Segir Ísak ekki hafa bankað en eiga að vera pirraðan Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson svekktur eftir tap Íslands gegn Portúgal á dögunum. Hann er einnig óánægður með hlutskipti sitt hjá FCK. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Peter Christiansen, íþróttastjóri danska knattspyrnuveldisins FC Kaupmannahafnar, lét megna óánægju Ísaks Bergmanns Jóhannessonar ekki koma sér á óvart, og segir leikmenn eiga að vera óhressa ef þeir spili ekki alla leiki. Ísak var opinskár í viðtölum við íslenska miðla á Laugardalsvelli á dögunum, fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal, þegar hann var spurður út í hlutskipti sitt hjá dönsku meisturunum. Þessi tvítugi miðjumaður var aðeins átta sinnum í byrjunarliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en var 22 sinnum á bekknum og þar af kom hann 14 sinnum inn á. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammistöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigurmarkið. Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svolítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði og kvaðst vera að íhuga sína stöðu. „Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að skoða með umboðsmanni mínum,“ sagði Ísak. Ef Ísak væri ekki óánægður ætti hann að vera annars staðar Þetta var önnur leiktíð Ísaks hjá FCK, eftir komuna frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann átti fast sæti í byrjunarliði, og bæði árin hefur hann orðið danskur meistari með liðinu, og auk þess bikarmeistari í ár, en viljað spila mun meira. Það kemur Christiansen ekki á óvart: „Við erum félag sem þarf að vera með marga óánægða leikmenn. Það er bara daglegt brauð hjá félagi eins og FCK. Ef að þeir sem sitja utan liðs eru ekki óánægðir þá eru þeir ekki á réttum stað,“ segir Christiansen á vef Ekstra Bladet. „Ísak er þó aðeins 20 ára en hefur spilað 65 leiki fyrir FCK. Það finnst mér reyndar flott. Að því sögðu þá hefur Ísak ekki enn bankað á dyrnar hjá mér,“ sagði Christiansen sem segir FCK sýna því fullan skilning að leikmenn geti verið óánægðir með sitt hlutskipti. „Ég skil það alveg ef hann vill fara en hann getur líka bara unnið sér sæti í hópnum. Hann hefur alltaf vitað að FCK er sterkur stökkpallur þar sem samkeppnin er mjög hörð,“ saðgi Christiansen. Samningur Ísaks við FCK gildir til sumarsins 2026. Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira
Ísak var opinskár í viðtölum við íslenska miðla á Laugardalsvelli á dögunum, fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal, þegar hann var spurður út í hlutskipti sitt hjá dönsku meisturunum. Þessi tvítugi miðjumaður var aðeins átta sinnum í byrjunarliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en var 22 sinnum á bekknum og þar af kom hann 14 sinnum inn á. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammistöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigurmarkið. Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svolítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði og kvaðst vera að íhuga sína stöðu. „Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að skoða með umboðsmanni mínum,“ sagði Ísak. Ef Ísak væri ekki óánægður ætti hann að vera annars staðar Þetta var önnur leiktíð Ísaks hjá FCK, eftir komuna frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann átti fast sæti í byrjunarliði, og bæði árin hefur hann orðið danskur meistari með liðinu, og auk þess bikarmeistari í ár, en viljað spila mun meira. Það kemur Christiansen ekki á óvart: „Við erum félag sem þarf að vera með marga óánægða leikmenn. Það er bara daglegt brauð hjá félagi eins og FCK. Ef að þeir sem sitja utan liðs eru ekki óánægðir þá eru þeir ekki á réttum stað,“ segir Christiansen á vef Ekstra Bladet. „Ísak er þó aðeins 20 ára en hefur spilað 65 leiki fyrir FCK. Það finnst mér reyndar flott. Að því sögðu þá hefur Ísak ekki enn bankað á dyrnar hjá mér,“ sagði Christiansen sem segir FCK sýna því fullan skilning að leikmenn geti verið óánægðir með sitt hlutskipti. „Ég skil það alveg ef hann vill fara en hann getur líka bara unnið sér sæti í hópnum. Hann hefur alltaf vitað að FCK er sterkur stökkpallur þar sem samkeppnin er mjög hörð,“ saðgi Christiansen. Samningur Ísaks við FCK gildir til sumarsins 2026.
Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira