Handbolti

Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins

Jón Már Ferro skrifar
Gísli Þorgeir var hreint út sagt frábær á leiktíðinni.
Gísli Þorgeir var hreint út sagt frábær á leiktíðinni. Vísir/Getty Images

Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel.

Hann var á dögunum valinn besti leikmaður Magdeburg en nú hefur hann verið valinn bestur allra í deildinni.

Fyrr á tímabilinu framlengdi Gísli samning sinn til 2028 og ljóst að stjórnarmenn Magdeburg sjá ekki eftir því. 

Gísli var með 107 mörk í sjöunda sæti yfir stoðsendingahæstu menn. Marian Michalcik var stoðsendingahæstur með 168 mörk.

Gísli skoraði 152 mörk og var í níunda sæti yfir markahæstu menn í allri deildinni. Markahæstur var Casper Ulrich Mortensen með 234 mörk.

Þrátt fyrir afrek Gísla meiddist þessi 23 ára FH-ingur illa á tímabilinu. Hann braut á sér ökklann í maí. Meiðslin litu svo illa út að Magdeburg greindi frá því að tímabilinu væri lokið hjá honum. Hann snéri þó mánuði síðar til baka á ótrúlegan hátt.


Tengdar fréttir

Gísli Þor­geir með stoð­sendinga-sýningu í loka­leik tíma­bilsins

Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta lauk í dag með þónokkrum leikjum. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór mikinn í fimm marka sigri Magdeburg á Wetzlar á útivelli. Íslendingaliðinu tókst ekki að verja titil sinn og stóð Kiel uppi sem Þýskalandsmeistari að þessu sinni.

„Þá er maður kominn með alvöru stimpil á sig“

„Tímabilið er búið að vera frábært. Að sama skapi hefur lítið vantað upp á til að þetta væri gjörsamlega sturlað tímabil. Við verðum að öllum líkindum jafnir Kiel að stigum í deildinni en þeir vinna á markatölu.“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson sem var valinn leikmaður ársins hjá þýska handboltaliðinu Magdeburg fyrr í dag. 

Svona braut Gísli ökklann

Gísli Þorgeir Kristjánsson og þýska liðið Magdeburg hafa orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að 23 ára landsliðsmaður í handbolta ökklabrotnaði í leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×