Christophe Galtier var rekinn frá PSG í vor þrátt fyrir að liðið hafi orðið franskur meistari annað árið í röð. Það þótti stjórnendum PSG ekki viðunandi árangur en mikil áhersla hefur verið hjá liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu sem hefur ekki gengið eftir.
Í gær bárust fréttir af því að PSG væru að bera víurnar í Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, en hann er samningsbundinn Arsenal út næsta tímabil.