„Þetta eru ekki atvinnuhermenn eins og maður sér í bíómyndum“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júlí 2023 08:01 Þjálfunin fer fram á ónefndum stað í Bretlandi. Íslenskir og hollenskir sérfræðingar koma að þjálfuninni. ©MoD Crown Copyright 2023. Sérfræðingar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þjálfa úkraínska hermenn í bráðameðferð fyrir vígvellina. Deildarstjóri segir fyrstu mínúturnar skipta mestu máli svo fólki blæði ekki út. „Það er frábært að Ísland eigi sérfræðinga sem geta komið að svona verkefnum. Við erum ekki bara að borga peninga heldur að leggja eitthvað af mörkunum,“ segir Hlynur Höskuldsson, deildarstjóri aðgerðadeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Utanríkisráðuneytið leitaði til slökkviliðsins til að koma að þjálfun úkraínskra hermanna í bráðameðferð í Bretlandi. Þetta er hluti af stuðningi landsins við Úkraínu til að bregðast við innrás Rússa. Bretar sjá að stærstum hluta um þjálfunina en íslenskir og hollenskir sérfræðingar koma að henni. Verkefnið byrjaði í sumar og Hlynur segir að tveir sérfræðingar frá Íslandi fari á hvert námskeið sem um 50 Úkraínumenn sækja. Þeir sem fara héðan eru svokallaðir bráðatæknar, mest menntuðu sjúkraflutningamennirnir. Flestir deyja á fyrstu mínútunum „Við erum að kenna fólki hvernig það á að bregðast við til að auka lífslíkur annarra,“ segir Hlynur aðspurður um hvað sé kennt á þessu námskeiði. Flestir sem sækja það hafi einhvers konar heilbrigðismenntun á bakinu en það er þó ekki algilt. Hlynur Höskuldsson, deildarstjóri aðgerðadeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Utanríkisráðuneytið Mikil áhersla er lögð á að stöðva blæðingar og koma særðu fólki í skjól. Skoðun og mat skiptir miklu máli sem og rétt forgangsröðun. „Tölfræðin sýnir að á bilinu 65 til 70 prósent hermanna sem deyja í stríðsátökum gera það á fyrstu tíu mínútunum eftir atvik. Það skiptir miklu máli að rétt handtök séu framkvæmd strax. Það er ekki tími til þess að keyra með fólk á næstu sjúkrastöð,“ segir Hlynur. Útlimir berskjaldaðir Á vígvellinum eru það tvenns konar áverkar sem eru algengastir. Skotáverkar og sprengjuáverkar. Hætt er við því að fólki blæði út ef áverkinn lendir á ákveðnum æðum, ákveðnum líffærum eða sé af vissri stærð „Númer eitt, tvö og þrjú eru það útlimaáverkar sem eru að skaða fólk í hernaði. Flestir eru með hjálma og í skotheldum vestum en útlimirnir eru berskjaldaðri,“ segir Hlynur. „Ef áverkinn er alvarlegur getur fólki blætt út á örfáum mínútum.“ Dæmi um slíkan áverka getur verið þegar hermaður stígur á jarðsprengju og fóturinn rifnar af. Þá skiptir máli að hafa hröð handtök og setja á svokallaðan snarvöndul (tourniquet). Verkefnið hófst í sumar og er hluti af stuðningi Íslands við Úkraínu eftir innrás Rússa.Utanríkisráðuneytið. „Það þarf að gera þetta allt með réttum hætti, setja vöndulinn á réttan stað og á réttum tíma,“ segir Hlynur. „Í upphafi skiptir mestu máli að blóðið hætti að fara úr einstaklingnum.“ Fólk eins og ég og þú Hlynur segist aldrei hafa búist við að slökkviliðið tæki þátt í svona verkefni, það er að kenna hermönnum bráðaaðstoð á vígvelli. Eftir að hann hitti hermennina fannst honum sá hildarleikur sem Íslendingar hafa fylgst með í fjölmiðlum raungerast fyrir sér. „Þetta eru ekki atvinnuhermenn eins og maður sér í bíómyndum. Þetta er fólk eins og ég og þú,“ segir Hlynur og nefnir að fólkið sé í misjöfnu ástandi. „Þetta fólk er ýmist að koma úr hræðilegum aðstæðum og er að fara aftur í þær,“ segir hann. Flestir á námskeiðinu eru karlar en all nokkrar konur sækja það þó.©MoD Crown Copyright 2023. Meirihlutinn eru karlar en þó eru all nokkrar konur á námskeiðinu. Aldursbilið er mjög breytt. Þau yngstu í kringum tvítugt en þau elstu á sextugsaldri. Hlynur segir einnig að takmarkið með þessum námskeiðum sé ekki aðeins að mennta þá sem það sækja. Þeim sé einnig kennt að kenna öðrum undirstöðuatriðin í bráðameðferð. „Það komast ekki allir á svona námskeið en þau sem komast geta þá vonandi kennt öðrum að gera þetta betur,“ segir hann. „Þá margföldum við hæfnina.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt sérfræðingum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Utanríkisráðuneytið. Útlimaáverkar eru algengastir á vígvellinum enda eru hermenn með hjálma og í skotheldum vestum.©MoD Crown Copyright 2023. Hlynur segir þátttakendur í námskeiðinu á öllum aldri og í misjöfnu ásigkomulagi, enda sumir að koma beint af vígvellinum.©MoD Crown Copyright 2023. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
„Það er frábært að Ísland eigi sérfræðinga sem geta komið að svona verkefnum. Við erum ekki bara að borga peninga heldur að leggja eitthvað af mörkunum,“ segir Hlynur Höskuldsson, deildarstjóri aðgerðadeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Utanríkisráðuneytið leitaði til slökkviliðsins til að koma að þjálfun úkraínskra hermanna í bráðameðferð í Bretlandi. Þetta er hluti af stuðningi landsins við Úkraínu til að bregðast við innrás Rússa. Bretar sjá að stærstum hluta um þjálfunina en íslenskir og hollenskir sérfræðingar koma að henni. Verkefnið byrjaði í sumar og Hlynur segir að tveir sérfræðingar frá Íslandi fari á hvert námskeið sem um 50 Úkraínumenn sækja. Þeir sem fara héðan eru svokallaðir bráðatæknar, mest menntuðu sjúkraflutningamennirnir. Flestir deyja á fyrstu mínútunum „Við erum að kenna fólki hvernig það á að bregðast við til að auka lífslíkur annarra,“ segir Hlynur aðspurður um hvað sé kennt á þessu námskeiði. Flestir sem sækja það hafi einhvers konar heilbrigðismenntun á bakinu en það er þó ekki algilt. Hlynur Höskuldsson, deildarstjóri aðgerðadeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Utanríkisráðuneytið Mikil áhersla er lögð á að stöðva blæðingar og koma særðu fólki í skjól. Skoðun og mat skiptir miklu máli sem og rétt forgangsröðun. „Tölfræðin sýnir að á bilinu 65 til 70 prósent hermanna sem deyja í stríðsátökum gera það á fyrstu tíu mínútunum eftir atvik. Það skiptir miklu máli að rétt handtök séu framkvæmd strax. Það er ekki tími til þess að keyra með fólk á næstu sjúkrastöð,“ segir Hlynur. Útlimir berskjaldaðir Á vígvellinum eru það tvenns konar áverkar sem eru algengastir. Skotáverkar og sprengjuáverkar. Hætt er við því að fólki blæði út ef áverkinn lendir á ákveðnum æðum, ákveðnum líffærum eða sé af vissri stærð „Númer eitt, tvö og þrjú eru það útlimaáverkar sem eru að skaða fólk í hernaði. Flestir eru með hjálma og í skotheldum vestum en útlimirnir eru berskjaldaðri,“ segir Hlynur. „Ef áverkinn er alvarlegur getur fólki blætt út á örfáum mínútum.“ Dæmi um slíkan áverka getur verið þegar hermaður stígur á jarðsprengju og fóturinn rifnar af. Þá skiptir máli að hafa hröð handtök og setja á svokallaðan snarvöndul (tourniquet). Verkefnið hófst í sumar og er hluti af stuðningi Íslands við Úkraínu eftir innrás Rússa.Utanríkisráðuneytið. „Það þarf að gera þetta allt með réttum hætti, setja vöndulinn á réttan stað og á réttum tíma,“ segir Hlynur. „Í upphafi skiptir mestu máli að blóðið hætti að fara úr einstaklingnum.“ Fólk eins og ég og þú Hlynur segist aldrei hafa búist við að slökkviliðið tæki þátt í svona verkefni, það er að kenna hermönnum bráðaaðstoð á vígvelli. Eftir að hann hitti hermennina fannst honum sá hildarleikur sem Íslendingar hafa fylgst með í fjölmiðlum raungerast fyrir sér. „Þetta eru ekki atvinnuhermenn eins og maður sér í bíómyndum. Þetta er fólk eins og ég og þú,“ segir Hlynur og nefnir að fólkið sé í misjöfnu ástandi. „Þetta fólk er ýmist að koma úr hræðilegum aðstæðum og er að fara aftur í þær,“ segir hann. Flestir á námskeiðinu eru karlar en all nokkrar konur sækja það þó.©MoD Crown Copyright 2023. Meirihlutinn eru karlar en þó eru all nokkrar konur á námskeiðinu. Aldursbilið er mjög breytt. Þau yngstu í kringum tvítugt en þau elstu á sextugsaldri. Hlynur segir einnig að takmarkið með þessum námskeiðum sé ekki aðeins að mennta þá sem það sækja. Þeim sé einnig kennt að kenna öðrum undirstöðuatriðin í bráðameðferð. „Það komast ekki allir á svona námskeið en þau sem komast geta þá vonandi kennt öðrum að gera þetta betur,“ segir hann. „Þá margföldum við hæfnina.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt sérfræðingum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Utanríkisráðuneytið. Útlimaáverkar eru algengastir á vígvellinum enda eru hermenn með hjálma og í skotheldum vestum.©MoD Crown Copyright 2023. Hlynur segir þátttakendur í námskeiðinu á öllum aldri og í misjöfnu ásigkomulagi, enda sumir að koma beint af vígvellinum.©MoD Crown Copyright 2023.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira