Jakob fær það verkefni að reisa við fallið stórveldi: „Er hrikalega spenntur“ Aron Guðmundsson skrifar 22. júní 2023 07:01 Jakob Örn Sigurðarsson, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta og framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar félagsins Vísir/ Steingrímur Dúi Jakob Örn Sigurðarson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta sem gengur nú í gegnum krefjandi tíma. Jakob er uppalinn KR-ingur og var sem leikmaður afar sigursæll. Hann fær nú það hlutverk að koma KR aftur á topp íslensks körfubolta. Hið ótrúlega gerðist þegar að KR, risinn í íslenskum körfubolta, féll úr efstu deild karla á síðasta tímabili eftir hörmungargengi. Nú heldur liðið í endurskipulagningu og uppbyggingu, vegferð sem teygir anga sína alveg niður í yngri flokka félagsins. „Ég er hrikalega spenntur fyrir því að fá tækifæri til þess að byggja KR upp aftur,“ segir Jakob í viðtali við Stöð 2. „Það var ákveðið sjokk fyrir okkur að falla niður í fyrstu deildina en í því getur einnig falist tækifæri fyrir okkur til þess að fara í smá endurskipulagningu og uppbyggingu á yngri flokka starfinu, ásamt því að endurskipuleggja um leið meistaraflokkinn.“ Algjörlega ný staða KR setti met, eftir að úrslitakeppni var sett á laggirnar í efstu deild, með því að standa uppi sem Íslandsmeistari sex ár í röð. Síðasti Íslandsmeistaratitill félagsins kom árið 2019 en um leið er KR það lið sem hefur oftast orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta, alls átján sinnum. Jakob kemur ekki blautur á bak við eyrun inn í starfið hjá KR. Hann var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar á síðasta tímabili hjá liðinu og var áður leikmaður þess. KR er hans uppeldisfélag og því tók það auðvitað á þegar fall KR, þessa mikla risa í íslenskum körfubolta, varð staðreynd. „Það var náttúrulega mjög erfitt,“ svarar Jakob aðspurður um tilfinninguna sem fylgdi því að falla með KR. „Þetta var mjög erfitt tímabil fyrir okkur og ekki mikið sem gekk upp hjá okkur. Þá var þetta algjörlega ný staða sem félagið og fólkið í kringum það upplifði sig í. Á sama tíma var þetta ákveðin reynsla fyrir okkur að ganga í gegnum, reynsla sem mér finnst við vera að beina í réttan farveg núna.“ Jakob Örn á sínum tíma sem leikmaður KRMynd/Daníel Kortleggja það hvað fór úrskeiðis. Verið sé að nýta þessa vondu reynslu á réttan hátt með því að greina hvað fór úrskeiðis, af hverju svona hafi farið og um leið reynt að fyrirbyggja það að þetta gerist aftur. Jakob segir ýmislegt hafi farið úrskeiðis hjá KR á síðasta tímabili. „Það sem okkur finnst hafa verið helsta vandamálið var skortur á íslenskum kjarna í liðinu, eitthvað sem hefur verið og var alltaf til staðar hjá KR sérstaklega þegar að liðið vann reglulega titla fyrir ekkert svo mörgum árum. Það varð til ákveðið bil þegar leikmenn lögðu skóna á hilluna og aðrir fóru í önnur lið eins og gengur og gerist. Á þeim tímapunkti var ekki til staðar hjá okkur kjarni leikmanna til þess að taka við keflinu.“ Það gekk lítið upp hjá KR á síðasta tímabiliVísir/Bára Dröfn Tímabilið í fyrra hafi því einkennst af KR-liði með mjög unga íslenska leikmenn í bland við erlenda leikmenn. „Það er alltaf ákveðið lottó þegar maður er að taka inn erlenda leikmenn og það gekk bara alls ekki upp hjá okkur á síðasta tímabili. Rétta blandan af liðinu var ekki til staðar og okkur finnst það vera alveg ljóst að til staðar þarf að vera góður kjarni af íslenskum leikmönnum. KR-ingar sem eru uppaldir í félaginu, vita hvað það stendur fyrir. Leikmenn sem leggja hjarta og sál í leikinn. Þegar að það er til staðar þá smitar það út frá sér til annarra leikmanna sem koma inn í félagið.“ KR-ingar kallaðir heim KR hefur markvisst undanfarið samið við KR leikmenn sem eru annað hvort uppaldir hjá félaginu eða hafa spilað með því áður, vita hvað það stendur fyrir. Helst ber þar kannski að nefna Odd Rúnar Kristjánsson, Alexander Óðinn Knudsen og Hjört Kristjánsson. „Ég held að blandan af þeim strákum sem við erum að fá til liðs við okkur sé mjög góð, bæði hvað varðar þá sem leikmenn en einnig sem persónur. Þetta er hópur sem passar mjög vel saman og því tel ég þetta rosalega jákvæð fyrstu skref hjá okkur til þess að koma okkur aftur upp í efstu deild. Þegar að það tekst og við förum aftur upp þá verðum við betur tilbúnir í þá baráttu.“ Þrjú ár á toppinn? Samningur Jakobs við KR gildir til næstu þriggja ára. Hvar viltu sjá KR-liðið standa að þessum samningi loknum? „Að þremur árum liðnum vil ég að KR verði komið á þann stað sem liðið var á áður. Í þessum toppi í efstu deild að berjast um að komast í úrslit, berjast um titil. Þar vil ég að meistaraflokkur sé. Svo vil ég að yngri flokkarnir séu á þeim tímapunkti á góðum stað. Að það hafi orðið fjölgun iðkenda í flokkum, að við sjáum framtíðina í leikmönnum yngri flokka starfsins. Bæði að við sjáum krakka sem félagsmenn til framtíðar og krakka sem munu eiga tækifæri á að verða meistaraflokks leikmenn og hjálpa okkur í framtíðinni.“ KR vann síðast Íslandsmeistaratitil 2019. Stígur einnig inn í nýja stöðu Auk þess að taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta hjá KR var Jakob Örn ráðinn framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar félagsins en um er að ræða nýja stöðu. „Ég tel það vera mjög þarft hjá félaginu að ráða inn í þessa stöðu. Ég held að það hafi svolítið sýnt sig á síðasta tímabili, sér í lagi í tengslum við yngri flokka starfið þar sem mér finnst hafa vantað einhvern inn sem var með yfirsýn yfir allt. Það er mjög jákvætt að félagið hafi tekið þetta skref, að ráða inn starfsmann í þetta og það verður nóg að gera í þessu. Þetta verður ákveðin reynsla fyrir félagið, að byrja á þessu.“ Heiður að fá starfið Jakob Örn hefur farið í gegnum allan skalann hjá KR. Hann er uppalinn í félaginu, varð seinna leikmaður meistaraflokks þar og hefur unnið titla með félaginu. Nú er hann sestur í þjálfarastólinn hjá karlaliði KR og segir það mikinn heiður fyrir sig. „Fyrir mig er það algjör heiður að fá að taka þátt í þessu. Hér er ég uppalinn og nú bý ég í Vesturbænum, strákarnir mínir eru ungir guttar núna í minnibolta að æfa. Þetta er bara frábært og ég er ótrúlega ánægður og glaður yfir því að fá þetta tækifæri.“ Körfubolti KR Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Hið ótrúlega gerðist þegar að KR, risinn í íslenskum körfubolta, féll úr efstu deild karla á síðasta tímabili eftir hörmungargengi. Nú heldur liðið í endurskipulagningu og uppbyggingu, vegferð sem teygir anga sína alveg niður í yngri flokka félagsins. „Ég er hrikalega spenntur fyrir því að fá tækifæri til þess að byggja KR upp aftur,“ segir Jakob í viðtali við Stöð 2. „Það var ákveðið sjokk fyrir okkur að falla niður í fyrstu deildina en í því getur einnig falist tækifæri fyrir okkur til þess að fara í smá endurskipulagningu og uppbyggingu á yngri flokka starfinu, ásamt því að endurskipuleggja um leið meistaraflokkinn.“ Algjörlega ný staða KR setti met, eftir að úrslitakeppni var sett á laggirnar í efstu deild, með því að standa uppi sem Íslandsmeistari sex ár í röð. Síðasti Íslandsmeistaratitill félagsins kom árið 2019 en um leið er KR það lið sem hefur oftast orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta, alls átján sinnum. Jakob kemur ekki blautur á bak við eyrun inn í starfið hjá KR. Hann var aðstoðarþjálfari Helga Más Magnússonar á síðasta tímabili hjá liðinu og var áður leikmaður þess. KR er hans uppeldisfélag og því tók það auðvitað á þegar fall KR, þessa mikla risa í íslenskum körfubolta, varð staðreynd. „Það var náttúrulega mjög erfitt,“ svarar Jakob aðspurður um tilfinninguna sem fylgdi því að falla með KR. „Þetta var mjög erfitt tímabil fyrir okkur og ekki mikið sem gekk upp hjá okkur. Þá var þetta algjörlega ný staða sem félagið og fólkið í kringum það upplifði sig í. Á sama tíma var þetta ákveðin reynsla fyrir okkur að ganga í gegnum, reynsla sem mér finnst við vera að beina í réttan farveg núna.“ Jakob Örn á sínum tíma sem leikmaður KRMynd/Daníel Kortleggja það hvað fór úrskeiðis. Verið sé að nýta þessa vondu reynslu á réttan hátt með því að greina hvað fór úrskeiðis, af hverju svona hafi farið og um leið reynt að fyrirbyggja það að þetta gerist aftur. Jakob segir ýmislegt hafi farið úrskeiðis hjá KR á síðasta tímabili. „Það sem okkur finnst hafa verið helsta vandamálið var skortur á íslenskum kjarna í liðinu, eitthvað sem hefur verið og var alltaf til staðar hjá KR sérstaklega þegar að liðið vann reglulega titla fyrir ekkert svo mörgum árum. Það varð til ákveðið bil þegar leikmenn lögðu skóna á hilluna og aðrir fóru í önnur lið eins og gengur og gerist. Á þeim tímapunkti var ekki til staðar hjá okkur kjarni leikmanna til þess að taka við keflinu.“ Það gekk lítið upp hjá KR á síðasta tímabiliVísir/Bára Dröfn Tímabilið í fyrra hafi því einkennst af KR-liði með mjög unga íslenska leikmenn í bland við erlenda leikmenn. „Það er alltaf ákveðið lottó þegar maður er að taka inn erlenda leikmenn og það gekk bara alls ekki upp hjá okkur á síðasta tímabili. Rétta blandan af liðinu var ekki til staðar og okkur finnst það vera alveg ljóst að til staðar þarf að vera góður kjarni af íslenskum leikmönnum. KR-ingar sem eru uppaldir í félaginu, vita hvað það stendur fyrir. Leikmenn sem leggja hjarta og sál í leikinn. Þegar að það er til staðar þá smitar það út frá sér til annarra leikmanna sem koma inn í félagið.“ KR-ingar kallaðir heim KR hefur markvisst undanfarið samið við KR leikmenn sem eru annað hvort uppaldir hjá félaginu eða hafa spilað með því áður, vita hvað það stendur fyrir. Helst ber þar kannski að nefna Odd Rúnar Kristjánsson, Alexander Óðinn Knudsen og Hjört Kristjánsson. „Ég held að blandan af þeim strákum sem við erum að fá til liðs við okkur sé mjög góð, bæði hvað varðar þá sem leikmenn en einnig sem persónur. Þetta er hópur sem passar mjög vel saman og því tel ég þetta rosalega jákvæð fyrstu skref hjá okkur til þess að koma okkur aftur upp í efstu deild. Þegar að það tekst og við förum aftur upp þá verðum við betur tilbúnir í þá baráttu.“ Þrjú ár á toppinn? Samningur Jakobs við KR gildir til næstu þriggja ára. Hvar viltu sjá KR-liðið standa að þessum samningi loknum? „Að þremur árum liðnum vil ég að KR verði komið á þann stað sem liðið var á áður. Í þessum toppi í efstu deild að berjast um að komast í úrslit, berjast um titil. Þar vil ég að meistaraflokkur sé. Svo vil ég að yngri flokkarnir séu á þeim tímapunkti á góðum stað. Að það hafi orðið fjölgun iðkenda í flokkum, að við sjáum framtíðina í leikmönnum yngri flokka starfsins. Bæði að við sjáum krakka sem félagsmenn til framtíðar og krakka sem munu eiga tækifæri á að verða meistaraflokks leikmenn og hjálpa okkur í framtíðinni.“ KR vann síðast Íslandsmeistaratitil 2019. Stígur einnig inn í nýja stöðu Auk þess að taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta hjá KR var Jakob Örn ráðinn framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar félagsins en um er að ræða nýja stöðu. „Ég tel það vera mjög þarft hjá félaginu að ráða inn í þessa stöðu. Ég held að það hafi svolítið sýnt sig á síðasta tímabili, sér í lagi í tengslum við yngri flokka starfið þar sem mér finnst hafa vantað einhvern inn sem var með yfirsýn yfir allt. Það er mjög jákvætt að félagið hafi tekið þetta skref, að ráða inn starfsmann í þetta og það verður nóg að gera í þessu. Þetta verður ákveðin reynsla fyrir félagið, að byrja á þessu.“ Heiður að fá starfið Jakob Örn hefur farið í gegnum allan skalann hjá KR. Hann er uppalinn í félaginu, varð seinna leikmaður meistaraflokks þar og hefur unnið titla með félaginu. Nú er hann sestur í þjálfarastólinn hjá karlaliði KR og segir það mikinn heiður fyrir sig. „Fyrir mig er það algjör heiður að fá að taka þátt í þessu. Hér er ég uppalinn og nú bý ég í Vesturbænum, strákarnir mínir eru ungir guttar núna í minnibolta að æfa. Þetta er bara frábært og ég er ótrúlega ánægður og glaður yfir því að fá þetta tækifæri.“
Körfubolti KR Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira