„Nú er ég bara dottinn í það“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2023 22:41 Brynjar Níelsson veit ekki hvað tekur við nú þegar hann þarf að hverfa frá störfum í dómsmálaráðuneyti. Hann er samt sem áður léttur í lund. vísir/vilhelm „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. „Ég er bara kominn í algjört frí, búið að reka mig og allt,“ segir Brynjar eftir að hafa tekið átján holur á Hamarsvelli rétt utan við Borgarnes í góðra vina hópi í kvöld. „Mín staða fellur bara sjálfkrafa niður við það að Jón fari. Maður þarf því að fara að finna sér eitthvað að gera.“ Og hvað á að gera? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég ætla bara að njóta lífsins í rólegheitum í sumar, ef það kemur einhvern tímann sumar. Það er ekki víst.“ Tilkynnt var um ráðherraskiptin í Valhöll í dag. Jón Gunnarsson segist þakklátur fyrir sinn tíma í ráðuneytinu en hefur oft talað um að slæmt sé að hætta „í miðri á,“ eins og hann hefur orðað það. „Það er ekkert gaman að fara úr hálfkláruðu verki en menn bara lifa með því, pólitíkin er bara svona. Það eru engin leiðindi í okkur,“ segir Brynjar sem telur góðan árangur hafa náðst á þeim átján mánuðum sem Jón var dómsmálaráðherra. „Auðvitað var engin hrifning hjá pólitískum andstæðingum með okkur. Enda vorum við ekki til að gleðja þá,“ heldur Brynjar áfram. „Það hefur verið mjög góður andi, gott samstarf við starfsfólkið, allir um borð. Ótrúlega skemmtilegur tími þar sem allir voru saman og tilbúnir að vinna verkin. Menn unnu bara ótrúlega vel og hratt, sem maður átti ekki endilega von á miðað við tímann. Venjulega koma menn engu í verk á átján mánuðum en við fórum á fleygiferð strax og náðum alveg ótrúlegum árangri að mínu mati. En svo geta menn deilt um það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tímamót Tengdar fréttir Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
„Ég er bara kominn í algjört frí, búið að reka mig og allt,“ segir Brynjar eftir að hafa tekið átján holur á Hamarsvelli rétt utan við Borgarnes í góðra vina hópi í kvöld. „Mín staða fellur bara sjálfkrafa niður við það að Jón fari. Maður þarf því að fara að finna sér eitthvað að gera.“ Og hvað á að gera? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég ætla bara að njóta lífsins í rólegheitum í sumar, ef það kemur einhvern tímann sumar. Það er ekki víst.“ Tilkynnt var um ráðherraskiptin í Valhöll í dag. Jón Gunnarsson segist þakklátur fyrir sinn tíma í ráðuneytinu en hefur oft talað um að slæmt sé að hætta „í miðri á,“ eins og hann hefur orðað það. „Það er ekkert gaman að fara úr hálfkláruðu verki en menn bara lifa með því, pólitíkin er bara svona. Það eru engin leiðindi í okkur,“ segir Brynjar sem telur góðan árangur hafa náðst á þeim átján mánuðum sem Jón var dómsmálaráðherra. „Auðvitað var engin hrifning hjá pólitískum andstæðingum með okkur. Enda vorum við ekki til að gleðja þá,“ heldur Brynjar áfram. „Það hefur verið mjög góður andi, gott samstarf við starfsfólkið, allir um borð. Ótrúlega skemmtilegur tími þar sem allir voru saman og tilbúnir að vinna verkin. Menn unnu bara ótrúlega vel og hratt, sem maður átti ekki endilega von á miðað við tímann. Venjulega koma menn engu í verk á átján mánuðum en við fórum á fleygiferð strax og náðum alveg ótrúlegum árangri að mínu mati. En svo geta menn deilt um það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tímamót Tengdar fréttir Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. 18. júní 2023 12:49
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent