Telur sig eiga stærsta buffsafnið á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2023 10:11 Guðni segist hlakka til að taka á móti gestum á Bessastöðum á sunnudag. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist eiga stærsta buffsafn Íslands, svo mörg hefur hann fengið í gjöf síðastliðin ár. Forsetinn mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun í tilefni af því að hann hyggst bjóða almenningi í heimsókn á Bessastaði á sunnudag milli 13 og 16. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Buff hefur lengi verið eitt af einkennismerkjum forsetans en það vakti landsathygli þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum í nóvember 2016. Líklega var hann þar fyrsti forsetinn til að gegna embættisverki með slíkt höfuðfat. „Það voru engir pítsustaðir þegar Sveinn Björnsson var forseti,“ sagði forsetinn léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður hvort hann væri alþýðlegri forseti en aðrir sem á undan honum komu. Hann og Eliza Reid forsetafrú hafi mætt með barnaskara á Bessastaði. Spurður að því hvernig börnunum hafi líkað veran á Bessastaði segir Guðni að hann telji að þeim líki ágætlega vel við sig. Guðni með einkennisklæðnað sinn á sér, buffið góða í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Vísir/Vilhelm Guðni segir alltaf vel mætt á Bessastaði þegar forseti býður almenningi í heimsókn líkt og næstkomandi sunnudag. Hann verður til staðar til þess að taka á móti gestum en Eliza verður erlendis til þess að vera viðstödd heimsleika Special Olympics. „Það verður hægt að ganga um húsakynnin, fara inn í sal og inn í bókhlöðu, niður fyrir þau sem hafa á því tök að fara niður í fornleifakjallara og svo eru gjafir sem má sjá uppi á lofti frá Reagan og Gorbachev og Nixon og fleirum.“ Spurður út í gjafir til forseta Íslands segir Guðni að þær séu opinber eign embættisins en ekki forsetans persónulega, nema þær séu minniháttar. „Buff. Ég fæ að eiga öll mín buff. Ég held að ég eigi stærsta buffsafn á Íslandi. Nú eða ef gjöfin er þess eðlis að það má neyta henni þar og þá í föstu formi eða fljótandi en aðrar gjafir þær eru eign embættisins.“ Frétt uppfærð kl. 12:55. Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að forseti byði almenningi í heimsókn á morgun 17. júní. Rétt er að boðið er á sunnudag á milli 13 og 16. Forseti Íslands 17. júní Bítið Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Sjá meira
Buff hefur lengi verið eitt af einkennismerkjum forsetans en það vakti landsathygli þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum í nóvember 2016. Líklega var hann þar fyrsti forsetinn til að gegna embættisverki með slíkt höfuðfat. „Það voru engir pítsustaðir þegar Sveinn Björnsson var forseti,“ sagði forsetinn léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður hvort hann væri alþýðlegri forseti en aðrir sem á undan honum komu. Hann og Eliza Reid forsetafrú hafi mætt með barnaskara á Bessastaði. Spurður að því hvernig börnunum hafi líkað veran á Bessastaði segir Guðni að hann telji að þeim líki ágætlega vel við sig. Guðni með einkennisklæðnað sinn á sér, buffið góða í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Vísir/Vilhelm Guðni segir alltaf vel mætt á Bessastaði þegar forseti býður almenningi í heimsókn líkt og næstkomandi sunnudag. Hann verður til staðar til þess að taka á móti gestum en Eliza verður erlendis til þess að vera viðstödd heimsleika Special Olympics. „Það verður hægt að ganga um húsakynnin, fara inn í sal og inn í bókhlöðu, niður fyrir þau sem hafa á því tök að fara niður í fornleifakjallara og svo eru gjafir sem má sjá uppi á lofti frá Reagan og Gorbachev og Nixon og fleirum.“ Spurður út í gjafir til forseta Íslands segir Guðni að þær séu opinber eign embættisins en ekki forsetans persónulega, nema þær séu minniháttar. „Buff. Ég fæ að eiga öll mín buff. Ég held að ég eigi stærsta buffsafn á Íslandi. Nú eða ef gjöfin er þess eðlis að það má neyta henni þar og þá í föstu formi eða fljótandi en aðrar gjafir þær eru eign embættisins.“ Frétt uppfærð kl. 12:55. Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að forseti byði almenningi í heimsókn á morgun 17. júní. Rétt er að boðið er á sunnudag á milli 13 og 16.
Forseti Íslands 17. júní Bítið Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Sjá meira