Snjóþyngslum og verðbólgu kennt um lakari niðurstöðu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 14:19 „Uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áframhaldandi áskoranir í rekstri sveitarfélaga,” er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningu borgarinnar. vísir/vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur mánuðum ársins er um 1,8 milljarði króna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu borgarinnar segir að niðurstaðan skýrist að mestu leyti af mikilli verðbólgu og snjóþungum vetri. Óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2023 var lagt fram í borgarráði í dag. Í tilkynningu segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 3,974 milljarða króna. Áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 2,167 milljarða króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 1,807 milljarða króna lakari en áætlað var. Verðbólga, snjóþyngsli og aukinn kostnaður við skólaþjónustu „Frávik skýrast einkum af hærri fjármagnsgjöldum en áætlanir gerðu ráð fyrir sökum verðbólgu eða 995 m.kr. yfir áætlun. Vetrarþjónusta var 588 m.kr. yfir fjárheimildum vegna snjóþyngsla á tímabilinu. Þá hefur kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði, að hluta til vegna móttöku barna af erlendum uppruna og auknum fjölda barna sem þurfa sértæk úrræði umfram það sem áætlað var,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Veltufé betra en á síðasta ári Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 764 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 47 m.kr. þannig að niðurstaðan var 812 m.kr. lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 667 m.kr. eða 1,016 m.kr. lakara en áætlað var. Veltufé var 1,956 m.kr. betra en á sama tíma árið 2022. „Uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áframhaldandi áskoranir í rekstri sveitarfélaga,” er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. „Áhrif af verðbólgu og aukinn snjómokstur vegna tíðarfars skýra frávik í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins nær alfarið. Veltufé frá rekstri styrkist og er tæpum tveimur milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurborg fylgir markvissri aðgerðaráætlun í fjármálum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun borgarinnar. Brýnt er að viðræður sveitarfélaga og ríkis um fulla fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks verði leiddar til lykta sem fyrst,” segir Dagur ennfremur. Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2023 var lagt fram í borgarráði í dag. Í tilkynningu segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 3,974 milljarða króna. Áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 2,167 milljarða króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 1,807 milljarða króna lakari en áætlað var. Verðbólga, snjóþyngsli og aukinn kostnaður við skólaþjónustu „Frávik skýrast einkum af hærri fjármagnsgjöldum en áætlanir gerðu ráð fyrir sökum verðbólgu eða 995 m.kr. yfir áætlun. Vetrarþjónusta var 588 m.kr. yfir fjárheimildum vegna snjóþyngsla á tímabilinu. Þá hefur kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði, að hluta til vegna móttöku barna af erlendum uppruna og auknum fjölda barna sem þurfa sértæk úrræði umfram það sem áætlað var,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Veltufé betra en á síðasta ári Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 764 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 47 m.kr. þannig að niðurstaðan var 812 m.kr. lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 667 m.kr. eða 1,016 m.kr. lakara en áætlað var. Veltufé var 1,956 m.kr. betra en á sama tíma árið 2022. „Uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áframhaldandi áskoranir í rekstri sveitarfélaga,” er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. „Áhrif af verðbólgu og aukinn snjómokstur vegna tíðarfars skýra frávik í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins nær alfarið. Veltufé frá rekstri styrkist og er tæpum tveimur milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurborg fylgir markvissri aðgerðaráætlun í fjármálum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun borgarinnar. Brýnt er að viðræður sveitarfélaga og ríkis um fulla fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks verði leiddar til lykta sem fyrst,” segir Dagur ennfremur.
Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira