FH með öruggan sigur í Eyjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 19:34 Nýliðar FH eru sjóðandi heitar þessa dagana Vísir/Hulda Margrét FH sóttu góðan 1-3 sigur til Vestmannaeyja í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarins. Þær enduðu leikinn manni færri en það kom ekki að sök þar sem þær komust í 1-3 strax á 53. mínútu. Markaskorarinn Shaina Faiena Ashouri fékk svo að líta rauða spjaldið á þeirri 80. FH, sem eru nýliðar í Bestudeild-kvenna, hafa verið á mikilli siglingu í upphafi móts og sitja í 4. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. ÍBV hafa aftur á móti verið í brasi og eru í næst neðsta sæti, og fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með erfiðum leik fyrir heimakonur, þar á meðal þjálfari þeirra, Todor Hristov: -Hver er lykillinn að því að vinna FH í dag?-Hvað heldurðu?-Ég spyr þig.-Ég er að spyrja þig. Ég veit það ekki.Todor, þjálfari ÍBV slær á létta strengi fyrir leik. Menn verða jú að vera léttir.#Mjólkurbikarinn pic.twitter.com/gpTlq9vzLG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Margrét Brynja Kristinsdóttir kom gestunum yfir á 13. mínútu en Olga Sevcova jafnaði leikinn á 29. svo að ekki var öll nótt úti enn fyrir ÍBV. Jafnt á öllum tölum í hálfleik. Hér má sjá það helsta úr þessum prýðilega fjöruga fyrri hálfleik í fyrsta leik 8-liða úrslita @mjolkurbikarinn kvenna. Staðan er ÍBV 1 - FH 1. pic.twitter.com/Qu6lrAdmCt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Mackenzie Marie George kom gestunum svo yfir á 52. mínútu og strax á næstu mínútu gekk Shaina Faiena Ashouri endanlega frá leiknum. Mackenzie Marie George kemur FH yfir, 1-2 í upphafi seinni hálfleiks. Aftur lenda Eyjakonur undir. pic.twitter.com/KkY4RSJuFm— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Aðeins mínútu eftir annað mark FH kemur það þriðja og nú er það Shaina Faiena Ashouri. Staðan er ÍBV 1 - FH 3. pic.twitter.com/6Bc3gf32Og— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Ashouri fékk svo eins og áður sagði rautt spjald undir lok leiksins, en hún nældi sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni, og verður því væntanlega í banni í 4-liða úrslitum. Shaina Ashouri fær tvö gul spjöld á einni mínútu og er farin út af með rautt. FH-ingar eru einum færri síðustu mínúturnar. pic.twitter.com/Kqch8qUTFb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Mjólkurbikar kvenna ÍBV FH Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
FH, sem eru nýliðar í Bestudeild-kvenna, hafa verið á mikilli siglingu í upphafi móts og sitja í 4. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. ÍBV hafa aftur á móti verið í brasi og eru í næst neðsta sæti, og fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með erfiðum leik fyrir heimakonur, þar á meðal þjálfari þeirra, Todor Hristov: -Hver er lykillinn að því að vinna FH í dag?-Hvað heldurðu?-Ég spyr þig.-Ég er að spyrja þig. Ég veit það ekki.Todor, þjálfari ÍBV slær á létta strengi fyrir leik. Menn verða jú að vera léttir.#Mjólkurbikarinn pic.twitter.com/gpTlq9vzLG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Margrét Brynja Kristinsdóttir kom gestunum yfir á 13. mínútu en Olga Sevcova jafnaði leikinn á 29. svo að ekki var öll nótt úti enn fyrir ÍBV. Jafnt á öllum tölum í hálfleik. Hér má sjá það helsta úr þessum prýðilega fjöruga fyrri hálfleik í fyrsta leik 8-liða úrslita @mjolkurbikarinn kvenna. Staðan er ÍBV 1 - FH 1. pic.twitter.com/Qu6lrAdmCt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Mackenzie Marie George kom gestunum svo yfir á 52. mínútu og strax á næstu mínútu gekk Shaina Faiena Ashouri endanlega frá leiknum. Mackenzie Marie George kemur FH yfir, 1-2 í upphafi seinni hálfleiks. Aftur lenda Eyjakonur undir. pic.twitter.com/KkY4RSJuFm— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Aðeins mínútu eftir annað mark FH kemur það þriðja og nú er það Shaina Faiena Ashouri. Staðan er ÍBV 1 - FH 3. pic.twitter.com/6Bc3gf32Og— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Ashouri fékk svo eins og áður sagði rautt spjald undir lok leiksins, en hún nældi sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni, og verður því væntanlega í banni í 4-liða úrslitum. Shaina Ashouri fær tvö gul spjöld á einni mínútu og er farin út af með rautt. FH-ingar eru einum færri síðustu mínúturnar. pic.twitter.com/Kqch8qUTFb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023
Mjólkurbikar kvenna ÍBV FH Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira