Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 23:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í hlutverki gestgjafa fundarins. Vísir/Dúi Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins. Fjöldi sérfræðinga, aðila innan stjórnsýslunnar og ráðherrar nokkurra ríkja voru saman komnir í Hörpu í Reykjavík í dag er fyrri dagur Velsældarþings fór fram. Þingið er haldið af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við önnur ríki sem Ísland hefur unnið að velsældarmarkmiðum sínum með, til að mynda Skotland, Nýja-Sjáland og Finnland. Ótrúlega skemmtilegt málþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulltrúa Íslands læra mikið á þinginu. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Það eru ekki öll svona málþing sérstaklega skemmtileg. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt, því hér er fólk búið að koma og segja hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Það er líka mjög mikilvægt að læra af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Það sem við erum að vonast til að sjá er að hvernig við getum innleitt þessa hugmyndafræði, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka talað fyrir þessu á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín. Húsnæðismál velsældarmál Hún segir að með velsældarmarkmiðum Íslands sé meðal annars unnið að því að koma húsnæðismarkaðinum aftur í lag enda snýr einn af velsældarmælikvörðunum að aðgengi að öruggu húsnæði. „Hluti af þessari stefnumótun þegar við lögðum af stað í þetta verkefni var markviss ákvörðun um að ríkið ætti að koma með virkari hætti inn á húsnæðismarkað. Það höfum við gert í gegnum okkar stofnframlög og aðrar aðgerðir á húsnæðismarkaði sem hefur gert það að verkum að ríkið er miklu virkari aðili í að tryggja hér íbúðarhúsnæði og við hyggjumst gera enn meira í því eins og hefur komið fram. Það er hluti af þessari velsældarhugsun, að við hugsum þetta út frá þessum breiða grunni,“ segir Katrín. Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru Katrín sjálf, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri. Fundarhöld halda síðan áfram á morgun áður en erlendir fundargestir halda aftur heim. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Fjöldi sérfræðinga, aðila innan stjórnsýslunnar og ráðherrar nokkurra ríkja voru saman komnir í Hörpu í Reykjavík í dag er fyrri dagur Velsældarþings fór fram. Þingið er haldið af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við önnur ríki sem Ísland hefur unnið að velsældarmarkmiðum sínum með, til að mynda Skotland, Nýja-Sjáland og Finnland. Ótrúlega skemmtilegt málþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulltrúa Íslands læra mikið á þinginu. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Það eru ekki öll svona málþing sérstaklega skemmtileg. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt, því hér er fólk búið að koma og segja hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Það er líka mjög mikilvægt að læra af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Það sem við erum að vonast til að sjá er að hvernig við getum innleitt þessa hugmyndafræði, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka talað fyrir þessu á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín. Húsnæðismál velsældarmál Hún segir að með velsældarmarkmiðum Íslands sé meðal annars unnið að því að koma húsnæðismarkaðinum aftur í lag enda snýr einn af velsældarmælikvörðunum að aðgengi að öruggu húsnæði. „Hluti af þessari stefnumótun þegar við lögðum af stað í þetta verkefni var markviss ákvörðun um að ríkið ætti að koma með virkari hætti inn á húsnæðismarkað. Það höfum við gert í gegnum okkar stofnframlög og aðrar aðgerðir á húsnæðismarkaði sem hefur gert það að verkum að ríkið er miklu virkari aðili í að tryggja hér íbúðarhúsnæði og við hyggjumst gera enn meira í því eins og hefur komið fram. Það er hluti af þessari velsældarhugsun, að við hugsum þetta út frá þessum breiða grunni,“ segir Katrín. Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru Katrín sjálf, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri. Fundarhöld halda síðan áfram á morgun áður en erlendir fundargestir halda aftur heim.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira