IK SävehofElias Ellefsen á Skipagötu heldur áfram að gera það gott á þessu móti en hann skoraði 13 mörk í leiknum og Hákun West av Teigum kom næstur með 10 mörk.
Elías sem er einn af efnilegstu handboltamönnum heims er á leið frá sænska liðinu IK Sävehof til þýska stórliðsins Kiel í sumar.
Janus Dam Djurhuus, vinstri hornamaður nýkrýndra Íslandsmeistara ÍBV, skoraði tvö mörk fyrir færeyska liðið.
Portúgal, sem fór með sigur af hólmi, gegn Spáni fyrri í dag mun fylgja Færeyjum í átta liða úrslitin en liðin hafa hvort um sig fjögur stig á toppi milliriðilsins.