að komast í riðlakeppnina sé raunhæfur. Ef svo færi, sem yrði frábært fyrir okkur og íslenskan kvennahandbolta, er það eitthvað sem við þurfum að taka á í framhaldinu,“ sagði Ágúst. Valskonur hafa fengið markvörðinn Hafdísi Renötudóttur og Lovísu Thompson eftir að síðasta tímabili lauk. Ágúst segir Valsliðið nógu sterkt til að komast í gegnum álag næsta tímabils. „Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur. Liðið hlýtur að komast í gengum þetta, miðað við hvað þið sérfræðingarnir segið,“ sagði Ágúst. Valskonur unnu Eyjakonur, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.vísir/anton Þátttaka í Evrópudeildinni er langt frá því að vera ókeypis og kostar sitt. Ljóst er að Valskonur þurfa að selja nokkra rækjupoka eða klósettpappírsrúllur til að eiga fyrir þátttökunni. „Auðvitað er þetta mikill kostnaður og það er eitthvað sem við tökumst á við sem leikmenn og félagið í heild sinni. Vonandi tekst okkur að komast í riðlakeppni og fáum alvöru stórleiki hingað heim, fullt af fólki og stemmningu í kringum það. En það er klárt mál að við þurfum að safna fyrir þessu og það verður gert í sameiningu,“ sagði Ágúst. En hversu sterk er riðlakeppni Evrópudeildarinnar? „Hún er feykilega sterk. Ég er búinn að sjá hvaða lið eru nú þegar komin í pottinn og það eru stórlið frá Noregi, Danmörku, Frakklandi, Rúmeníu og öllum þessum löndum. Þetta er gríðarlega sterk keppni en getur orðið mikil reynsla og lærdómur fyrir mína leikmenn,“ svaraði Ágúst.
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni