Urðu að fá vatnspásu í leik á Íslandi: „Menn voru alveg að grillast“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 12:01 Víðir Freyr Ívarsson og Daniel Ndi sáttir eftir sigurinn í hitanum á laugardag, þar sem þeir sáu um að skora mörkin fyrir Hött/Hugin. Facebook/@hotturhuginn Það telst til tíðinda að stöðva þurfi fótboltaleik á Íslandi vegna mikils hita, svo að leikmenn geti fengið sér að drekka, en þess gerðist þörf þegar Höttur/Huginn mætti Þrótti Vogum í 2. deild á þjóðhátíðardaginn um helgina. Um 25 stiga hiti var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar liðin mættust klukkan þrjú á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu kærkominn 3-1 sigur þrátt fyrir að gestirnir kæmust yfir á 9. mínútu. „Það var og er búið að vera ógeðslega heitt síðustu daga. Algjört þvæluveður. Ég held að það hafi því verið ákveðið fyrir leik að það yrði vatnspása í hvorum hálfleik, hvort sem sú hugmynd kom frá dómaranum eða einhverjum í stjórninni hérna. Það var alveg þörf á því. Menn voru alveg að grillast. Ég held að þetta hafi verið heitasti dagurinn og leikurinn var akkúrat yfir heitasta tíma dagsins,“ sagði Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, í samtali við Vísi í dag. Kristófer Einarsson, hér með fyrirliðabandið, segir menn eiginlega búna að fá nóg af hitanum fyrir austan.Facebook/@hotturhuginn Sólþyrstir Þróttarar en heimamenn vanari Kristófer samsinnti því að það hefði sést aðeins á leik manna hve hitinn var mikill: „Já, kannski aðallega hjá aðkomuliðinu. Þeir hafa kannski ekki séð sól í allt sumar á meðan að við erum aðeins búnir að venjast þessu hér. Svo heyrði maður að það hefði eitthvað sést til þeirra í sólbaði, eftir að hafa komið snemma um morguninn, og það er kannski skiljanlegt,“ sagði Kristófer og líklega er réttast að vara sólarþurfi lesendur á höfuðborgarsvæðinu við því sem hann sagði svo: „En maður hélt sig bara innandyra fram að leik og er eiginlega kominn með nóg af þessu. Maður er að vinna úti allan daginn og alltaf orðinn vel soðinn eftir vinnudag og æfingu. Það á að rigna á morgun sem er helvíti gott. Það er allt að skrælna hérna. Við bíðum eftir rigningunni.“ Nauðsynlegur sigur í spennandi deild Kári Sigfússon hafði komið Þrótti yfir í leiknum en Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ndi kom svo Hetti/Hugin yfir á 63. mínútu áður en Víðir Freyr skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigurinn. Þar með missti Þróttur af tækifæri til að fara á topp deildarinnar en liði er með 14 stig í 4. sæti á meðan að Höttur/Huginn er með 11 stig í 6. sæti. Víkingur Ólafsvík og KFG eru efst með 16 stig. „Þetta var nauðsynlegur sigur. Það er auðvitað alltaf stefnan að fara upp, sérstaklega miðað við hvað deildin er að spilast furðulega. Við erum í sjötta sæti en samt bara fimm stigum frá fyrsta sæti. Það virðast allir geta unnið alla,“ sagði Kristófer. Næsti leikur Hattar/Hugins er hins vegar í hinum nýja Fótbolta.net bikar, þar sem lið úr 2., 3. og 4. deild spila, en þá mætir liðið Uppsveitum á Flúðum á miðvikudaginn. Íslenski boltinn Múlaþing Veður Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Um 25 stiga hiti var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar liðin mættust klukkan þrjú á laugardaginn, þar sem heimamenn unnu kærkominn 3-1 sigur þrátt fyrir að gestirnir kæmust yfir á 9. mínútu. „Það var og er búið að vera ógeðslega heitt síðustu daga. Algjört þvæluveður. Ég held að það hafi því verið ákveðið fyrir leik að það yrði vatnspása í hvorum hálfleik, hvort sem sú hugmynd kom frá dómaranum eða einhverjum í stjórninni hérna. Það var alveg þörf á því. Menn voru alveg að grillast. Ég held að þetta hafi verið heitasti dagurinn og leikurinn var akkúrat yfir heitasta tíma dagsins,“ sagði Kristófer Einarsson, fyrirliði Hattar/Hugins, í samtali við Vísi í dag. Kristófer Einarsson, hér með fyrirliðabandið, segir menn eiginlega búna að fá nóg af hitanum fyrir austan.Facebook/@hotturhuginn Sólþyrstir Þróttarar en heimamenn vanari Kristófer samsinnti því að það hefði sést aðeins á leik manna hve hitinn var mikill: „Já, kannski aðallega hjá aðkomuliðinu. Þeir hafa kannski ekki séð sól í allt sumar á meðan að við erum aðeins búnir að venjast þessu hér. Svo heyrði maður að það hefði eitthvað sést til þeirra í sólbaði, eftir að hafa komið snemma um morguninn, og það er kannski skiljanlegt,“ sagði Kristófer og líklega er réttast að vara sólarþurfi lesendur á höfuðborgarsvæðinu við því sem hann sagði svo: „En maður hélt sig bara innandyra fram að leik og er eiginlega kominn með nóg af þessu. Maður er að vinna úti allan daginn og alltaf orðinn vel soðinn eftir vinnudag og æfingu. Það á að rigna á morgun sem er helvíti gott. Það er allt að skrælna hérna. Við bíðum eftir rigningunni.“ Nauðsynlegur sigur í spennandi deild Kári Sigfússon hafði komið Þrótti yfir í leiknum en Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Daniel Ndi kom svo Hetti/Hugin yfir á 63. mínútu áður en Víðir Freyr skoraði sitt annað mark og innsiglaði sigurinn. Þar með missti Þróttur af tækifæri til að fara á topp deildarinnar en liði er með 14 stig í 4. sæti á meðan að Höttur/Huginn er með 11 stig í 6. sæti. Víkingur Ólafsvík og KFG eru efst með 16 stig. „Þetta var nauðsynlegur sigur. Það er auðvitað alltaf stefnan að fara upp, sérstaklega miðað við hvað deildin er að spilast furðulega. Við erum í sjötta sæti en samt bara fimm stigum frá fyrsta sæti. Það virðast allir geta unnið alla,“ sagði Kristófer. Næsti leikur Hattar/Hugins er hins vegar í hinum nýja Fótbolta.net bikar, þar sem lið úr 2., 3. og 4. deild spila, en þá mætir liðið Uppsveitum á Flúðum á miðvikudaginn.
Íslenski boltinn Múlaþing Veður Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira