Þjálfari Slóvakíu segir Ísland með sterka liðsheild og býst við líkamlega erfiðum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2023 09:01 Hinn ítalski Francesco Calzona mun stýra Slóvakíu á Laugardalsvelli þann 17. júní. SPORT.SK Francesco Calzona, þjálfari Slóvakíu, er spenntur fyrir leik Íslands og Slóvakíu þann 17. júní. Hann segir íslenska liðið spila sem eina liðsheild og býst við líkamlega erfiðum leik. Blaðamannafundur Slóvakíu var haldinn árla morguns og fór fram á slóvakísku en Calzona eins og nafnið gefur til kynna er Ítali. Það var því bæði túlkur sem þýddi fyrir hann og svo annar sem þýddi fyrir þá íslensku, og erlendu, fjölmiðla sem mættir voru. Það má því reikna með að eitthvað af svörum þjálfarans hafi skolast til í hvísluleiknum sem átti sér stað en hér að neðan má lesa það helsta sem fram fór á téðum blaðamannafundi. Slóvakía mun ekki æfa á Laugardalsvelli í aðdraganda leiksins. Calzona, sem hefur stýrt landsliði Slóvakíu síðan í ágúst á síðasta ári, segir liðið hafa undirbúið sig vel heima fyrir og sá undirbúningur hafi staðist væntingar. Hann telur því ekki nauðsynlegt að mæta snemma til Íslands og æfa hér á landi í aðdraganda leiksins. Segir sína menn tilbúna í allt Þjálfari Slóvakíu var spurður út í hvað gæti breyst hjá Íslandi með tilkomu nýs þjálfara, Åge Hareide. „Við erum tilbúnir í allt. Með nýjum þjálfara koma nýjar hugmyndir og áherslur en við höfum unnið undirbúningsvinnuna og höfum sýnt leikmönnunum hverju má búast við. Þeir eru með líkamlega sterkt lið, við þurfum að vera tilbúnir í líkamleg átök en við munum spila okkar leik.“ „Íslenska landsliðið hefur fjölda toppleikmanna sem spila erlendis. Þótt einstaklingsgæði séu til staðar þá tel ég liðsheildina gera liðið mun sterkara,“ sagði Calzona enn fremur um íslenska liðið. Slóvakía hefur ekki enn fengið á sig mark í riðlinum. Liðið gerði markalaust jafntefli við Lúxemborg en vann Bosníu- Hersegóvínu 2-0. Staðan í riðlinum eftir tvo leiki er þannig að Portúgal er efst með sex stig, Slóvakía er með fjögur, Bosnía-Hersegóvína og Ísland bæði með þrjú stig, Lúxemborg eitt og Liechtenstein er án stiga. „Með góðum úrslitum getum við komist í góða stöðu. Þeir eiga erfiðan leik gegn Portúgal eftir leikinn gegn okkur. Ég er ekki stressaður, bara fullur eftirvæntingar. Þurfum að senda jákvæð skilaboð til liðsins.“ Ekki búinn að ákveða byrjunarlið Hann gaf ekkert upp varðandi stöðuna á miðverðinum Milan Škriniar. Sá lék með Inter í 0-1 tapinu gegn Manchester City í úrslitum Meistaradeildar Evrópu nýverið. Þá er hann sagður vera að ganga í raðir París Saint-Germain þegar samningur hans í Mílanó-borg rennur út. Sömu sögu var að segja af Marek Hamšík en þessi 35 ára gamli miðjumaður mun leggja skóna á hilluna eftir landsleikjatörnina sem er nú að fara í gang. Marek Hamšík spilaði lengi vel með Napoli. Í dag er annar Slóvakí að gera það gott þar á bæ.Dino Panato/Getty Images Calzona var aðstoðarþjálfari Napoli frá 2015-18 sem og hann var í þjálfarateymi félagsins frá 2021-22. Það gladdi hann því mjög að sjá Napoli vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina á dögunum. Sérstaklega þar sem Slóvakinn Stanislav Lobotka var í lykilhlutverki. Hann segir að Slóvakía muni byggja lið sitt í kringum áreiðanlega leikmenn eins og Lobotka. Samt sem áður tók hann fram að allir hefðu æft vel og það væri erfitt að ákveða hvaða 11 myndu byrja leikinn. „Ég er stuðningsmaður Napoli svo ég er mjög ánægður. Þeir spila fallegan fótbolta og voru á toppnum frá upphafi tímabils. Ég á marga vini í Napoli svo ég er glaður fyrir þeirra hönd,“ sagði Calzona að endingu. Ísland mætir Slóvakíu á morgun, en Kristján Örn Sigurðsson skoraði þetta mark þegar liðin mættust árið 2009. Rewind to this goal from Kristján Örn Sigurðsson against tomorrow's opponents Slovakia.#AfturáEM pic.twitter.com/0cCyrHjfuj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 16, 2023 Leikur Íslands og Slóvakíu fer fram á morgun, þann 17. júní. Leikurinn hefst kl. 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Sjá meira
Blaðamannafundur Slóvakíu var haldinn árla morguns og fór fram á slóvakísku en Calzona eins og nafnið gefur til kynna er Ítali. Það var því bæði túlkur sem þýddi fyrir hann og svo annar sem þýddi fyrir þá íslensku, og erlendu, fjölmiðla sem mættir voru. Það má því reikna með að eitthvað af svörum þjálfarans hafi skolast til í hvísluleiknum sem átti sér stað en hér að neðan má lesa það helsta sem fram fór á téðum blaðamannafundi. Slóvakía mun ekki æfa á Laugardalsvelli í aðdraganda leiksins. Calzona, sem hefur stýrt landsliði Slóvakíu síðan í ágúst á síðasta ári, segir liðið hafa undirbúið sig vel heima fyrir og sá undirbúningur hafi staðist væntingar. Hann telur því ekki nauðsynlegt að mæta snemma til Íslands og æfa hér á landi í aðdraganda leiksins. Segir sína menn tilbúna í allt Þjálfari Slóvakíu var spurður út í hvað gæti breyst hjá Íslandi með tilkomu nýs þjálfara, Åge Hareide. „Við erum tilbúnir í allt. Með nýjum þjálfara koma nýjar hugmyndir og áherslur en við höfum unnið undirbúningsvinnuna og höfum sýnt leikmönnunum hverju má búast við. Þeir eru með líkamlega sterkt lið, við þurfum að vera tilbúnir í líkamleg átök en við munum spila okkar leik.“ „Íslenska landsliðið hefur fjölda toppleikmanna sem spila erlendis. Þótt einstaklingsgæði séu til staðar þá tel ég liðsheildina gera liðið mun sterkara,“ sagði Calzona enn fremur um íslenska liðið. Slóvakía hefur ekki enn fengið á sig mark í riðlinum. Liðið gerði markalaust jafntefli við Lúxemborg en vann Bosníu- Hersegóvínu 2-0. Staðan í riðlinum eftir tvo leiki er þannig að Portúgal er efst með sex stig, Slóvakía er með fjögur, Bosnía-Hersegóvína og Ísland bæði með þrjú stig, Lúxemborg eitt og Liechtenstein er án stiga. „Með góðum úrslitum getum við komist í góða stöðu. Þeir eiga erfiðan leik gegn Portúgal eftir leikinn gegn okkur. Ég er ekki stressaður, bara fullur eftirvæntingar. Þurfum að senda jákvæð skilaboð til liðsins.“ Ekki búinn að ákveða byrjunarlið Hann gaf ekkert upp varðandi stöðuna á miðverðinum Milan Škriniar. Sá lék með Inter í 0-1 tapinu gegn Manchester City í úrslitum Meistaradeildar Evrópu nýverið. Þá er hann sagður vera að ganga í raðir París Saint-Germain þegar samningur hans í Mílanó-borg rennur út. Sömu sögu var að segja af Marek Hamšík en þessi 35 ára gamli miðjumaður mun leggja skóna á hilluna eftir landsleikjatörnina sem er nú að fara í gang. Marek Hamšík spilaði lengi vel með Napoli. Í dag er annar Slóvakí að gera það gott þar á bæ.Dino Panato/Getty Images Calzona var aðstoðarþjálfari Napoli frá 2015-18 sem og hann var í þjálfarateymi félagsins frá 2021-22. Það gladdi hann því mjög að sjá Napoli vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina á dögunum. Sérstaklega þar sem Slóvakinn Stanislav Lobotka var í lykilhlutverki. Hann segir að Slóvakía muni byggja lið sitt í kringum áreiðanlega leikmenn eins og Lobotka. Samt sem áður tók hann fram að allir hefðu æft vel og það væri erfitt að ákveða hvaða 11 myndu byrja leikinn. „Ég er stuðningsmaður Napoli svo ég er mjög ánægður. Þeir spila fallegan fótbolta og voru á toppnum frá upphafi tímabils. Ég á marga vini í Napoli svo ég er glaður fyrir þeirra hönd,“ sagði Calzona að endingu. Ísland mætir Slóvakíu á morgun, en Kristján Örn Sigurðsson skoraði þetta mark þegar liðin mættust árið 2009. Rewind to this goal from Kristján Örn Sigurðsson against tomorrow's opponents Slovakia.#AfturáEM pic.twitter.com/0cCyrHjfuj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 16, 2023 Leikur Íslands og Slóvakíu fer fram á morgun, þann 17. júní. Leikurinn hefst kl. 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Sjá meira