Hagar högnuðust um tæplega 700 milljónir Árni Sæberg skrifar 28. júní 2023 19:29 Finnur Oddsson er forstjóri Haga. Vísir/Vilhelm Hagnaður Haga á fyrsta fjórðingi ársins var 653 milljónir króna, tæplega þrjú hundruð milljónum króna minni en á síðasta ári. Forstjórinn segir starfsemi félagsins heilt yfir hafa gengið vel. Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2023/24 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 28. júní 2023. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2023. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. Í reikningnum segir að vörusala á fjórðungnum hafi numið 41,49 milljörðum króna, sem er 8,6 prósent vöxtur milli ára. Hagnaður hafi verið 653 milljónir króna en hann var 926 milljónir í fyrra. Eigið fé hafi numið 27,75 milljörðum króna í lok tímabils og eiginfjárhlutfall 37,4 prósent. Rekstrarumhverfið krefjandi Í tilkynningu um reikninginn er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að starfsemin hafi heilt yfir gengið vel. „Líkt og undanfarin misseri þá var rekstrarumhverfi smásölu krefjandi, en það hefur einkennst af miklum hækkunum á verði matvöru og almennt hækkandi rekstrarkostnaði. Hvoru tveggja má að minnsta kosti að hluta rekja til áhrifa stríðs í Úkraínu og eftirstöðva Covid-19 faraldursins,“ er haft eftir honum. Olís ástæða lægri afkomu Afkoma samstæðunnar dregst lítillega saman á milli fjórðunga en meginástæða þess er sögð liggja í því að starfsemi Olís skilaði lægri afkomu en í fyrra. Tekjur vegna eldsneytissölu námu 12,7 milljörðum króna og drógust saman um 8 prósent, sem skýrist fyrst og fremst af því að heimsmarkaðsverð olíu lækkaði töluvert á milli ára. „Heildarsala eldsneytis í lítrum stóð svo til í stað, áfram sterk á smásölumarkaði og í sölu til stórnotenda, þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr umsvifum útgerða vegna minni kvóta. Heildarumsvif hjá Olís voru í samræmi við áætlanir, en lækkun á heimsmarkaðsverði olíu á fjórðungnum leiddi til lægri framlegðar af sölu til stórnotenda,“ er haft eftir Finni. Verðbólgan eykur vöxt Haft er eftir Finni að mikill vöxtur hafi áfram verið í sölu verslana og vöruhúsa, en tekjur hafi aukist um átján prósent á milli fjórðunga. Þessa aukningu megi annars vegar rekja til verðbólgu, hækkandi verðs aðfanga frá heildsölum og framleiðendum, sem hefur verið viðvarandi viðfangsefni síðustu misseri. „Hins vegar er ánægjulegt að tekjuvöxtur er einnig til kominn vegna aukinna umsvifa í dag- og sérvöruhluta samstæðunnar því seldum stykkjum og heimsóknum viðskiptavina fjölgaði umtalsvert á tímabilinu. Þetta er sérstaklega áberandi í Bónus, en síðustu fjórðunga hefur þeim sem sækja í hagkvæmasta verslunarkostinn á dagvörumarkaði fjölgað umtalsvert. Að sama skapi fjölgaði viðskiptavinum Hagkaups og mikil aukning er í netverslun Eldum rétt þar sem æ fleiri viðskiptavinir sækja í þægindi, hagkvæmni og gæði heimsendra matarpakka í viku hverri. Afkoma af verslunum og vöruhúsum jókst miðað við sama fjórðung í fyrra.“ Opna fleiri verslanir fljótlega Í tilkynningu segir að á fjórðungnum hafi náðst áfangar sem hafa það að markmiði að efla þjónustu við viðskiptavini og styrkja starfsemi Haga enn frekar. Til að mynda hafi ný verslun Bónus verið opnuð í Norðlingaholti. Þá segir í fjárfestakynningu ársfjórðungsins að félagið hyggi á frekari stækkanir. Þannig flytji Bónus í Holtagörðum í annað og stærra rými innan hússins og núverandi búð verði lokað og ný verslun verði opnuð í Miðhrauni í Garðabæ. Tengd skjöl fjarfestakynning-1f-2023-24PDF5.2MBSækja skjal Hagar Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2023/24 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 28. júní 2023. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2023. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. Í reikningnum segir að vörusala á fjórðungnum hafi numið 41,49 milljörðum króna, sem er 8,6 prósent vöxtur milli ára. Hagnaður hafi verið 653 milljónir króna en hann var 926 milljónir í fyrra. Eigið fé hafi numið 27,75 milljörðum króna í lok tímabils og eiginfjárhlutfall 37,4 prósent. Rekstrarumhverfið krefjandi Í tilkynningu um reikninginn er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að starfsemin hafi heilt yfir gengið vel. „Líkt og undanfarin misseri þá var rekstrarumhverfi smásölu krefjandi, en það hefur einkennst af miklum hækkunum á verði matvöru og almennt hækkandi rekstrarkostnaði. Hvoru tveggja má að minnsta kosti að hluta rekja til áhrifa stríðs í Úkraínu og eftirstöðva Covid-19 faraldursins,“ er haft eftir honum. Olís ástæða lægri afkomu Afkoma samstæðunnar dregst lítillega saman á milli fjórðunga en meginástæða þess er sögð liggja í því að starfsemi Olís skilaði lægri afkomu en í fyrra. Tekjur vegna eldsneytissölu námu 12,7 milljörðum króna og drógust saman um 8 prósent, sem skýrist fyrst og fremst af því að heimsmarkaðsverð olíu lækkaði töluvert á milli ára. „Heildarsala eldsneytis í lítrum stóð svo til í stað, áfram sterk á smásölumarkaði og í sölu til stórnotenda, þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr umsvifum útgerða vegna minni kvóta. Heildarumsvif hjá Olís voru í samræmi við áætlanir, en lækkun á heimsmarkaðsverði olíu á fjórðungnum leiddi til lægri framlegðar af sölu til stórnotenda,“ er haft eftir Finni. Verðbólgan eykur vöxt Haft er eftir Finni að mikill vöxtur hafi áfram verið í sölu verslana og vöruhúsa, en tekjur hafi aukist um átján prósent á milli fjórðunga. Þessa aukningu megi annars vegar rekja til verðbólgu, hækkandi verðs aðfanga frá heildsölum og framleiðendum, sem hefur verið viðvarandi viðfangsefni síðustu misseri. „Hins vegar er ánægjulegt að tekjuvöxtur er einnig til kominn vegna aukinna umsvifa í dag- og sérvöruhluta samstæðunnar því seldum stykkjum og heimsóknum viðskiptavina fjölgaði umtalsvert á tímabilinu. Þetta er sérstaklega áberandi í Bónus, en síðustu fjórðunga hefur þeim sem sækja í hagkvæmasta verslunarkostinn á dagvörumarkaði fjölgað umtalsvert. Að sama skapi fjölgaði viðskiptavinum Hagkaups og mikil aukning er í netverslun Eldum rétt þar sem æ fleiri viðskiptavinir sækja í þægindi, hagkvæmni og gæði heimsendra matarpakka í viku hverri. Afkoma af verslunum og vöruhúsum jókst miðað við sama fjórðung í fyrra.“ Opna fleiri verslanir fljótlega Í tilkynningu segir að á fjórðungnum hafi náðst áfangar sem hafa það að markmiði að efla þjónustu við viðskiptavini og styrkja starfsemi Haga enn frekar. Til að mynda hafi ný verslun Bónus verið opnuð í Norðlingaholti. Þá segir í fjárfestakynningu ársfjórðungsins að félagið hyggi á frekari stækkanir. Þannig flytji Bónus í Holtagörðum í annað og stærra rými innan hússins og núverandi búð verði lokað og ný verslun verði opnuð í Miðhrauni í Garðabæ. Tengd skjöl fjarfestakynning-1f-2023-24PDF5.2MBSækja skjal
Hagar Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira