Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 15:22 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. „Það er komin upp misklíð á milli forystumanna Sjálfstæðismann og Vinstri grænna, þetta er svona gremja sem hefur grafið um sig undir niðri í langan tíma en hafði ekki komið upp á yfirborðið nema í mjög mildu formi, þar til í gær,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að líta fram hjá samhengi framgöngu Sjálfstæðismanna á Bessastöðum í gær og stórtíðindum dagsins um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Hriktir í stoðum stjórnarsamstarfsins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, gerðu útlendingamálin að helsta umræðuefni sínu í gær þegar sú síðarnefnda tók við starfi. Þannig sagði Bjarni að kostnaður af hælisleitendum sem bíða úrlausnar sinna mála vera orðinn meiri en tíu milljarðar árlega og Guðrún sagði málaflokkinn þann mikilvægasta um þessar mundir og að það stefni í óefni í útlendingamálum. Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagst vera brjálaður vegna ákvörðunar og að hann búist við því að hún valdi stjórnarslitum. Bjóst ekki við stjórnarslitum þegar hann vaknaði í gær Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þegar hann vaknaði í gær hafi hann ekki búist við stjórnarslitum. Líkurnar á því hafi hins vegar aukist eftir framgang Sjálfstæðismanna í gær og svo enn meira rétt fyrir hádegi þegar Svandís tilkynnti ákvörðun sína. „Ég er ekki endilega að spá andláti ríkisstjórnarinnar, það er hægt að lappa upp á þetta, en báðir flokkarnir eru auðvitað að stilla sér upp í aðdraganda næstu kosninga og þessi misklíð sem komin er af stað er að magnast ansi hratt,“ segir hann. Því hefur verið velt upp að ákvörðun Svandísar í dag sé hreinlega svar við framgöngu Bjarna og Guðrúnar í gær. Eiríkur segir að erfitt sé að horfa fram hjá samhenginu en tekur þó skýrt fram að hann viti ekkert í þeim efnum, ekki sé hægt að fullyrða neitt um það. „Þegar að ekki er hægt að sjá framgöngu Sjálfstæðisflokksins sem annað en andstöðu við Vinstri græna. Og fráfarandi dómsmálaráðherra segir það síðan í viðtali við Morgunblaðið að Vinstri græn geti varla verið í þessari ríkisstjórn. Þannig að núna er kominn upp alvarlegur ágreiningur á stjórnarheimilinu og þessi ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í dag talar með ansi sterkum og skýrum hætti inn í það samhengi.“ Framsóknarflokkurinn eins og skilnaðarbarn Framsóknarflokkurinn, þriðji flokkurinn í ríkisstjórn, virðist alfarið standa á hliðarlínunni í deilum hinna flokkanna tveggja. Eiríkur segir það mjög athyglisvert að Framsóknarmenn hafi ekkert stigið fram í málinu. „Þeir eru næstum því eins og skilnaðarbarn sem horfir upp á foreldra sína rífast. Þó ég vilji alls ekki staðsetja Framsóknarflokkinn sem undirsettan hinum tveimur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalir Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
„Það er komin upp misklíð á milli forystumanna Sjálfstæðismann og Vinstri grænna, þetta er svona gremja sem hefur grafið um sig undir niðri í langan tíma en hafði ekki komið upp á yfirborðið nema í mjög mildu formi, þar til í gær,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að líta fram hjá samhengi framgöngu Sjálfstæðismanna á Bessastöðum í gær og stórtíðindum dagsins um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Hriktir í stoðum stjórnarsamstarfsins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, gerðu útlendingamálin að helsta umræðuefni sínu í gær þegar sú síðarnefnda tók við starfi. Þannig sagði Bjarni að kostnaður af hælisleitendum sem bíða úrlausnar sinna mála vera orðinn meiri en tíu milljarðar árlega og Guðrún sagði málaflokkinn þann mikilvægasta um þessar mundir og að það stefni í óefni í útlendingamálum. Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagst vera brjálaður vegna ákvörðunar og að hann búist við því að hún valdi stjórnarslitum. Bjóst ekki við stjórnarslitum þegar hann vaknaði í gær Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þegar hann vaknaði í gær hafi hann ekki búist við stjórnarslitum. Líkurnar á því hafi hins vegar aukist eftir framgang Sjálfstæðismanna í gær og svo enn meira rétt fyrir hádegi þegar Svandís tilkynnti ákvörðun sína. „Ég er ekki endilega að spá andláti ríkisstjórnarinnar, það er hægt að lappa upp á þetta, en báðir flokkarnir eru auðvitað að stilla sér upp í aðdraganda næstu kosninga og þessi misklíð sem komin er af stað er að magnast ansi hratt,“ segir hann. Því hefur verið velt upp að ákvörðun Svandísar í dag sé hreinlega svar við framgöngu Bjarna og Guðrúnar í gær. Eiríkur segir að erfitt sé að horfa fram hjá samhenginu en tekur þó skýrt fram að hann viti ekkert í þeim efnum, ekki sé hægt að fullyrða neitt um það. „Þegar að ekki er hægt að sjá framgöngu Sjálfstæðisflokksins sem annað en andstöðu við Vinstri græna. Og fráfarandi dómsmálaráðherra segir það síðan í viðtali við Morgunblaðið að Vinstri græn geti varla verið í þessari ríkisstjórn. Þannig að núna er kominn upp alvarlegur ágreiningur á stjórnarheimilinu og þessi ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í dag talar með ansi sterkum og skýrum hætti inn í það samhengi.“ Framsóknarflokkurinn eins og skilnaðarbarn Framsóknarflokkurinn, þriðji flokkurinn í ríkisstjórn, virðist alfarið standa á hliðarlínunni í deilum hinna flokkanna tveggja. Eiríkur segir það mjög athyglisvert að Framsóknarmenn hafi ekkert stigið fram í málinu. „Þeir eru næstum því eins og skilnaðarbarn sem horfir upp á foreldra sína rífast. Þó ég vilji alls ekki staðsetja Framsóknarflokkinn sem undirsettan hinum tveimur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalir Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42