Má segja að Kane hafi þarna sett nýjan standard í pabbabröndurum en á ensku er sama orð „record“, notað yfir met og plötur. Æðsti draumur marga tónlistarmanna er að hljóta svokallaðar gullplötur fyrir drjúga plötusölu, en Harry ákvað að taka málin í sínar hendur og útbúa sínar eigin gullplötur.

Kane deildi myndum af plötunum og liðsfélögum sínum á Twitter, en hver plata er með persónulegri kveðju til hvers og eins viðtakanda. Kane skrifaði eftirfarandi línur með færslunni á Twitter:
„Ég hefði ekki getað slegið enska markametið án stuðnings frá liðsfélögum mínum og þjálfurum sem studdu mig frá upphafi. Þetta er risastórt takk frá mér til allra þeirra sem ég hef deilt búningsklefa með síðan ég spilaði minn fyrsta leik. Takk.“
I couldn't have broken the @England all-time goalscoring record without the support of my team-mates and managers who have helped me along the way. This gift is a massive thank you from me to all those who I've shared a changing room with since my debut. Thank you. pic.twitter.com/B1ZHyvilSd
— Harry Kane (@HKane) June 15, 2023