Handbolti

Gísli Þorgeir valinn verðmætasti leikmaður helgarinnar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar sigrinum vel og innilega. 
Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar sigrinum vel og innilega.  Vísir/Getty

Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmæsti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla en lið hans Magdeburg sigraði keppnina eftir sigur gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Gísli Þorgeir skoraði sex mörk, lagði upp þó nokkur og fiskaði nokkur vítaköst þegar Magdeburg lagði Kielce að velli í úrslitaleiknum í dag. 

Landsliðsmaðurinn íslenski fór úr axlarlið í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gær og flestir töldu að hann yrði fjarri góðu gamni þegar á hólminn yrði komið í úrslitunum. 

Gísli Þorgeir var hins vegar á öðru máli og mætti til leiks og átti afar stóran þátt í því að Magdeburg vann Meistaradeildina í fjórða skipti í sögu félagsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×