Körfubolti

Barca spænskur meistari í körfubolta

Smári Jökull Jónsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna í kvöld.
Leikmenn Barcelona fagna í kvöld. Vísir/Getty

Barca er spænskur meistari í körfuknattleik eftir sigur í þriðja leik liðsins gegn Real Madrid í kvöld. Barca vann alla leiki einvígisins og tryggði sér titilinn örugglega.

Barca lauk deildakeppninni í efsta sætinu en Real í því þriðja. Lið Barca hafði unnið fyrstu tvo leiki einvígisins eftir jafna baráttu og var því í stöðu að tryggja sér titilinn í kvöld.

Real Madrid hafði yfirhönda í fyrri hálfleik og leiddi með þremur stigum í hálfleik, staðan þá 41-38 og allt í járnum.

Í síðari hálfleik bitu leikmenn Barca frá sér. Þeir komu sér í eins stigs forystu eftir þriðja leikhlutann og í lokafjórðungnum voru þeir mikið sterkari, komust mest tíu stigum yfir og sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn undir lokin.

Lokatölur 93-82 og Barca því Spánarmeistari í tuttugasta sinn. Tékkinn Jan Vesely skoraði 19 stig fyrir Barca og var stigahæstur en Edy Tavaraes skoraði sömuleiði 19 stig fyrir Real.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×