Áhugaverðar tölur í laxateljurum Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2023 09:16 Þegar tölur úr laxateljurum eru skoðaðar á vefsíðu Riverwatcher sést að miðað við árstíma er gangan bara ágæt í árnar. Það þarf ekki að þýða að eitthvað met sé í vændum því það hafa alveg komið sumur þar sem ganga var mjög góð í smá tíma en svo kom bara ekkert meira. Þegar við kíkjum aðeins yfir árnar sem eru í vöktun hjá Riverwatcher þá tökum við þetta bara eftir stafrófsröð. Í Elliðaárnar eru komnir 218 laxar þar af 11 sem gengu upp í gær og sá stærsti er 99 sm. 44 laxar gengu upp Korpu í gær og stendur þá teljarinn í henni í 216 löxum sem er frábær ganga í ánna sem skilar á venjulegu ári 150-250 löxum og það aðeins á tvær stangir. Sex laxar eru gengnir í Krossá, 116 í Langá og þar af 79 laxar bara í gær. Það sem skekkir talningu í Langá er að hluti göngunnar fer upp fossinn Skugga og er þar með ekki talin. Sex laxar eru gengnir upp Laugardalsá og í laxateljarnum við Glanna í Norðurá hafa 171 lax rennt í gegn. Fjórtán laxar hafa gengið upp Vesturdalsá og svo 118 í Ytri Rangá. Þú getur skoðað myndir, myndbönd og tölfræði af gögnum frá Riverwatcher HÉR. Uppfært 09:50: Okkur barst athugasemd frá Hlyn Bárðarsyni, Sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna sem við viljum koma á framfæri og þakka honum fyrir veitta ábendingu. "Sem dæmi er eingöngu einn lax búinn að ganga um teljarann í Vesturdalsá ekki 14, allt hitt eru bleikjur en aðallega einn urriði sem er búinn að vera synda upp og niður í gegnum teljarann og því búinn að teljast nokkrum sinnum. Allir tölur úr þessum teljurum eru skoðaðar eftir lok tímabilsins og tegundir greindar ásamt því að teknar eru frá “falskar tölur” þegar teljarinn telur eitthvað sem er ekki fiskur en slíkt getur komið fyrir t.d. þegar vatnagróður (slý, mosi eða annað) fer í gegnum teljarann.Tölurnar eins og þær standa núna eru því ekki eingöngu laxar og varast ber að túlka þær þannig." Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Það þarf ekki að þýða að eitthvað met sé í vændum því það hafa alveg komið sumur þar sem ganga var mjög góð í smá tíma en svo kom bara ekkert meira. Þegar við kíkjum aðeins yfir árnar sem eru í vöktun hjá Riverwatcher þá tökum við þetta bara eftir stafrófsröð. Í Elliðaárnar eru komnir 218 laxar þar af 11 sem gengu upp í gær og sá stærsti er 99 sm. 44 laxar gengu upp Korpu í gær og stendur þá teljarinn í henni í 216 löxum sem er frábær ganga í ánna sem skilar á venjulegu ári 150-250 löxum og það aðeins á tvær stangir. Sex laxar eru gengnir í Krossá, 116 í Langá og þar af 79 laxar bara í gær. Það sem skekkir talningu í Langá er að hluti göngunnar fer upp fossinn Skugga og er þar með ekki talin. Sex laxar eru gengnir upp Laugardalsá og í laxateljarnum við Glanna í Norðurá hafa 171 lax rennt í gegn. Fjórtán laxar hafa gengið upp Vesturdalsá og svo 118 í Ytri Rangá. Þú getur skoðað myndir, myndbönd og tölfræði af gögnum frá Riverwatcher HÉR. Uppfært 09:50: Okkur barst athugasemd frá Hlyn Bárðarsyni, Sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna sem við viljum koma á framfæri og þakka honum fyrir veitta ábendingu. "Sem dæmi er eingöngu einn lax búinn að ganga um teljarann í Vesturdalsá ekki 14, allt hitt eru bleikjur en aðallega einn urriði sem er búinn að vera synda upp og niður í gegnum teljarann og því búinn að teljast nokkrum sinnum. Allir tölur úr þessum teljurum eru skoðaðar eftir lok tímabilsins og tegundir greindar ásamt því að teknar eru frá “falskar tölur” þegar teljarinn telur eitthvað sem er ekki fiskur en slíkt getur komið fyrir t.d. þegar vatnagróður (slý, mosi eða annað) fer í gegnum teljarann.Tölurnar eins og þær standa núna eru því ekki eingöngu laxar og varast ber að túlka þær þannig."
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði