Kane hafi náð samkomulagi við Bayern sem mun leggja fram annað tilboð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júní 2023 11:01 Harry Kane skorar úr vítaspyrnu gegn Bayern München árið 2019. Vísir/Getty Þýska stórveldið Bayern München hefur ekki gefist upp á því að reyna að fá enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane í sínar raðir frá Tottenham þrátt fyrir að tilboði þeirra í gær hafi verið hafnað. Greint var frá því hér á Vísi í gær að Bayern hafi boðið 60 milljónir punda í framherjann, en sú tala er þó eitthvað á reiki. Sumir miðlar greina frá því að um óformlegt boð hafi verið að ræða og að tilboðið hafi hljóðað upp á 60-70 milljónir punda. Samkvæmt heimildarmönnum BBC barst tilboðið þó aldrei. Hinn rétt tæplega þrítugi Harry Kane hefur verið afar eftirsóttur biti undanfarin ár og hvert stórliðið á fætur öðru hefur reynt að lokka hann yfir til sín. Hingað til hefur hann haldið tryggð við Tottenham, en nú þegar aðeins ár er eftir af samningi hans og fertugsaldurinn er farinn að nálgast virðist Kane vera að hugsa sér til hreyfings. Ef marka má grein þýska miðilsins Bild um málið er Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern og því snýst þetta nú aðeins um það að samkomulag náist á milli félagana tveggja. Búist er við því að Bayern leggi fram nýtt og betrumbætt tilboð í enska landsliðsfyrirliðan í dag eða á morgun. Liðið hefur verið í framherjaleit síðan Robert Lewandowski yfirgaf félagið fyrir síðasta tímabil og Harry Kane gæti fyllt það skarð sem Pólverjinn skyldi eftir sig. Will Bayern Munich get their man? 👀The Bundesliga champions are now expected to launch a further bid for Harry Kane and believe they can complete the transfer 🤝#BBCFootball pic.twitter.com/KRdAv8Wh6s— BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2023 Kane er markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi með 280 mörk í öllum keppnum og næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 deildarmörk. Þá er hann einnig markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi með 58 mörk fyrir þjóð sína. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Greint var frá því hér á Vísi í gær að Bayern hafi boðið 60 milljónir punda í framherjann, en sú tala er þó eitthvað á reiki. Sumir miðlar greina frá því að um óformlegt boð hafi verið að ræða og að tilboðið hafi hljóðað upp á 60-70 milljónir punda. Samkvæmt heimildarmönnum BBC barst tilboðið þó aldrei. Hinn rétt tæplega þrítugi Harry Kane hefur verið afar eftirsóttur biti undanfarin ár og hvert stórliðið á fætur öðru hefur reynt að lokka hann yfir til sín. Hingað til hefur hann haldið tryggð við Tottenham, en nú þegar aðeins ár er eftir af samningi hans og fertugsaldurinn er farinn að nálgast virðist Kane vera að hugsa sér til hreyfings. Ef marka má grein þýska miðilsins Bild um málið er Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern og því snýst þetta nú aðeins um það að samkomulag náist á milli félagana tveggja. Búist er við því að Bayern leggi fram nýtt og betrumbætt tilboð í enska landsliðsfyrirliðan í dag eða á morgun. Liðið hefur verið í framherjaleit síðan Robert Lewandowski yfirgaf félagið fyrir síðasta tímabil og Harry Kane gæti fyllt það skarð sem Pólverjinn skyldi eftir sig. Will Bayern Munich get their man? 👀The Bundesliga champions are now expected to launch a further bid for Harry Kane and believe they can complete the transfer 🤝#BBCFootball pic.twitter.com/KRdAv8Wh6s— BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2023 Kane er markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi með 280 mörk í öllum keppnum og næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 deildarmörk. Þá er hann einnig markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi með 58 mörk fyrir þjóð sína.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira