Alþjóða hnefaleikasambandið svipt réttindum sínum innan IOC Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 19:54 Thomas Bach er forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar. Vísir/Getty Alþjóða ólympíunefndin hefur svipt Alþjóða hnefaleikasambandið réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Nýtt alþjóðasamband hnefaleika var stofnað í apríl. Hnefaleikaheimurinn hefur logað síðustu mánuði vegna deilna á milli Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) og fjölda annarra sérsambanda. Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið en stjórn þess mynda fulltrúar Bretlands, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Filippseyja, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú hefur Alþjóða ólympíunefndin (IOC) gripið til sinna ráða. Á fundi nefndarinnar í dag var IBA svipt réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Kosningin var afgerandi, 69 af 70 kusu með tillögu nefndarinnar. Alþjóða ólympíunefndin hefur áður gripið inn í málefni IBA og hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna árið 2020 var skipulögð af IOC vegna vandræða IBA með fjármál og spillingu. IOC mun sömuleiðis halda utan um hnefaleikakeppnina í París á næsta ári. Munu leita til IOC Hin nýstofnuðu samtök World Boxing munu að öllum líkindum sækjast eftir samþykki IOC að taka við hlutverki IBA sem æðstðu samtök. Það ferli gæti þó tekið allt að tvö ár. Forsvarsmenn World Boxing fögnuðu ákvörðun IOC í dag. Eins og staðan er núna eru hnefaleikar ekki á dagskrá leikanna sem fara fram í Los Angeles árið 2028. Christophe de Kepper, framkvæmdastjóri IOC, sagði hins vegar að hann sé þess fullviss að hnefaleikar verði hluti af leikunum árið 2028. Fyrir kosninguna í dag sagði Thomas Back, forseti IOC, að engin vandamál séu gagnvart íþróttinni sjálfri né þeim sem hana iðka. „Hnefaleikamenn eiga fullan rétt á að vera undir stjórn heiðarlegra og gegnsærra alþjóðlegra samtaka.“ Í kjölfar ákvörðunar IOC í dag gaf IBA út yfirlýsingu þar sem sambandið segir ákvörðunina hræðileg mistök og bar hana saman við framferði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. „Við höfum farið eftir öllum tilmælum IOC. Þrátt fyrir áskoranir er IBA enn ákveðið í að þróa hnefaleikaíþróttina og skipuleggja opinber mót og heimsmeistaramót. Við getum ekki falið þá staðreynd að ákvörðun dagsins er hörmuleg fyrir hnefaleika á alþjóðavísu og gengur gegn orðum IOC um að vinna í þágu hnefaleika og hnefaleikafólks.“ Box Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Hnefaleikaheimurinn hefur logað síðustu mánuði vegna deilna á milli Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) og fjölda annarra sérsambanda. Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið en stjórn þess mynda fulltrúar Bretlands, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Filippseyja, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú hefur Alþjóða ólympíunefndin (IOC) gripið til sinna ráða. Á fundi nefndarinnar í dag var IBA svipt réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Kosningin var afgerandi, 69 af 70 kusu með tillögu nefndarinnar. Alþjóða ólympíunefndin hefur áður gripið inn í málefni IBA og hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna árið 2020 var skipulögð af IOC vegna vandræða IBA með fjármál og spillingu. IOC mun sömuleiðis halda utan um hnefaleikakeppnina í París á næsta ári. Munu leita til IOC Hin nýstofnuðu samtök World Boxing munu að öllum líkindum sækjast eftir samþykki IOC að taka við hlutverki IBA sem æðstðu samtök. Það ferli gæti þó tekið allt að tvö ár. Forsvarsmenn World Boxing fögnuðu ákvörðun IOC í dag. Eins og staðan er núna eru hnefaleikar ekki á dagskrá leikanna sem fara fram í Los Angeles árið 2028. Christophe de Kepper, framkvæmdastjóri IOC, sagði hins vegar að hann sé þess fullviss að hnefaleikar verði hluti af leikunum árið 2028. Fyrir kosninguna í dag sagði Thomas Back, forseti IOC, að engin vandamál séu gagnvart íþróttinni sjálfri né þeim sem hana iðka. „Hnefaleikamenn eiga fullan rétt á að vera undir stjórn heiðarlegra og gegnsærra alþjóðlegra samtaka.“ Í kjölfar ákvörðunar IOC í dag gaf IBA út yfirlýsingu þar sem sambandið segir ákvörðunina hræðileg mistök og bar hana saman við framferði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. „Við höfum farið eftir öllum tilmælum IOC. Þrátt fyrir áskoranir er IBA enn ákveðið í að þróa hnefaleikaíþróttina og skipuleggja opinber mót og heimsmeistaramót. Við getum ekki falið þá staðreynd að ákvörðun dagsins er hörmuleg fyrir hnefaleika á alþjóðavísu og gengur gegn orðum IOC um að vinna í þágu hnefaleika og hnefaleikafólks.“
Box Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira