Báru kennsl á lík Julian Sands eftir langa leit Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 22:40 Julian Sands á Feneyjarkvikmyndahátíðinni árið 2019. Getty/Matteo Chinellato Búið er að bera kennsl á lík breska leikarans Julian Sands en ekkert hafði sést né heyrst til hans eftir að hann lagði í fjallgöngu í Kaliforníu um miðjan janúar. Sands var 65 ára gamall en jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy á laugardag. Dánarorsök er enn til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í San Bernardino í Kalíforníu í Bandaríkjunum en líkið fannst fyrir nokkrum dögum. Greint er frá þessu í frétt Guardian en ráðist var í umfangsmikla leit eftir að leikarinn skilaði sér ekki heim í jánúar. Slæm veðurskilyrði hömluðu leitinni og yfir áttatíu manns tóku þátt í aðgerðum fyrr í þessum mánuði þegar önnur tilraun var gerð til þess að staðsetja leikarann. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Erlingur starfaði náið með Sands Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen minnist Sands innilega í færslu á Facebook-síðu sinni og segist hafa notið þess mikla heiðurs að fá að vinna með leikaranum og eiga hann að sem vin utan veggja kvikmyndaversins. Þá hafi þeir rætt saman hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Ég þyrfti mun fleiri kvöldverði til að ræða allt það sem ég vildi spyrja hann að, og það hryggir mig að af þeim muni nú aldrei verða. Hann var herramaður, fagmaður fram í fingurgóma, lífselskandi maður með frábæran smekk og ótrúlegt skopskyn. Ég hefði viljað fá að kynnast honum betur og eiga fleiri stundir með honum en mun alltaf varðveita þá daga sem við áttum saman.“ Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Sands var 65 ára gamall en jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy á laugardag. Dánarorsök er enn til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í San Bernardino í Kalíforníu í Bandaríkjunum en líkið fannst fyrir nokkrum dögum. Greint er frá þessu í frétt Guardian en ráðist var í umfangsmikla leit eftir að leikarinn skilaði sér ekki heim í jánúar. Slæm veðurskilyrði hömluðu leitinni og yfir áttatíu manns tóku þátt í aðgerðum fyrr í þessum mánuði þegar önnur tilraun var gerð til þess að staðsetja leikarann. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Erlingur starfaði náið með Sands Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen minnist Sands innilega í færslu á Facebook-síðu sinni og segist hafa notið þess mikla heiðurs að fá að vinna með leikaranum og eiga hann að sem vin utan veggja kvikmyndaversins. Þá hafi þeir rætt saman hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Ég þyrfti mun fleiri kvöldverði til að ræða allt það sem ég vildi spyrja hann að, og það hryggir mig að af þeim muni nú aldrei verða. Hann var herramaður, fagmaður fram í fingurgóma, lífselskandi maður með frábæran smekk og ótrúlegt skopskyn. Ég hefði viljað fá að kynnast honum betur og eiga fleiri stundir með honum en mun alltaf varðveita þá daga sem við áttum saman.“
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46
Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38