Óttast að síðasti hvalurinn hafi verið veiddur Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2023 19:28 Teitur Björn segir svör ráðherra ófullnægjandi Vísir/Vilhelm Nefndarmenn atvinnuveganefndar eru ekki allir sáttir við ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum. Nefndin fundaði í dag með ráðherra. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum skýrari eftir fund nefndarinnar í dag. „Ég held að menn séu komnir á svipaðar slóðir með hvert við erum að stefna í þessu máli,“ sagði hann í kvöldfréttum í kvöld. Hann sagði að næst verði stjórnvöld að vinna með leyfishafa að útfæra veiðarnar þannig að þær uppfylli skilyrðin sem lög um velferð dýra tilgreini svo hægt verði að hefja veiðarnar sem fyrst. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kallaði til fundarins sagði svör ráðherra á fundinum ófullnægjandi og telur hana eiga að draga ákvörðun sína til baka. Hann óttast að ef ekki fáist skýr svör fyrir 31. ágúst, þegar frestur reglugerðar ráðherra rennur út, verði veiðum frestað á ný. „Þá er hún í raun og veru að segja að hún hafi ótakmarkað vald til að fresta veiðunum, ótímabundið þess vegna, og í því felst algert bann og það stenst ekki stjórnarskrá,“ segir Teitur Björn. Matvælaráðherra stendur áfram föst á sinni ákvörðun um að fresta veiðunum á meðan farið er yfir aðferðir veiðanna. „Grundvallaratriðið er það að ég ber ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra og dýrin hafa ekki annan málsvara en þessi lög og ríkið. Og eins og ég sagði á fundinum þá halda langreyðar ekki baráttufundi. Það er enginn í þeirra hópi sem púar eða klappar þannig að það er í raun og veru okkar skylda að taka þeirra rétt og framkvæma í samræmi við það. Hún segir mikilvægt að nýta tímann vel til 31. ágúst. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en númer eitt, tvö og þrjú er að við þurfum að stunda vandaða stjórnsýslu og byggja á faglegum rökum,“ segir Svandís og að hún standi enn föst á sinni ákvörðun. Hvalveiðar Hvalir Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ákvörðun ráðherra að fresta hvalveiðum skýrari eftir fund nefndarinnar í dag. „Ég held að menn séu komnir á svipaðar slóðir með hvert við erum að stefna í þessu máli,“ sagði hann í kvöldfréttum í kvöld. Hann sagði að næst verði stjórnvöld að vinna með leyfishafa að útfæra veiðarnar þannig að þær uppfylli skilyrðin sem lög um velferð dýra tilgreini svo hægt verði að hefja veiðarnar sem fyrst. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem kallaði til fundarins sagði svör ráðherra á fundinum ófullnægjandi og telur hana eiga að draga ákvörðun sína til baka. Hann óttast að ef ekki fáist skýr svör fyrir 31. ágúst, þegar frestur reglugerðar ráðherra rennur út, verði veiðum frestað á ný. „Þá er hún í raun og veru að segja að hún hafi ótakmarkað vald til að fresta veiðunum, ótímabundið þess vegna, og í því felst algert bann og það stenst ekki stjórnarskrá,“ segir Teitur Björn. Matvælaráðherra stendur áfram föst á sinni ákvörðun um að fresta veiðunum á meðan farið er yfir aðferðir veiðanna. „Grundvallaratriðið er það að ég ber ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra og dýrin hafa ekki annan málsvara en þessi lög og ríkið. Og eins og ég sagði á fundinum þá halda langreyðar ekki baráttufundi. Það er enginn í þeirra hópi sem púar eða klappar þannig að það er í raun og veru okkar skylda að taka þeirra rétt og framkvæma í samræmi við það. Hún segir mikilvægt að nýta tímann vel til 31. ágúst. „Við þurfum að hafa hraðar hendur en númer eitt, tvö og þrjú er að við þurfum að stunda vandaða stjórnsýslu og byggja á faglegum rökum,“ segir Svandís og að hún standi enn föst á sinni ákvörðun.
Hvalveiðar Hvalir Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
„Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30
Táraðist og gekk út þegar Svandís sýndi myndband af hvalveiðum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, táraðist og gekk út af fundi atvinnuveganefndar þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sýndi eftirlitsmyndband MAST við upphaf hans. 23. júní 2023 13:26
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41