Orkustofnun hafi átt að fara í mun nánari athugun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2023 19:35 Áætlað var að þetta landssvæði í Þjórsárdalnum færi undir uppistöðulón Hvammsvirkjunar. Stöð 2/Sigurjón Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Í ítarlegum úrskurði nefndarinnar kemur meðal annars fram að Orkustofnun hafi, í ljósi umfangs framkvæmdanna, átt að fara í mun nánari athugun á leyfinu með hliðsjón af vatnaáætlun. Nítján mánuði tók Orkustofnun að gefa út virkjunarleyfið. Framkvæmdaleyfi var síðan samþykkt af sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahreppi í gær en Rangarþing ytra ákvað að fresta kosningu um málið. Niðurfelling virkjunarleyfisins ógildir væntanlega framkvæmdaleyfi þar sem virkjunarleyfi er forsenda framkvæmdaleyfis. Í tilkynningu frá Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra segir að stofnun hennar hafi unnið eftir gildandi lögum og stefnumörkum. Úrskurðarnefndin komi fram með ýmsa áherslupunkta sem veiti leiðbeiningar um framfylgd laganna. „Meginniðurstaða nefndarinnar er að þar sem núgildandi vatnaáætlun er ófullkomin hefði stofnunin átt að ganga enn lengra og leita leiðbeininga Umhverfisstofnunar um þau atriði sem út af standa. Þetta eru nýmæli sem stofnunin mun að sjálfsögðu greina og fylgja í samvinnu við aðra aðila stjórnsýslunnar,“ segir Halla Hrund. Landsvirkjun segir í tilkynningu að úrskurður nefndarinnar sé vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag. Níu kærendur Landsvirkjun krafðist þess að réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar yrði frestað en því var hafnað. Landsvirkjun upplýsti að upphaf undirbúningsframkvæmda ætti að vera í júlí á þessu ári og að gert væri ráð fyrir að virkjanaframkvæmdin sjálf hæfist í apríl á næsta ári. Kærendur ákvörðunar Orkustofnunar voru samtals níu. Þeirra á meðal landeigendur, veiðifélag og náttúruverndarsamtök. Héldu þeir fram að umhverfismat á framkvæmd Hvammsvirkjunar væri verulega áfátt. Annmarkar hafi verið á matinu varðandi umfjöllun um áhrif á vatnalíf, lífríki og mótvægisaðgerðir og að brotið hafi verið á þátttökuréttindi almennings. Ýmsum málsástæðum þeirra er hafnað, svo sem að sú framkvæmd sem um ræði sé ekki sú sama og sætt hafi mati á umhverfisáhrifum og að ágalli á þátttökurétti almennings varði ógildingu. Í úrskurðinum segir hins vegar að ágallar hafi verið á málsmeðferð Orkustofnunar hvað varðar lögbundna skyldu hennar til að kynna sér matsskýrslu framkvæmdaaðila og til að leggja úrskurði Skipulagsstofnunar og umhverfisráðuneytis frá árunum 2004 og 2005 til grundvallar og taka afstöðu til tengdra leyfisveitinga. Skortur á rökstuðningi Þá segir að samkvæmt lögum um stjórn vatnamála skuli Orkustofnun tryggja að leyfið sé í samræmi við þá stefnumörkun um vatnsvernd sem fram kemur í vatnaáætlun. „Tilefni var til mun nánari athugunar í ljósi umfangs framkvæmdarinnar og þeirra umhverfisáhrifa sem hún hefur í för með sér svo sem þeim er lýst í matsskýrslu framkvæmdar,“ segir í úrskurðinum. Skortur á gögnum eða stefnumótun geti ekki leyst stjórnvöld með svo afgerandi hætti undan skyldum sínum að lögum. Auk þess hefði verið eðlilegt af Orkustofnun, við undirbúning hins kærða leyfis, að leita formlegra leiðbeininga hjá Umhverfisstofnun, sem fer með stjórnsýslu á sviði vatnsverndar, um málsmeðferðina. Nauðsynlegt sé að taka rökstudda afstöðu á grundvelli vatnaáætlunar við undirbúning leyfisins. „Stoðar því ekki að vísa til síðari leyfisveitingar sem byggir á öðrum lagagrundvelli, svo sem færð hafa verið fram sjónarmið um fyrir úrskurðarnefndinni,“ segir í úrskurðinum. Var því fallist á kröfu um ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Framkvæmdir í uppnám Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Þau áform eru núna uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi með viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem taldi deilum um virkjunina lokið: Umhverfismál Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Nítján mánuði tók Orkustofnun að gefa út virkjunarleyfið. Framkvæmdaleyfi var síðan samþykkt af sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahreppi í gær en Rangarþing ytra ákvað að fresta kosningu um málið. Niðurfelling virkjunarleyfisins ógildir væntanlega framkvæmdaleyfi þar sem virkjunarleyfi er forsenda framkvæmdaleyfis. Í tilkynningu frá Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra segir að stofnun hennar hafi unnið eftir gildandi lögum og stefnumörkum. Úrskurðarnefndin komi fram með ýmsa áherslupunkta sem veiti leiðbeiningar um framfylgd laganna. „Meginniðurstaða nefndarinnar er að þar sem núgildandi vatnaáætlun er ófullkomin hefði stofnunin átt að ganga enn lengra og leita leiðbeininga Umhverfisstofnunar um þau atriði sem út af standa. Þetta eru nýmæli sem stofnunin mun að sjálfsögðu greina og fylgja í samvinnu við aðra aðila stjórnsýslunnar,“ segir Halla Hrund. Landsvirkjun segir í tilkynningu að úrskurður nefndarinnar sé vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag. Níu kærendur Landsvirkjun krafðist þess að réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar yrði frestað en því var hafnað. Landsvirkjun upplýsti að upphaf undirbúningsframkvæmda ætti að vera í júlí á þessu ári og að gert væri ráð fyrir að virkjanaframkvæmdin sjálf hæfist í apríl á næsta ári. Kærendur ákvörðunar Orkustofnunar voru samtals níu. Þeirra á meðal landeigendur, veiðifélag og náttúruverndarsamtök. Héldu þeir fram að umhverfismat á framkvæmd Hvammsvirkjunar væri verulega áfátt. Annmarkar hafi verið á matinu varðandi umfjöllun um áhrif á vatnalíf, lífríki og mótvægisaðgerðir og að brotið hafi verið á þátttökuréttindi almennings. Ýmsum málsástæðum þeirra er hafnað, svo sem að sú framkvæmd sem um ræði sé ekki sú sama og sætt hafi mati á umhverfisáhrifum og að ágalli á þátttökurétti almennings varði ógildingu. Í úrskurðinum segir hins vegar að ágallar hafi verið á málsmeðferð Orkustofnunar hvað varðar lögbundna skyldu hennar til að kynna sér matsskýrslu framkvæmdaaðila og til að leggja úrskurði Skipulagsstofnunar og umhverfisráðuneytis frá árunum 2004 og 2005 til grundvallar og taka afstöðu til tengdra leyfisveitinga. Skortur á rökstuðningi Þá segir að samkvæmt lögum um stjórn vatnamála skuli Orkustofnun tryggja að leyfið sé í samræmi við þá stefnumörkun um vatnsvernd sem fram kemur í vatnaáætlun. „Tilefni var til mun nánari athugunar í ljósi umfangs framkvæmdarinnar og þeirra umhverfisáhrifa sem hún hefur í för með sér svo sem þeim er lýst í matsskýrslu framkvæmdar,“ segir í úrskurðinum. Skortur á gögnum eða stefnumótun geti ekki leyst stjórnvöld með svo afgerandi hætti undan skyldum sínum að lögum. Auk þess hefði verið eðlilegt af Orkustofnun, við undirbúning hins kærða leyfis, að leita formlegra leiðbeininga hjá Umhverfisstofnun, sem fer með stjórnsýslu á sviði vatnsverndar, um málsmeðferðina. Nauðsynlegt sé að taka rökstudda afstöðu á grundvelli vatnaáætlunar við undirbúning leyfisins. „Stoðar því ekki að vísa til síðari leyfisveitingar sem byggir á öðrum lagagrundvelli, svo sem færð hafa verið fram sjónarmið um fyrir úrskurðarnefndinni,“ segir í úrskurðinum. Var því fallist á kröfu um ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Framkvæmdir í uppnám Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Þau áform eru núna uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi með viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem taldi deilum um virkjunina lokið:
Umhverfismál Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira