Umfjöllun og viðtöl: Tre Penne - Breiðablik 1-7 | Auðvelt hjá Blikum í Meistaradeildinni Jón Már Ferro skrifar 27. júní 2023 20:56 Höskuldur Gunnlaugsson og Ágúst Eðvald Hlynsson skoruðu báðir tvö mörk í dag og voru bestu menn vallarins. vísir/Hulda margrét Breiðablik vann öruggan 7-1 sigur á Tre Penne þegar liðin mættust í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Liðið mætir Budućnost Podgorica í úrslitaleik á föstudag. Sigur Blika var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna. Lið Tre Penne minnkaði reyndar muninn í 2-1 í fyrri hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Höskuldur Gunnlaugsson og Ágúst Eðvald Hlynsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Breiðablik í dag og þeir Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Klæmint Olsen skoruðu sitt markið hver. Sigur Breiðabliks þýðir að liðið mætir Budućnost Podgorica í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á föstudagskvöldið. Breiðabliksliðið er ógnarsterkt og mun eflaust nýta sér þennan sigur til aukins sjálfstraust í framhaldinu.Vísir/Hulda Margrét Fyrri hálfleikur Frá upphafi voru yfirburðir Breiðabliks miklir. Þeir áttu auðvelt með að spila sig í gegnum miðjuna, þaðan út á kantana og gáfu margar góðar fyrirgjafir. Tre Penne reyndi að spila sig úr vörninni en það gekk nokkrum sinnum vel og Blikar brutu nokkrum sinnum klaufalega af sér sem kostaði þá mark eftir aukaspyrnu. Fyrsta mark leiksins kom eftir um sex mínútna leik. Blikar spiluðu frábærlega upp vinstri kantinn. Ágúst Hlynson fékk boltann upp við endamörk vinstra meginn. Gaf boltann fyrir markið. Boltinn hafði smá viðkomu í varnarmanni Tre Penne en fór þaðan til Höskuldar sem kláraði með skoti í fyrstu snertingu. Um tuttugu mínútum síðar komst Breiðablik í tveggja marka forystu. Davíð Ingvarsson fékk skipun frá Óskari Hrafni Þorvaldsyni, þjálfara sínum, um að fara utan á varnarmenn Tre Penne. Hann hlýddi þeirri skipun sem skilaði því að Ágúst Eðvald Hlynson skoraði stöngin inn. Fyrirgjöf Davíðs var föst með jörðinni og markmaðurinn Mattia Migani komst ekki í boltann og varnarmenn Tre Penne náðu ekki að hreinsa. Boltinn hrökk til Ágústar sem kláraði vel. Klæmint Olsen skoraði eitt mark í kvöld.vísir/Hulda margrét Leikmenn Tre Penne voru ekki af baki dottnir. Þeir fengu aukaspyrnu úti vinstra meginn á miðjum vallarhelming Blika. Boltanum var spilað upp vinstri kantinn. Þaðan var gefin góð fyrirgjöf sem rann alla leið í gegnum vítateigin. Á fjærstöngina var mættur Antonio Barretta sem tæklaði boltann yfir línuna. Frábær útfærsla hjá Tre Penne. Stuðningsmenn og varamannabekkur þeirra fögnuðu vel. Adam var ekki lengi í paradís því Klæmint Olsen kom Blikum aftur í tveggja marka forystu. Hann skoraði með föstu skoti vinstra meginn úr teignum eftir að boltinn hafði borist til hans eftir stangarskot Olivers Sigurjónssonar. Blikar spiluðu sig inn í teiginn hægra meginn og vann Oliver boltann aftur innan teigs Tre Penne áður en þeir komu boltanum í burtu. Skot hans fór í stöngina og til Klæmint sem gerði allt rétt. Seinni hálfleikur Lítið bit var í sóknarleik Breiðabliks á um tuttugu mínútna kafla en þeir voru þó með öll völd á vellinum. Þeir voru ekki aðgangsharðir í kringum og í vítateig Tre Penne. Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á völlinn í hálfleik og hann má varla vera inni á fótboltavelli án þess að skora mark. Hann skoraði á 67. mínútu eftir mjög hraða skyndisókn Blika. Frábær afgreiðsla Stefáns Inga Sigurðarsonar af vítateigslínunni. Tre Penne missti boltann á vallarhelming Blika. Viktor Orri Margeirsson gaf fasta sendingu upp völlinn, með jörðinni, á Stefán Inga Sigurðarson. Stefán hljóp óáreittur í átt að vítateignum og kláraði frábærlega niður í vinstra hornið með hægri fæti. Leikmenn Blika fagna vel með stuðningsmönnum sínum eftir leik.vísir/Hulda margrét Viktor Karl Einarsson skoraði þegar hann komst einn á móti Mattia Migani eftir sendingu Kristins Steindórssonar. Viktor afgreiddi boltann snyrtilega í markið og bætti þar með fimmta markinu. Aðdragandinn var eftir góða pressu Blika sem hafa gjörsamlega kaffært drengina frá San Marínó. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sjötta markið eftir að boltinn hafði verið sendur inn á teiginn úr aukaspyrnu. Höskuldur er oftar en ekki mjög hættulegur inni í teig andstæðingsins þótt hann sé ekki hávaxnasti leikmaðurinn. Sjöunda mark Blika og síðasta mark leiksins skoraði Ágúst Eðvald Hlynsson þegar hann bætti við öðru marki sínu í leiknum með góðri afgreiðslu. Undirbúningurinn var í boði Kristins Steindórssonar sem komst upp að endamörkum hægra meginn. Af hverju vann Breiðablik? Svarið við því er einfalt. Þeir eru með mun betra lið og sýndu það allan leikinn. Sigur þeirra var aldrei í hættu. Þrátt fyrir það var eflaust leiðinlegt fyrir Blika að leka einu marki. Þeir hafa oft gert það í sumar í Bestu deildinni og vilja koma í veg fyrir auðveld mörk. Hverjir stóðu upp úr? Höskuldur Gunnlaugsson og Ágúst Eðvald Hlynsson skoruðu báðir tvö mörk.vísir/Hulda Margrét Ágúst Eðvald Hlynson var frábær í kvöld og skoraði tvö mörk. Hann fann sér oft svæði á miðjunni til að búa til færi fyrir samherja sína og verður eflaust meira á miðjunni hjá Blikum í sumar. Í samtali við Vísi eftir leik sagði hann miðjustöðuna vera uppáhalds stöðu sína á vellinum. Í kvöld sýndi hann að hann getur valdið því og meira en það. Fyrra mark Ágústs í kvöld var hans fyrsta mark fyrir Blika frá því hann gekk til liðsins fyrir tímabilið. Síðast skoraði Ágúst fyrir Blika árið 2016. „Ég er búinn að bíða eftir þessu núna í smá tíma. Það er gott að vera búinn að brjóta loksins ísinn,“ segir Ágúst Eðvald Hlynsson. Hann hefur spilað úti á kantinum í flestum leikjum á tímabilinu. Frá unga aldri hefur Ágúst hinsvegar spilað á miðjunni. Hann sýndi í kvöld að það er hans besta staða á vellinum. „Mér leið mjög vel á miðjunni í dag. Þetta er mín uppáhalds staða og hef spilað þessa stöðu eiginlega allan minn feril. Vonandi hleypir leikurinn í dag smá gleði við okkar leik. Mér fannst við njóta okkar á vellinum í dag. Vonandi getum við tekið það með okkur í deildina,“ segir Ágúst. Næsti leikur Blika er á föstudaginn í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildarinnar. Þá spila Blikar við Budocnost Podgoria frá Svartfjallalandi. „Ég býst við hörku leik. Þeir eru með mjög gott lið. Þetta verður alvöru barátta. Við verðum að mæta klárir í þann leik,“ segir Ágúst. Höskuldur Gunnlaugsson var einstaklega góður líkt og oft áður. Hann fann sér svæði á hægri kantinum til að gefa boltann fyrir trekk í trekk. Mikilvægi hans er óumdeilt fyrir Kópavogsliðið. Ekki nóg með góða frammistöðu þá skoraði hann líka tvö mörk. „Það þurfti alveg að hafa fyrir þessu. Það nötraði aðeins þegar þeir minnkuðu muninn. Þetta var alls ekki gefins. Mér fannst nálgun okkar fagmannleg og við vorum á bensíngjöfinni allan tímann. Ég er stoltur af frammistöðunni. Einstaka augnablik framan af leik þar sem við vorum smá taugatrekktir, skiljanlega. Þetta var fyrsti Meistaradeildarleikurinn hjá flestum. Mér meðtöldum. Það er eðlilegt að menn séu smá passívir og smá taugatrekktir í byrjun,“ segir Höskuldur. Gísli Eyjólfsson var langt frá því að vera slakur í kvöld. Það gerist reyndar sárasjaldan.vísir/Hulda margrét Hvað gekk illa? Tre Penne gekk illa að ráða við sóknarþunga Blika sem var of mikill fyrir drengina frá San Marínó. Þeir fyrrnefndu vilja oft spila út úr vörninni en þeim gekk illa að bregðast við því þegar þeir misstu boltann. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Budocnost Podgoria í úrslitum forkeppninnar á föstudaginn klukkan 19:00 hér á Kópavogsvelli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik
Breiðablik vann öruggan 7-1 sigur á Tre Penne þegar liðin mættust í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Liðið mætir Budućnost Podgorica í úrslitaleik á föstudag. Sigur Blika var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna. Lið Tre Penne minnkaði reyndar muninn í 2-1 í fyrri hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Höskuldur Gunnlaugsson og Ágúst Eðvald Hlynsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Breiðablik í dag og þeir Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Klæmint Olsen skoruðu sitt markið hver. Sigur Breiðabliks þýðir að liðið mætir Budućnost Podgorica í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á föstudagskvöldið. Breiðabliksliðið er ógnarsterkt og mun eflaust nýta sér þennan sigur til aukins sjálfstraust í framhaldinu.Vísir/Hulda Margrét Fyrri hálfleikur Frá upphafi voru yfirburðir Breiðabliks miklir. Þeir áttu auðvelt með að spila sig í gegnum miðjuna, þaðan út á kantana og gáfu margar góðar fyrirgjafir. Tre Penne reyndi að spila sig úr vörninni en það gekk nokkrum sinnum vel og Blikar brutu nokkrum sinnum klaufalega af sér sem kostaði þá mark eftir aukaspyrnu. Fyrsta mark leiksins kom eftir um sex mínútna leik. Blikar spiluðu frábærlega upp vinstri kantinn. Ágúst Hlynson fékk boltann upp við endamörk vinstra meginn. Gaf boltann fyrir markið. Boltinn hafði smá viðkomu í varnarmanni Tre Penne en fór þaðan til Höskuldar sem kláraði með skoti í fyrstu snertingu. Um tuttugu mínútum síðar komst Breiðablik í tveggja marka forystu. Davíð Ingvarsson fékk skipun frá Óskari Hrafni Þorvaldsyni, þjálfara sínum, um að fara utan á varnarmenn Tre Penne. Hann hlýddi þeirri skipun sem skilaði því að Ágúst Eðvald Hlynson skoraði stöngin inn. Fyrirgjöf Davíðs var föst með jörðinni og markmaðurinn Mattia Migani komst ekki í boltann og varnarmenn Tre Penne náðu ekki að hreinsa. Boltinn hrökk til Ágústar sem kláraði vel. Klæmint Olsen skoraði eitt mark í kvöld.vísir/Hulda margrét Leikmenn Tre Penne voru ekki af baki dottnir. Þeir fengu aukaspyrnu úti vinstra meginn á miðjum vallarhelming Blika. Boltanum var spilað upp vinstri kantinn. Þaðan var gefin góð fyrirgjöf sem rann alla leið í gegnum vítateigin. Á fjærstöngina var mættur Antonio Barretta sem tæklaði boltann yfir línuna. Frábær útfærsla hjá Tre Penne. Stuðningsmenn og varamannabekkur þeirra fögnuðu vel. Adam var ekki lengi í paradís því Klæmint Olsen kom Blikum aftur í tveggja marka forystu. Hann skoraði með föstu skoti vinstra meginn úr teignum eftir að boltinn hafði borist til hans eftir stangarskot Olivers Sigurjónssonar. Blikar spiluðu sig inn í teiginn hægra meginn og vann Oliver boltann aftur innan teigs Tre Penne áður en þeir komu boltanum í burtu. Skot hans fór í stöngina og til Klæmint sem gerði allt rétt. Seinni hálfleikur Lítið bit var í sóknarleik Breiðabliks á um tuttugu mínútna kafla en þeir voru þó með öll völd á vellinum. Þeir voru ekki aðgangsharðir í kringum og í vítateig Tre Penne. Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á völlinn í hálfleik og hann má varla vera inni á fótboltavelli án þess að skora mark. Hann skoraði á 67. mínútu eftir mjög hraða skyndisókn Blika. Frábær afgreiðsla Stefáns Inga Sigurðarsonar af vítateigslínunni. Tre Penne missti boltann á vallarhelming Blika. Viktor Orri Margeirsson gaf fasta sendingu upp völlinn, með jörðinni, á Stefán Inga Sigurðarson. Stefán hljóp óáreittur í átt að vítateignum og kláraði frábærlega niður í vinstra hornið með hægri fæti. Leikmenn Blika fagna vel með stuðningsmönnum sínum eftir leik.vísir/Hulda margrét Viktor Karl Einarsson skoraði þegar hann komst einn á móti Mattia Migani eftir sendingu Kristins Steindórssonar. Viktor afgreiddi boltann snyrtilega í markið og bætti þar með fimmta markinu. Aðdragandinn var eftir góða pressu Blika sem hafa gjörsamlega kaffært drengina frá San Marínó. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sjötta markið eftir að boltinn hafði verið sendur inn á teiginn úr aukaspyrnu. Höskuldur er oftar en ekki mjög hættulegur inni í teig andstæðingsins þótt hann sé ekki hávaxnasti leikmaðurinn. Sjöunda mark Blika og síðasta mark leiksins skoraði Ágúst Eðvald Hlynsson þegar hann bætti við öðru marki sínu í leiknum með góðri afgreiðslu. Undirbúningurinn var í boði Kristins Steindórssonar sem komst upp að endamörkum hægra meginn. Af hverju vann Breiðablik? Svarið við því er einfalt. Þeir eru með mun betra lið og sýndu það allan leikinn. Sigur þeirra var aldrei í hættu. Þrátt fyrir það var eflaust leiðinlegt fyrir Blika að leka einu marki. Þeir hafa oft gert það í sumar í Bestu deildinni og vilja koma í veg fyrir auðveld mörk. Hverjir stóðu upp úr? Höskuldur Gunnlaugsson og Ágúst Eðvald Hlynsson skoruðu báðir tvö mörk.vísir/Hulda Margrét Ágúst Eðvald Hlynson var frábær í kvöld og skoraði tvö mörk. Hann fann sér oft svæði á miðjunni til að búa til færi fyrir samherja sína og verður eflaust meira á miðjunni hjá Blikum í sumar. Í samtali við Vísi eftir leik sagði hann miðjustöðuna vera uppáhalds stöðu sína á vellinum. Í kvöld sýndi hann að hann getur valdið því og meira en það. Fyrra mark Ágústs í kvöld var hans fyrsta mark fyrir Blika frá því hann gekk til liðsins fyrir tímabilið. Síðast skoraði Ágúst fyrir Blika árið 2016. „Ég er búinn að bíða eftir þessu núna í smá tíma. Það er gott að vera búinn að brjóta loksins ísinn,“ segir Ágúst Eðvald Hlynsson. Hann hefur spilað úti á kantinum í flestum leikjum á tímabilinu. Frá unga aldri hefur Ágúst hinsvegar spilað á miðjunni. Hann sýndi í kvöld að það er hans besta staða á vellinum. „Mér leið mjög vel á miðjunni í dag. Þetta er mín uppáhalds staða og hef spilað þessa stöðu eiginlega allan minn feril. Vonandi hleypir leikurinn í dag smá gleði við okkar leik. Mér fannst við njóta okkar á vellinum í dag. Vonandi getum við tekið það með okkur í deildina,“ segir Ágúst. Næsti leikur Blika er á föstudaginn í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildarinnar. Þá spila Blikar við Budocnost Podgoria frá Svartfjallalandi. „Ég býst við hörku leik. Þeir eru með mjög gott lið. Þetta verður alvöru barátta. Við verðum að mæta klárir í þann leik,“ segir Ágúst. Höskuldur Gunnlaugsson var einstaklega góður líkt og oft áður. Hann fann sér svæði á hægri kantinum til að gefa boltann fyrir trekk í trekk. Mikilvægi hans er óumdeilt fyrir Kópavogsliðið. Ekki nóg með góða frammistöðu þá skoraði hann líka tvö mörk. „Það þurfti alveg að hafa fyrir þessu. Það nötraði aðeins þegar þeir minnkuðu muninn. Þetta var alls ekki gefins. Mér fannst nálgun okkar fagmannleg og við vorum á bensíngjöfinni allan tímann. Ég er stoltur af frammistöðunni. Einstaka augnablik framan af leik þar sem við vorum smá taugatrekktir, skiljanlega. Þetta var fyrsti Meistaradeildarleikurinn hjá flestum. Mér meðtöldum. Það er eðlilegt að menn séu smá passívir og smá taugatrekktir í byrjun,“ segir Höskuldur. Gísli Eyjólfsson var langt frá því að vera slakur í kvöld. Það gerist reyndar sárasjaldan.vísir/Hulda margrét Hvað gekk illa? Tre Penne gekk illa að ráða við sóknarþunga Blika sem var of mikill fyrir drengina frá San Marínó. Þeir fyrrnefndu vilja oft spila út úr vörninni en þeim gekk illa að bregðast við því þegar þeir misstu boltann. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Budocnost Podgoria í úrslitum forkeppninnar á föstudaginn klukkan 19:00 hér á Kópavogsvelli.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti