Þetta fullyrðir félagsskiptasérfræðinguinn David Ornstein á The Athletic í dag, en Rice hefur verið afar eftirsóttur í síðustu félagsskiptagluggum.
🚨 Manchester City expected to submit an offer to West Ham for Declan Rice today. #MCFC have serious interest in recruiting 24yo England midfielder + it is anticipated a formal bid will be lodged soon to rival Arsenal for signing @TheAthleticFC #WHUFC #AFC https://t.co/6ZNtsYPSOh
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 22, 2023
Arsenal hefur verið á höttunum eftir Rice undanfarnar vikur og um tíma leit út fyrir að þetta væri frekar orðin spurning um hvenær frekar en hvort Rice myndi ganga í raðir liðsins frá West Ham.
West Ham hefur hins vegar hafnað tveimur tilboðum Arsenal í leikmanninn, því síðara upp á allt að 90 milljónir punda.
Nú virðist sem Englandsmeistarar Manchester City séu að blanda sér í kapphlaupið um að tryggja sér þjónustu þessa 24 ára eftirsótta miðjumanns og verður áhugavert að fylgjast með því hvort liðinu takist að ræna honum af Arsenal, líkt og þeir gerðu með Englandsmeistaratitilinn í vor.