Leikurinn var hluti af undirbúningi liðsins fyrir riðlakeppni EM sem hefst í september. Ísland er í riðli með Danmörku, Litháen, Tékklandi og Wales.
Ísland og Ungverjaland mættust síðast í þessum aldursflokki 2005 og hafa nú alls mæst átta sinnum. Ísland hefur unnið þrjá leiki með þessum sigri, einn hefur endað í jafntefli og hafa Ungverjar unnið fjóra.