21. aldar guðleysi og baráttan við kreddurnar Kristinn Theódórsson skrifar 18. júní 2023 11:00 Það er áhugavert að velta fyrir sér sálfræðinni á bakvið trúarbragðarökræðurnar og þrasið sem nokkur hópur fólks, ég þar meðtalinn, stóð í um árabil eftir aldamót. Eftir á að hyggja má kannski segja kirkjan og trúin hafi þá þegar verið á slíku undanhaldi að það atast í kristninni hafi verið eins og að píska dauðan hest. Það var manni þó ekki alveg ljóst þá. Siðmennt og borgaralegar athafnir voru ekki orðin stór hluti af íslenskri menningu og enn var töluvert um yfirlætislega andúð á að vilja fara aðrar leiðir en þá kristnu í manndómsvígslum, hjónavígslum og greftrunum. Það virkaði því ennþá eins og verðugt starf að munnhöggvast við presta og íhaldsfólk í prentmiðlum og á blogginu. Þar var félagið Vantrú náttúrulega fremst í flokki. Enginn hópur fylgdist eins vel með trúarlegum skrifum eins og við í Vantrú. Öllu var samviskusamlega svarað með veraldlegri nálgun við tilveruna og hlutverki meints guðs í samfélaginu staðfastlega hafnað. Þessi vitsmunalegu átök um heimsmyndir voru bráðskemmtileg fyrir okkur sem stóðum í þeim. Enda er margur trúleysinginn töluvert fróður um trúarbrögð. Maður þarf jú að þekkja þokkalega til svo maður komi vel fyrir í öllum rökræðunum. Og það var sannarlega rökrætt. Sem kannski hafði áhrif. Ef borgaralegar fermingar hefðu ekki náð vinsældum á þessum árum og Vantrú tekið að sér skylmingarnar við riddara Krists, hefði samfélagið þá orðið eins veraldlegt og raun ber vitni? Hugsanlega ekki. Dropinn holar steininn. Allt virkar þetta þó fremur óhjákvæmilegt í dag, þótt það hafi mögulega ekkert verið það. Sem er kannski hinn almenni lærdómur fyrir aðgerðasinna. Að maður verði að láta vaða, þótt maður geti ekki vitað hvort maður hafi áhrif – eða hvort áhrifanna sé þörf. Árið 2006 kom The God Delusion eftir Richard Dawkins út. Henni var snarað yfir á íslensku árið 2010 af Reyni Harðarsyni sálfræðingi, sem gegndi hlutverki formanns Vantrúar um skeið. Einbeittur brotavilji. Það átti að koma þessum málum á skrið. Sem er skemmtilegt. Bókin var fremur auðlesin og aðgengileg eldmessa um að hálfgerð bókstafstrú - sem fremur fáir á Íslandi kvitta upp á - sé hlægileg vitleysa. Stórfín lesning samt ef maður var harður veraldarhyggjusinni með blæti fyrir hártogunum um guð eyðanna. Þann guð má finna víða í mannkynssögunni, hann er sum sé skýringin á hverri þeirri ráðgátu sem vísindin eru ekki búin að leysa. T.d. hlýtur Guð að hafa skapað heiminn ef við höfum ekki aðra skýringu. Eða hafa orsakað tilurð mannsins, hvort sem það var með deískri og fjarlægri nálgun eða með beinni sköpun. Allt mjög spennandi, þótti mér. Mesta sleggjan í þessum efnum var þó líkast til tilurð hugtaksins lífsskoðunarfélag. Með því hugtaki og innleiðingu þess hjá hinu opinbera var opnað á að félög önnur en þau trúarlegu gætu tekið við hlutverki kirkjunnar. Í dag eru veraldleg lífsskoðunarfélög í mestum vexti, sem helgast líkast til alfarið af borgaralegu hlutverki Siðmenntar. Sem sagt ekki af því að ég og aðrir hafi verið svo dugleg að rökræða tilvist guðs. Praktísk pólitík trompar vitsmunalegar skylmingar. En kannski voru Vantrú og Dawkins samt hluti af jöfnunni. Kannski hefði þetta gerst hægar eða öðruvísi án okkar og þess sem Christopher Hitchens og Sam Harris fleiri stóðu fyrir. Hver veit. Upp úr 2012 gerðist það svo að krafan um feminíska byltingu innan trúleysisins varð háværari en sjálft guðleysisþrasið. Enda kannski táknrænt fyrir tilfærsluna sem átti eftir að verða hjá aðgerðasinnum frá því að gagnrýna kreddur kirkjunnar til að gagnrýna kreddur samfélagsins um kynhlutverk, kynhneigðir og kynvitund. Í dag eru allir sem vettlingi geta valdið að skrifa um réttindi minnihlutahópa, en ekki um hvort nýjustu ummæli biskups séu augljós ósannindi sem stangist á við vísindalega þekkingu eða séu mógðun við trúlausa. Enda er það líkast til þar sem þörfin liggur í dag – eða einfaldlega þangað sem umræðan er komin, ef við gefum okkur að þetta hangi allt saman. Það hafi þurft að byrja á að losa um kreddur kirkjunnar til að geta svo tekist á við kreddur samfélagsins. Sú breyting var þó hreint ekki línuleg, því stór hluti trúleysissamfélagsins upplifði femíniska inngripið sem ögrun við þekkingarkerfi guðleysisins. Það væri verið að gera tilfinningum og upplifunum kvenna hærra undir höfði en sjálfri vísindalegu rökhyggjunni. Það varð mjög áhugaverður slagur við kreddur innan trúleysisins. Kreddur hér, kreddur þar, kreddur alls staðar. Enginn er saklaus. Ekki heldur ég, sem tók góða rispu í að hnakkrífast við femínistana. Voru guðlausu femínistarnir sem tóku slaginn gegn kreddum innan trúleysisins eins og Marteinn Luther að taka slaginn gegn kreddum innan kaþólsku kirkjunnar? Og er unga fólkið sem bölsótast út í J. K. Rowling í dag með þetta sama uppreisnarlundarfar? Bara kreddurnar sem breytast. Það er ekki gott að segja. En það er gaman að hugsa um það. Þá eigum við a.m.k. ýmislegt sameiginlegt öll sömul, þótt vettvangur átakanna sé stöðugt að umbreytast. Og það er frábært fólk alls staðar; í Vantrú, í Siðmennt, í kirkjunni, í femínismanum og í öðrum aktívisma. Hvað er þá 21. aldar guðleysi? Hvað er það eftir að femínistarnir hengdu 95 reglur á dyr trúleysisdómkirkjunnar? Í hverju felst mótmælendatrúleysið? Fyrir mitt leyti hef ég reynt að svara þeirri spurningu hér og hér. Ég held að hér á landi sé slagurinn við kristnina svo rækilega unninn að það þurfi ekki lengur að vinda ofan af trúarlegu tungutaki, heldur beinlínis að vinda örlítið til baka og finna hinu ævintýralega og skemmtilega í trúarlífinu nýjan farveg. Fyrir vikið þyki ég ekki vera sérlega harður í veraldarhyggjunni og er því ekki lengur mikið viðriðinn umrædd félög trúleysingja. Mitt guðleysi er því heimilislaust í dag. Sem er í góðu lagi. Enda er guðleysi í sjálfu sér ekkert áhugavert. Baráttan við kreddurnar er hið áhugaverða. Verður kannski alltaf það áhugaverða. Hvort sem kreddurnar eru kristilegar í eðli sínu eða jafnvel einmitt vísindahyggjulegar. Það kom nefnilega einmitt í ljós á þessum árum að kreddurnar leynast víða. Undanfarið hef ég heyrt af hræðilega mörgum dapurlegum sjálfsvígum. Auðvitað er slíkt alltaf dapurlegt. Ég þekki sjálfur hvað það er átakanlegt, því litla systir mín tók eigið líf fyrir tveimur árum. Síðan þá velti ég stundum fyrir mér hvort þessi heimsmynd sem ég hef barist fyrir sé nógu innihaldsrík. Tilveran er flókin og erfið. Erum við hvert og eitt okkar tilfallandi efna- og líffræðislys í óendanlega kuldalegum alheimi, sem mun að lokum klára orku sína og verða að engu? Eða er nálgun heimspekingsins Alan Watts sem dæmi, þar sem vitundin er upphafspunkturinn og efnið er tilfallandi, skemmtilegri og meira gefandi? Það er vel hægt að púsla þeirri heimspeki saman við vísindalega þekkingu. Það er bara spurning um hugmyndafræðilega nálgun. Kannski er það, eða eitthvað annað í svipuðum dúr, heimsmynd sem gefur tilfinningalífinu hlutverk og merkingu. Kannski er það gleðilegri heimsmynd. Kannski er efnishyggjan orðin að kreddu sem þarf að endurskoða. Kannski ætti 21. aldar guðleysið að vera heimspekilega margslungið og skemmtilegt. Það virkar eins og verðugt markmið - og var einmitt nokkuð sem Dawkins lagði til í umræddri bók, að heimspekin taki við af trúarbrögðunum. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta fyrir sér sálfræðinni á bakvið trúarbragðarökræðurnar og þrasið sem nokkur hópur fólks, ég þar meðtalinn, stóð í um árabil eftir aldamót. Eftir á að hyggja má kannski segja kirkjan og trúin hafi þá þegar verið á slíku undanhaldi að það atast í kristninni hafi verið eins og að píska dauðan hest. Það var manni þó ekki alveg ljóst þá. Siðmennt og borgaralegar athafnir voru ekki orðin stór hluti af íslenskri menningu og enn var töluvert um yfirlætislega andúð á að vilja fara aðrar leiðir en þá kristnu í manndómsvígslum, hjónavígslum og greftrunum. Það virkaði því ennþá eins og verðugt starf að munnhöggvast við presta og íhaldsfólk í prentmiðlum og á blogginu. Þar var félagið Vantrú náttúrulega fremst í flokki. Enginn hópur fylgdist eins vel með trúarlegum skrifum eins og við í Vantrú. Öllu var samviskusamlega svarað með veraldlegri nálgun við tilveruna og hlutverki meints guðs í samfélaginu staðfastlega hafnað. Þessi vitsmunalegu átök um heimsmyndir voru bráðskemmtileg fyrir okkur sem stóðum í þeim. Enda er margur trúleysinginn töluvert fróður um trúarbrögð. Maður þarf jú að þekkja þokkalega til svo maður komi vel fyrir í öllum rökræðunum. Og það var sannarlega rökrætt. Sem kannski hafði áhrif. Ef borgaralegar fermingar hefðu ekki náð vinsældum á þessum árum og Vantrú tekið að sér skylmingarnar við riddara Krists, hefði samfélagið þá orðið eins veraldlegt og raun ber vitni? Hugsanlega ekki. Dropinn holar steininn. Allt virkar þetta þó fremur óhjákvæmilegt í dag, þótt það hafi mögulega ekkert verið það. Sem er kannski hinn almenni lærdómur fyrir aðgerðasinna. Að maður verði að láta vaða, þótt maður geti ekki vitað hvort maður hafi áhrif – eða hvort áhrifanna sé þörf. Árið 2006 kom The God Delusion eftir Richard Dawkins út. Henni var snarað yfir á íslensku árið 2010 af Reyni Harðarsyni sálfræðingi, sem gegndi hlutverki formanns Vantrúar um skeið. Einbeittur brotavilji. Það átti að koma þessum málum á skrið. Sem er skemmtilegt. Bókin var fremur auðlesin og aðgengileg eldmessa um að hálfgerð bókstafstrú - sem fremur fáir á Íslandi kvitta upp á - sé hlægileg vitleysa. Stórfín lesning samt ef maður var harður veraldarhyggjusinni með blæti fyrir hártogunum um guð eyðanna. Þann guð má finna víða í mannkynssögunni, hann er sum sé skýringin á hverri þeirri ráðgátu sem vísindin eru ekki búin að leysa. T.d. hlýtur Guð að hafa skapað heiminn ef við höfum ekki aðra skýringu. Eða hafa orsakað tilurð mannsins, hvort sem það var með deískri og fjarlægri nálgun eða með beinni sköpun. Allt mjög spennandi, þótti mér. Mesta sleggjan í þessum efnum var þó líkast til tilurð hugtaksins lífsskoðunarfélag. Með því hugtaki og innleiðingu þess hjá hinu opinbera var opnað á að félög önnur en þau trúarlegu gætu tekið við hlutverki kirkjunnar. Í dag eru veraldleg lífsskoðunarfélög í mestum vexti, sem helgast líkast til alfarið af borgaralegu hlutverki Siðmenntar. Sem sagt ekki af því að ég og aðrir hafi verið svo dugleg að rökræða tilvist guðs. Praktísk pólitík trompar vitsmunalegar skylmingar. En kannski voru Vantrú og Dawkins samt hluti af jöfnunni. Kannski hefði þetta gerst hægar eða öðruvísi án okkar og þess sem Christopher Hitchens og Sam Harris fleiri stóðu fyrir. Hver veit. Upp úr 2012 gerðist það svo að krafan um feminíska byltingu innan trúleysisins varð háværari en sjálft guðleysisþrasið. Enda kannski táknrænt fyrir tilfærsluna sem átti eftir að verða hjá aðgerðasinnum frá því að gagnrýna kreddur kirkjunnar til að gagnrýna kreddur samfélagsins um kynhlutverk, kynhneigðir og kynvitund. Í dag eru allir sem vettlingi geta valdið að skrifa um réttindi minnihlutahópa, en ekki um hvort nýjustu ummæli biskups séu augljós ósannindi sem stangist á við vísindalega þekkingu eða séu mógðun við trúlausa. Enda er það líkast til þar sem þörfin liggur í dag – eða einfaldlega þangað sem umræðan er komin, ef við gefum okkur að þetta hangi allt saman. Það hafi þurft að byrja á að losa um kreddur kirkjunnar til að geta svo tekist á við kreddur samfélagsins. Sú breyting var þó hreint ekki línuleg, því stór hluti trúleysissamfélagsins upplifði femíniska inngripið sem ögrun við þekkingarkerfi guðleysisins. Það væri verið að gera tilfinningum og upplifunum kvenna hærra undir höfði en sjálfri vísindalegu rökhyggjunni. Það varð mjög áhugaverður slagur við kreddur innan trúleysisins. Kreddur hér, kreddur þar, kreddur alls staðar. Enginn er saklaus. Ekki heldur ég, sem tók góða rispu í að hnakkrífast við femínistana. Voru guðlausu femínistarnir sem tóku slaginn gegn kreddum innan trúleysisins eins og Marteinn Luther að taka slaginn gegn kreddum innan kaþólsku kirkjunnar? Og er unga fólkið sem bölsótast út í J. K. Rowling í dag með þetta sama uppreisnarlundarfar? Bara kreddurnar sem breytast. Það er ekki gott að segja. En það er gaman að hugsa um það. Þá eigum við a.m.k. ýmislegt sameiginlegt öll sömul, þótt vettvangur átakanna sé stöðugt að umbreytast. Og það er frábært fólk alls staðar; í Vantrú, í Siðmennt, í kirkjunni, í femínismanum og í öðrum aktívisma. Hvað er þá 21. aldar guðleysi? Hvað er það eftir að femínistarnir hengdu 95 reglur á dyr trúleysisdómkirkjunnar? Í hverju felst mótmælendatrúleysið? Fyrir mitt leyti hef ég reynt að svara þeirri spurningu hér og hér. Ég held að hér á landi sé slagurinn við kristnina svo rækilega unninn að það þurfi ekki lengur að vinda ofan af trúarlegu tungutaki, heldur beinlínis að vinda örlítið til baka og finna hinu ævintýralega og skemmtilega í trúarlífinu nýjan farveg. Fyrir vikið þyki ég ekki vera sérlega harður í veraldarhyggjunni og er því ekki lengur mikið viðriðinn umrædd félög trúleysingja. Mitt guðleysi er því heimilislaust í dag. Sem er í góðu lagi. Enda er guðleysi í sjálfu sér ekkert áhugavert. Baráttan við kreddurnar er hið áhugaverða. Verður kannski alltaf það áhugaverða. Hvort sem kreddurnar eru kristilegar í eðli sínu eða jafnvel einmitt vísindahyggjulegar. Það kom nefnilega einmitt í ljós á þessum árum að kreddurnar leynast víða. Undanfarið hef ég heyrt af hræðilega mörgum dapurlegum sjálfsvígum. Auðvitað er slíkt alltaf dapurlegt. Ég þekki sjálfur hvað það er átakanlegt, því litla systir mín tók eigið líf fyrir tveimur árum. Síðan þá velti ég stundum fyrir mér hvort þessi heimsmynd sem ég hef barist fyrir sé nógu innihaldsrík. Tilveran er flókin og erfið. Erum við hvert og eitt okkar tilfallandi efna- og líffræðislys í óendanlega kuldalegum alheimi, sem mun að lokum klára orku sína og verða að engu? Eða er nálgun heimspekingsins Alan Watts sem dæmi, þar sem vitundin er upphafspunkturinn og efnið er tilfallandi, skemmtilegri og meira gefandi? Það er vel hægt að púsla þeirri heimspeki saman við vísindalega þekkingu. Það er bara spurning um hugmyndafræðilega nálgun. Kannski er það, eða eitthvað annað í svipuðum dúr, heimsmynd sem gefur tilfinningalífinu hlutverk og merkingu. Kannski er það gleðilegri heimsmynd. Kannski er efnishyggjan orðin að kreddu sem þarf að endurskoða. Kannski ætti 21. aldar guðleysið að vera heimspekilega margslungið og skemmtilegt. Það virkar eins og verðugt markmið - og var einmitt nokkuð sem Dawkins lagði til í umræddri bók, að heimspekin taki við af trúarbrögðunum. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun