Lagerbäck: „Afar góð ákvörðun hjá KSÍ að ráða Åge til starfa“ Aron Guðmundsson skrifar 16. júní 2023 07:00 Lars Lagerbäck er mættur til landsins og er spenntur fyrir komandi tímum hjá íslenska landsliðinu í fótbolta Vísir/Steingrímur Dúi Másson Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er spenntur fyrir stjórnartíð Åge Hareide með liðið. Aðstæður nú séu að mörgu leiti ansi svipaðar þeim sem voru til staðar þegar Lars tók við liðinu á sínum tíma. Lagerbäck þarf vart að kynna fyrir þjóðinni en Íslenska landsliðið komst á fyrsta skipti á stórmót undir stjórn hans og fór alla leið í 8-liða úrslit á EM 2016. Lars er nú mættur til landsins og starfar hann sem sérfræðingur Viaplay í tengslum við komandi leik landsliðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM á laugardaginn. Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Svíinn kannast vel við Åge Hareide, núverandi landsliðsþjálfara Íslands, sem stýrir Íslandi í fyrsta skipti á laugardaginn kemur og ber hann Norðmanninum söguna vel en Åge leitaði ráða hjá Lars er KSÍ bauð honum landsliðsþjálfarastarfið á sínum tíma. „Þetta var virkilega góð ákvörðun hjá KSÍ (að ráða Åge Hareide til starfa), sér í lagi ef maður skoða þá kosti í þjálfaramálum sem standa landsliðum til boða nú til dags. Åge býr yfir reynslunni á þessu sviði, hann er góð manneskja með opinn huga og á auðvelt með það að vinna með öðrum. Þetta er því afar góð ákvörðun hjá KSÍ, að ráða hann til starfa.“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslandsvísir/Egill Åge er þekktur fyrir að vilja láta lið sín spila beinskeyttan sóknarleik og telur Lars að leikstíll hans muni henta íslenska landsliðinu vel. Norðmaðurinn verði þó að finna jafnvægið milli varnar og sóknar. „Auðvitað þarf hann nú að læra inn á gæðin sem að búa innan leikmannahóps íslenska landsliðsins og þá er hann einnig raunsæismaður. Það er rétt að hann vill spila beinskeyttan sóknarleik en hann verður einnig að finna jafnvægið í leik liðsins. Næsti leikur er gegn Slóvakíu, sem er alls ekki slakt lið og kjölfarið tekur við leikur gegn Portúgal, Åge þarf því að vera með forgangsatriðin á hreinu fyrir þessa tvo leiki en ég fékk það á tilfinninguna, þegar að ég talaði við hann á dögunum, að hann hefur pælt mikið í varnarleik íslenska liðsins. Ég tel hann vera á réttri leið.“ Sér kunnuglega hluti Lars er ánægður með fyrsta landsliðshópinn sem Åge velur og segir aðstæður landsliðsins nú að einhverju leiti sambærilegar þeim aðstæðum sem voru uppi er hann stýrði liðinu í fyrsta sinn árið 2012. „Að mínu mati hefur hann gert vel í í vali sínu á fyrsta landsliðshópnum með eldri og reynslumeiri leikmönnum í bland við yngri og spennandi leikmenn. Að mínu mati þarf maður alltaf að hafa augun á yngri leikmönnum sem maður venur smátt og smátt við A-landsliðinu. Með þessu venur hann yngri leikmennina við aðferðum og leikstíl sínum og ég nefndi það við hann á dögunum að aðstæðurnar núna, þegar hann fer í sína fyrstu leiki með Íslandi, eru á margan hátt þær sömu og þegar að ég stýrði mínum fyrstu leikjum 2012. Það er vonandi að þróunin verði sú sama í þetta skipti, ef það gerist þá er framtíðin ansi björt hjá íslenska landsliðinu.“ Birkir Bjarnason og Lars Lagerbäck á æfingu út í Frakklandi 2016Vísir/EPA En er möguleikinn á öðru stórmóti fyrir íslenska landsliðið til staðar? Getur þjóðin leyft sér að dreyma? „Maður ætti alltaf að leyfa sér að dreyma en maður verður einnig að horfa raunsætt á hlutina. Staðan er áhugaverð hjá íslenska landsliðinu ef maður horfir á núverandi landsliðshópinn. Åge fær auðvitað aðeins nokkra daga til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína en ef liðið nær að minnsta kosti í þrjú stig úr þessum tveimur leikjum þá er kapphlaupið um sæti á EM galopið.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Lagerbäck þarf vart að kynna fyrir þjóðinni en Íslenska landsliðið komst á fyrsta skipti á stórmót undir stjórn hans og fór alla leið í 8-liða úrslit á EM 2016. Lars er nú mættur til landsins og starfar hann sem sérfræðingur Viaplay í tengslum við komandi leik landsliðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM á laugardaginn. Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Svíinn kannast vel við Åge Hareide, núverandi landsliðsþjálfara Íslands, sem stýrir Íslandi í fyrsta skipti á laugardaginn kemur og ber hann Norðmanninum söguna vel en Åge leitaði ráða hjá Lars er KSÍ bauð honum landsliðsþjálfarastarfið á sínum tíma. „Þetta var virkilega góð ákvörðun hjá KSÍ (að ráða Åge Hareide til starfa), sér í lagi ef maður skoða þá kosti í þjálfaramálum sem standa landsliðum til boða nú til dags. Åge býr yfir reynslunni á þessu sviði, hann er góð manneskja með opinn huga og á auðvelt með það að vinna með öðrum. Þetta er því afar góð ákvörðun hjá KSÍ, að ráða hann til starfa.“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslandsvísir/Egill Åge er þekktur fyrir að vilja láta lið sín spila beinskeyttan sóknarleik og telur Lars að leikstíll hans muni henta íslenska landsliðinu vel. Norðmaðurinn verði þó að finna jafnvægið milli varnar og sóknar. „Auðvitað þarf hann nú að læra inn á gæðin sem að búa innan leikmannahóps íslenska landsliðsins og þá er hann einnig raunsæismaður. Það er rétt að hann vill spila beinskeyttan sóknarleik en hann verður einnig að finna jafnvægið í leik liðsins. Næsti leikur er gegn Slóvakíu, sem er alls ekki slakt lið og kjölfarið tekur við leikur gegn Portúgal, Åge þarf því að vera með forgangsatriðin á hreinu fyrir þessa tvo leiki en ég fékk það á tilfinninguna, þegar að ég talaði við hann á dögunum, að hann hefur pælt mikið í varnarleik íslenska liðsins. Ég tel hann vera á réttri leið.“ Sér kunnuglega hluti Lars er ánægður með fyrsta landsliðshópinn sem Åge velur og segir aðstæður landsliðsins nú að einhverju leiti sambærilegar þeim aðstæðum sem voru uppi er hann stýrði liðinu í fyrsta sinn árið 2012. „Að mínu mati hefur hann gert vel í í vali sínu á fyrsta landsliðshópnum með eldri og reynslumeiri leikmönnum í bland við yngri og spennandi leikmenn. Að mínu mati þarf maður alltaf að hafa augun á yngri leikmönnum sem maður venur smátt og smátt við A-landsliðinu. Með þessu venur hann yngri leikmennina við aðferðum og leikstíl sínum og ég nefndi það við hann á dögunum að aðstæðurnar núna, þegar hann fer í sína fyrstu leiki með Íslandi, eru á margan hátt þær sömu og þegar að ég stýrði mínum fyrstu leikjum 2012. Það er vonandi að þróunin verði sú sama í þetta skipti, ef það gerist þá er framtíðin ansi björt hjá íslenska landsliðinu.“ Birkir Bjarnason og Lars Lagerbäck á æfingu út í Frakklandi 2016Vísir/EPA En er möguleikinn á öðru stórmóti fyrir íslenska landsliðið til staðar? Getur þjóðin leyft sér að dreyma? „Maður ætti alltaf að leyfa sér að dreyma en maður verður einnig að horfa raunsætt á hlutina. Staðan er áhugaverð hjá íslenska landsliðinu ef maður horfir á núverandi landsliðshópinn. Åge fær auðvitað aðeins nokkra daga til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína en ef liðið nær að minnsta kosti í þrjú stig úr þessum tveimur leikjum þá er kapphlaupið um sæti á EM galopið.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn