„Fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 10:01 Sandra María Jessen segist strax hafa séð að handleggurinn væri ekki eins og hann ætti að vera. Búast má við að hún verði frá keppni í tvo mánuði. Aðsend/Vísir/Vilhelm „Maður fann rosalega mikinn verk og þegar maður sá höndina, rosalega afmyndaða og ljóta í laginu, þá var strax klárt að það væri eitthvað að,“ segir Sandra María Jessen, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í fótbolta í sumar, um handleggsbrot sitt í fyrrakvöld. Sandra handleggsbrotnaði í leik með Þór/KA gegn Tindastóli á Akureyri og segir það vissulega mikil vonbrigði að missa núna líklega af næstu tveimur mánuðum með Þór/KA og landsliðinu. „Þetta var rosalega vont. Það var eitthvað klafs inni í teig og ég náði skoti á markið, frekar nálægt markinu, þar sem varnarmaður Tindastóls náði að henda sér fyrir boltann. Boltinn fór í rauninni í hana og aftur í höndina mína, og ég fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu. Það fylgdi náttúrulega mikill verkur með,“ segir Sandra. Klippa: Verður lengi frá fótboltanum eftir að hafa handbrotnað í leik „Þess vegna er þetta rosalega sárt“ Þessi 28 ára landsliðskona hefur farið á kostum með Þór/KA á þessu ári eftir að hafa snúið til baka á völlinn með liðinu í fyrra, eftir að hafa átt sitt fyrsta barn. Svekkelsið var því mikið í fyrrakvöld: „Þetta var rosalega súrt, ég get alveg verið heiðarleg með það. Auðvitað langaði mig að spila áfram og hjálpa stelpunum, og þegar maður horfir aðeins lengra þá er þetta auðvitað rosalega sárt. Maður er búinn að leggja mjög mikið í að komast til baka eftir barnsburð, koma sér á góðan stað, og fá að vera með í síðasta landsliðsverkefni. Þess vegna er þetta rosalega sárt en ég hef upplifað enn verri meiðsli og þetta er bara áskorun fyrir mig um að koma til baka. Ég er jákvæð á að það gangi vel,“ segir Sandra. Sandra María Jessen hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar og er Þór/KA í 5. sæti.VÍSIR/VILHELM Sandra segir að önnur pípan í framhandlegg hafi brotnað, og að ekki sé um hreint brot að ræða. Því sé líklegt að hún þurfi að fara í aðgerð en það skýrist við endurmat í næstu viku. Fyrsta spurningin á sjúkrahúsinu „Það fyrsta sem ég spurði að á sjúkrahúsinu var hve lengi ég yrði að komast aftur út á völlinn en því miður er þetta þannig brot, á þannig stað, að þetta mun taka tvo mánuði, sama hvort ég fer í aðgerð eða ekki. En það er bara viðmið og þetta kemur í ljós. Maður finnur aðrar leiðir til að halda sér í formi og sparkar mögulega í bolta þó að maður geti ekki spilað,“ segir Sandra. View this post on Instagram A post shared by SANDRA MARIA JESSEN (@sandram95) Sandra raðaði inn mörkum fyrir Þór/KA í vetur og vann sér á ný sæti í íslenska landsliðinu í vor, eftir þriggja ára hlé, en hún á að baki 33 A-landsleiki. Í sumar hafði hún svo skorað fimm mörk í átta leikjum þegar kom að leiknum við Tindastól svo Sandra er stolt af frammistöðu sinni í ár: „Ég er rosalega ánægð. Mér líður rosalega vel og þetta er umhverfi og hópur leikmanna og þjálfara sem hentar mér mjög vel. Ég er búin að ná að vinna mjög vel með þeim og er komin í mitt gamla form aftur, farin að skora og ná góðum frammistöðum í leikjum með liðinu. Þess vegna er sárt að lenda í þessu akkúrat núna, þegar gengið er gott, en maður verður að horfa á það þannig að þetta styrki mann á einhvern hátt. Þó að það séu erfiðir dagar núna og miklir verkir þá eru líka bjartir dagar fram undan.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Sandra handleggsbrotnaði í leik með Þór/KA gegn Tindastóli á Akureyri og segir það vissulega mikil vonbrigði að missa núna líklega af næstu tveimur mánuðum með Þór/KA og landsliðinu. „Þetta var rosalega vont. Það var eitthvað klafs inni í teig og ég náði skoti á markið, frekar nálægt markinu, þar sem varnarmaður Tindastóls náði að henda sér fyrir boltann. Boltinn fór í rauninni í hana og aftur í höndina mína, og ég fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu. Það fylgdi náttúrulega mikill verkur með,“ segir Sandra. Klippa: Verður lengi frá fótboltanum eftir að hafa handbrotnað í leik „Þess vegna er þetta rosalega sárt“ Þessi 28 ára landsliðskona hefur farið á kostum með Þór/KA á þessu ári eftir að hafa snúið til baka á völlinn með liðinu í fyrra, eftir að hafa átt sitt fyrsta barn. Svekkelsið var því mikið í fyrrakvöld: „Þetta var rosalega súrt, ég get alveg verið heiðarleg með það. Auðvitað langaði mig að spila áfram og hjálpa stelpunum, og þegar maður horfir aðeins lengra þá er þetta auðvitað rosalega sárt. Maður er búinn að leggja mjög mikið í að komast til baka eftir barnsburð, koma sér á góðan stað, og fá að vera með í síðasta landsliðsverkefni. Þess vegna er þetta rosalega sárt en ég hef upplifað enn verri meiðsli og þetta er bara áskorun fyrir mig um að koma til baka. Ég er jákvæð á að það gangi vel,“ segir Sandra. Sandra María Jessen hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar og er Þór/KA í 5. sæti.VÍSIR/VILHELM Sandra segir að önnur pípan í framhandlegg hafi brotnað, og að ekki sé um hreint brot að ræða. Því sé líklegt að hún þurfi að fara í aðgerð en það skýrist við endurmat í næstu viku. Fyrsta spurningin á sjúkrahúsinu „Það fyrsta sem ég spurði að á sjúkrahúsinu var hve lengi ég yrði að komast aftur út á völlinn en því miður er þetta þannig brot, á þannig stað, að þetta mun taka tvo mánuði, sama hvort ég fer í aðgerð eða ekki. En það er bara viðmið og þetta kemur í ljós. Maður finnur aðrar leiðir til að halda sér í formi og sparkar mögulega í bolta þó að maður geti ekki spilað,“ segir Sandra. View this post on Instagram A post shared by SANDRA MARIA JESSEN (@sandram95) Sandra raðaði inn mörkum fyrir Þór/KA í vetur og vann sér á ný sæti í íslenska landsliðinu í vor, eftir þriggja ára hlé, en hún á að baki 33 A-landsleiki. Í sumar hafði hún svo skorað fimm mörk í átta leikjum þegar kom að leiknum við Tindastól svo Sandra er stolt af frammistöðu sinni í ár: „Ég er rosalega ánægð. Mér líður rosalega vel og þetta er umhverfi og hópur leikmanna og þjálfara sem hentar mér mjög vel. Ég er búin að ná að vinna mjög vel með þeim og er komin í mitt gamla form aftur, farin að skora og ná góðum frammistöðum í leikjum með liðinu. Þess vegna er sárt að lenda í þessu akkúrat núna, þegar gengið er gott, en maður verður að horfa á það þannig að þetta styrki mann á einhvern hátt. Þó að það séu erfiðir dagar núna og miklir verkir þá eru líka bjartir dagar fram undan.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn