„Við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 12:05 Guðlaugur Victor Pálsson segir Ísland eiga góða möguleika á sigri gegn Slóvökum í kvöld Vísir/Vilhelm Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United og íslenska landsliðsins, segir að Åge Hareide sé búinn að undirbúa íslenska hópinn vel fyrir leikinn gegn Slóvakíu og telur að Ísland eigi góða möguleika á að sækja þrjú stig í kvöld. „Við erum að undirbúa okkur mjög vel. Við erum að æfa vel og erum mikið að leikgreina. Flestir leikmennirnir eru búnir að vera hérna lengur en ég, ég er bara nýkominn. En það er farið í öll þau smáatriði sem þarf svo að við vinnum þennan mikilvæga leik.“ Guðlaugur vildi ekki eyða of mörgum orðum í stórleikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn. Leikurinn gegn Slóvakíu væri verkefnið sem hópurinn er að hugsa um núna. „Að sjálfsögðu verður það gaman. Eins og þú sérð þá er þjóðin spenntari fyrir því en Slóvakíu en það er annað mál. En ég vil bara fókusera á laugardagsleikinn.“ Hann sagði að Ísland ætti góðan séns á að ná í stigin þrjú í kvöld en það yrði ekki auðsótt. „Þeir eru klárlega til staðar. Þetta er gott lið. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í mjög góðum liðum í góðum deildum. En við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta. En eins og ég segi, við erum bara líka þannig lið að við þurfum að vera allir upp á tíu til að ná í góð úrslit.“ Guðlaugur segir að hópurinn sé vel stemmdur enda séu leikmennirnir farnir að þekkjast vel. „Bara mjög flottur. Við náttúrulega þekkja allir hvern annan og erum allir búnir að spila vel. Kannski einn tveir sem eru að koma inn í þetta núna, ungir og efnilegir strákar en heilt yfir mjög jákvætt.“ Hann segir að Åge Hareide hafi komið sterkur inn, en Guðlaugur kannast aðeins við hans fyrri störf síðan hann spilaði sjálfur í Svíþjóð. Hareide er búinn að leggja upp með ákveðið plan og allir þekki sín hlutverk og nú sé það liðsins að fara eftir því. „Mér líst mjög vel á hann. Ég þekki aðeins til hans frá tímanum mínum í Svíþjóð. Þetta er maður sem hefur gert frábæra hluti bæði með félagsliðum og landsliðum og hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er mjög skýr. Við erum búnir að fara mikið í gegnum taktíkina og hvernig hann vill gera þetta. Hann er mjög skýr og vill hafa hlutina svona og því verður bara að fylgja.“ Viðtalið í heild við Guðlaug Victor má sjá hér að neðan, en í seinni hluta þess fer hann yfir stöðuna í bandarísku deildinni, samstarfið við Wayne Rooney þjálfara D.C. United og áhrif komu Lionel Messi á deildina. Klippa: Guðlaugur Victor um Slóvakíu Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
„Við erum að undirbúa okkur mjög vel. Við erum að æfa vel og erum mikið að leikgreina. Flestir leikmennirnir eru búnir að vera hérna lengur en ég, ég er bara nýkominn. En það er farið í öll þau smáatriði sem þarf svo að við vinnum þennan mikilvæga leik.“ Guðlaugur vildi ekki eyða of mörgum orðum í stórleikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn. Leikurinn gegn Slóvakíu væri verkefnið sem hópurinn er að hugsa um núna. „Að sjálfsögðu verður það gaman. Eins og þú sérð þá er þjóðin spenntari fyrir því en Slóvakíu en það er annað mál. En ég vil bara fókusera á laugardagsleikinn.“ Hann sagði að Ísland ætti góðan séns á að ná í stigin þrjú í kvöld en það yrði ekki auðsótt. „Þeir eru klárlega til staðar. Þetta er gott lið. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í mjög góðum liðum í góðum deildum. En við sjáum alveg hvað við getum gert til að brjóta þá niður, bæði með og án bolta. En eins og ég segi, við erum bara líka þannig lið að við þurfum að vera allir upp á tíu til að ná í góð úrslit.“ Guðlaugur segir að hópurinn sé vel stemmdur enda séu leikmennirnir farnir að þekkjast vel. „Bara mjög flottur. Við náttúrulega þekkja allir hvern annan og erum allir búnir að spila vel. Kannski einn tveir sem eru að koma inn í þetta núna, ungir og efnilegir strákar en heilt yfir mjög jákvætt.“ Hann segir að Åge Hareide hafi komið sterkur inn, en Guðlaugur kannast aðeins við hans fyrri störf síðan hann spilaði sjálfur í Svíþjóð. Hareide er búinn að leggja upp með ákveðið plan og allir þekki sín hlutverk og nú sé það liðsins að fara eftir því. „Mér líst mjög vel á hann. Ég þekki aðeins til hans frá tímanum mínum í Svíþjóð. Þetta er maður sem hefur gert frábæra hluti bæði með félagsliðum og landsliðum og hann veit alveg hvað hann er að gera. Hann er mjög skýr. Við erum búnir að fara mikið í gegnum taktíkina og hvernig hann vill gera þetta. Hann er mjög skýr og vill hafa hlutina svona og því verður bara að fylgja.“ Viðtalið í heild við Guðlaug Victor má sjá hér að neðan, en í seinni hluta þess fer hann yfir stöðuna í bandarísku deildinni, samstarfið við Wayne Rooney þjálfara D.C. United og áhrif komu Lionel Messi á deildina. Klippa: Guðlaugur Victor um Slóvakíu
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira