Forsetinn segir að allir þeir sem hjálpi Rússum í innrásaraðgerðum sínum eigi skilið hörðustu refsingu. Maðurinn, sem býr í borginni, er sagður hafa sent Rússum myndband af veitingastað skömmu áður en hann var sprengdur í loft upp með eldflaugaárás.
Tólf létu lífið, þar á meðal þrír unglingar en veitingastaðurinn var þétt setinn þegar árásin var gerð. Sextíu til viðbótar særðust.