„Við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júní 2023 13:10 Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum segist ekki sjá neinar verulegar lækkanir á íbúðaverði í kortunum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka fjórða mánuðinn í röð og nam hækkunin milli apríl og maí 0,7 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hækkanirnar þó ekkert í líkingu við þær sem voru fyrir ári þegar vextir voru lágir og eftirspurn í hámarki. Í kringum áramót, nóvember, desember og janúar, varð lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan undir loks árs 2009 að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir markaðinn nú hafa tekið við sér. „Það sýnir okkur kannski að markaðurinn hefur ekki kólnað jafn hratt og hefði mátt ætla miðað við það hversu hátt vaxtarstigið er orðið og lánshæfisskilyrðin þrengri,“ segir Hildur Margrét. Þessi flóknu lánshæfisskilyrði fyrir einstaklinga hafi þó haft mikil áhrif. „Eftirspurnin er mun minni. Það sést til dæmis á því hversu mikið veltan hefur dregist saman undirritaðir kaupsamningar í maí voru um það bil 40 prósentum færri en í maí í fyrra. Það sem kannski vegur á móti og hefur haldið verðinu uppi er bara hversu þörfin á húsnæði er mikil. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafn mikið og í fyrra og núna á fyrsta ársfjórðungi þannig það er bara enn þá eftirspurn eftir húsnæði og verður áfram,“ segir Hildur. Það haldi lífi í markaðnum þrátt fyrir skertu aðgengi að lánsfé. Hildur Margrét á ekki von á viðvarandi lækkun á húsnæðisverði á næstunni. Sambærilegar lækkanir og áttu sér stað í kringum áramót séu þó mögulegar á milli mánaða. „En við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í kringum áramót, nóvember, desember og janúar, varð lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan undir loks árs 2009 að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir markaðinn nú hafa tekið við sér. „Það sýnir okkur kannski að markaðurinn hefur ekki kólnað jafn hratt og hefði mátt ætla miðað við það hversu hátt vaxtarstigið er orðið og lánshæfisskilyrðin þrengri,“ segir Hildur Margrét. Þessi flóknu lánshæfisskilyrði fyrir einstaklinga hafi þó haft mikil áhrif. „Eftirspurnin er mun minni. Það sést til dæmis á því hversu mikið veltan hefur dregist saman undirritaðir kaupsamningar í maí voru um það bil 40 prósentum færri en í maí í fyrra. Það sem kannski vegur á móti og hefur haldið verðinu uppi er bara hversu þörfin á húsnæði er mikil. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafn mikið og í fyrra og núna á fyrsta ársfjórðungi þannig það er bara enn þá eftirspurn eftir húsnæði og verður áfram,“ segir Hildur. Það haldi lífi í markaðnum þrátt fyrir skertu aðgengi að lánsfé. Hildur Margrét á ekki von á viðvarandi lækkun á húsnæðisverði á næstunni. Sambærilegar lækkanir og áttu sér stað í kringum áramót séu þó mögulegar á milli mánaða. „En við búumst ekki við neinni viðvarandi lækkun á húsnæðisverði.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira