Vara við eldhættu í skógum landsins vegna þurrka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 09:38 Eldur kviknaði í tré í Hallormsstaðaskógi þar sem þurrt hefur verið í veðri undanfarnar vikur. Skógræktin Skógræktin varar við eldhættu vegna mikillar þurrkatíðar að undanförnu á Norður-og Austurlandi og varar fólk sérstaklega við því að fara með eld í skógum og öðru gróðurlendi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skógræktarinnar. Þar segir að kveikt hafi verið í tré í Hallormsstaðaskógi í síðustu viku en eldurinn hafi til allrar hamingju ekki breiðst út. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir að lítið hafi rignt undanfarnar vikur í skóginum. Hvetur skógræktin almenning til þess að fara varlega með eld og kveikja helst ekki eld á víðavangi. Best sé að notast eingöngu við tilbúin eldstæði eða eldskála sem víða er að finna á útivistarsvæðum í skógum landsins en ekki útbúa eldstæði á eigin spýtur í skógi eða á öðrum gróðurríkum svæðum. Þá minnir Skógræktin á að fleira getur kveikt gróðurelda en eldspýtur, kveikjarar, sígarettur og þess háttar. Neistar frá bílum og vélum, neistar frá verkfærum á borð við slípirokka, jafnvel tómar flöskur sem fleygt er á víðavangi geta verkað sem stækkunargler og kveikt eld. Góð umgengni og aðgæsla er því það sem gagnast best gegn hættunni á gróðureldum. Þá bendir Skógræktin á fróðleik um varnir gegn gróðureldum á vefnum gróðureldar.is og efni frá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Við orlofshús og íbúðarhús á gróðurríkum svæðum er rétt að huga vel að því að hávaxinn gróður nái ekki alveg að húsum heldur sé nokkurra metra autt svæði í kring, góðar aðkomuleiðir fyrir slökkvibíla og búnaður til að bregðast við nýkviknuðum eldi svo sem eldklöppur, slökkvitæki, eldvarnarteppi, vatnsfötur og -slöngur. Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skógræktarinnar. Þar segir að kveikt hafi verið í tré í Hallormsstaðaskógi í síðustu viku en eldurinn hafi til allrar hamingju ekki breiðst út. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir að lítið hafi rignt undanfarnar vikur í skóginum. Hvetur skógræktin almenning til þess að fara varlega með eld og kveikja helst ekki eld á víðavangi. Best sé að notast eingöngu við tilbúin eldstæði eða eldskála sem víða er að finna á útivistarsvæðum í skógum landsins en ekki útbúa eldstæði á eigin spýtur í skógi eða á öðrum gróðurríkum svæðum. Þá minnir Skógræktin á að fleira getur kveikt gróðurelda en eldspýtur, kveikjarar, sígarettur og þess háttar. Neistar frá bílum og vélum, neistar frá verkfærum á borð við slípirokka, jafnvel tómar flöskur sem fleygt er á víðavangi geta verkað sem stækkunargler og kveikt eld. Góð umgengni og aðgæsla er því það sem gagnast best gegn hættunni á gróðureldum. Þá bendir Skógræktin á fróðleik um varnir gegn gróðureldum á vefnum gróðureldar.is og efni frá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Við orlofshús og íbúðarhús á gróðurríkum svæðum er rétt að huga vel að því að hávaxinn gróður nái ekki alveg að húsum heldur sé nokkurra metra autt svæði í kring, góðar aðkomuleiðir fyrir slökkvibíla og búnaður til að bregðast við nýkviknuðum eldi svo sem eldklöppur, slökkvitæki, eldvarnarteppi, vatnsfötur og -slöngur.
Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira