Stígamót kæra tvö tilfelli ofbeldis til lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2023 10:46 Stígamót hafa nú gripið til þess að kæra tvö tilfelli ofbeldis en með því vilja þau, að sögn Drífu Snædal, senda út þau skilaboð að ekkert ofbeldi verði liðið. vísir/vilhelm Samtökin Stígamót vilja taka skýrt fram að hótanir, ógnanir, áreiti eða umsáturseinelti gegn starfsfólki Stígamóta verði ekki liðið og hafa tvö tilfelli af því tagi verið kærð til lögreglu. Að sögn Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, er um að ræða tvær kærur sem Stígamót hafa lagt fram til lögreglu. „Við viljum gefa það mjög skýrt út að áreiti í gegnum tölvupósta eða öðruvísi hótanir eða ógnanir verða ekki liðnar,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Drífa segist ekki vilja fara nánar í saumana á því hvers kyns umræddar hótanir eru; að ræða einstök mál. Hún segir það vissulega svo að eðli starfs þeirra sé að fást við ofbeldismál en þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á að hafa skýrar línur. Og þess vegna kæri Stígamót nú. „Ábyrgð vinnustaðarins er að tryggja að þetta verði ekki liðið og fari í réttan farveg,“ segir Drífa og vonast til að kærur Stígamóta núna verði til þess að fólk fylgi því fordæmi ef svo ber undir. Drífa segir jafnframt að vissulega sé það svo að þeir sem hafi mátt sæta ofbeldi hafi ekki getað treyst á að sækja rétt sinn. „Yfirvöld eða dómsstólar hafa ekkert alltaf verið bestu vinir þolenda en þetta er það sem við höfum. Og við viljum tryggja að hlutir fari í þennan farveg og hvetjum aðra vinnustaði til að þola ekki ofbeldi gegn starfsfólki og kæra slíkt umsvifalaust, hvort sem hótanir berast rafrænt eða með beinni hætti.“ Hún segir að Stígamót séu samtök sem hafa barist gegn ofbeldi í meira en þrjá áratugi og leitast við að valdefla fólk svo það megi takast á við afleiðingar ofbeldis. „Stígamót eru griðarstaður fyrir þau sem til okkar leita og starfsfólk þarf að finna fyrir öryggi líka eins og fólk alls staðar á rétt á. Samtökin eru þéttu samstarfi við lögregluyfirvöld sem aðstoða okkur við að bregðast hratt og örugglega við ef svo ber undir.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Að sögn Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, er um að ræða tvær kærur sem Stígamót hafa lagt fram til lögreglu. „Við viljum gefa það mjög skýrt út að áreiti í gegnum tölvupósta eða öðruvísi hótanir eða ógnanir verða ekki liðnar,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Drífa segist ekki vilja fara nánar í saumana á því hvers kyns umræddar hótanir eru; að ræða einstök mál. Hún segir það vissulega svo að eðli starfs þeirra sé að fást við ofbeldismál en þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að nauðsyn væri á að hafa skýrar línur. Og þess vegna kæri Stígamót nú. „Ábyrgð vinnustaðarins er að tryggja að þetta verði ekki liðið og fari í réttan farveg,“ segir Drífa og vonast til að kærur Stígamóta núna verði til þess að fólk fylgi því fordæmi ef svo ber undir. Drífa segir jafnframt að vissulega sé það svo að þeir sem hafi mátt sæta ofbeldi hafi ekki getað treyst á að sækja rétt sinn. „Yfirvöld eða dómsstólar hafa ekkert alltaf verið bestu vinir þolenda en þetta er það sem við höfum. Og við viljum tryggja að hlutir fari í þennan farveg og hvetjum aðra vinnustaði til að þola ekki ofbeldi gegn starfsfólki og kæra slíkt umsvifalaust, hvort sem hótanir berast rafrænt eða með beinni hætti.“ Hún segir að Stígamót séu samtök sem hafa barist gegn ofbeldi í meira en þrjá áratugi og leitast við að valdefla fólk svo það megi takast á við afleiðingar ofbeldis. „Stígamót eru griðarstaður fyrir þau sem til okkar leita og starfsfólk þarf að finna fyrir öryggi líka eins og fólk alls staðar á rétt á. Samtökin eru þéttu samstarfi við lögregluyfirvöld sem aðstoða okkur við að bregðast hratt og örugglega við ef svo ber undir.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira