Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 14:06 Salwan Momika, írakskur maður búsettur í Svíþjóð, kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í miðborg Stokkhólms í gær. Vísir/EPA Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um árásina á sendiráðið en sænskir fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi brotið sér leið inn í það og kveikt í sænskum fána. Myndband frá arabískri útgáfu Sky News sýnir fólk klifra utan á byggingu sem hýsir sendiráðið. # .. # _ # # _ pic.twitter.com/Tox3ikyw6F— (@skynewsarabia) June 29, 2023 Tilefni mótmælanna var enn ein Kóranbrennan í miðborg Stokkhólms í gær. Ólíkt fyrri skiptum þar sem þekktur hægriöfgamaður var að verki var það írakskur maður búsettur í Svíþjóð sem fékk leyfi fyrir mótmælum og kveikti í Kóran fyrir utan mosku í miðborginni. Sænska lögreglan segist nú rannsaka hvort hvatt hafi verið til haturs á mótmælunum. Viðbrögð ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta voru skjót og hörð. Tyrknesk stjórnvöld, sem stöðvuðu NATO-umsókn Svía meðal annars vegna Kóranbrenna, sögðu brennuna nú „fyrirlitlega“. Ólíðandi væri að slíkt hatur á íslam ætti sér stað undir yfirskini tjáningarfrelsis. Írönsk, íröksk, sádiarabísk og egypsk stjórnvöld hafa sömuleiðis fordæmt brennuna harðlega og Marokkó og Jórdaníu hafa kallað sendiherra sína heim frá Stokkhólmi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Kóranbrennurnar séu löglegar en óviðeigandi. Svíþjóð Tyrkland Trúmál Írak Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um árásina á sendiráðið en sænskir fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi brotið sér leið inn í það og kveikt í sænskum fána. Myndband frá arabískri útgáfu Sky News sýnir fólk klifra utan á byggingu sem hýsir sendiráðið. # .. # _ # # _ pic.twitter.com/Tox3ikyw6F— (@skynewsarabia) June 29, 2023 Tilefni mótmælanna var enn ein Kóranbrennan í miðborg Stokkhólms í gær. Ólíkt fyrri skiptum þar sem þekktur hægriöfgamaður var að verki var það írakskur maður búsettur í Svíþjóð sem fékk leyfi fyrir mótmælum og kveikti í Kóran fyrir utan mosku í miðborginni. Sænska lögreglan segist nú rannsaka hvort hvatt hafi verið til haturs á mótmælunum. Viðbrögð ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta voru skjót og hörð. Tyrknesk stjórnvöld, sem stöðvuðu NATO-umsókn Svía meðal annars vegna Kóranbrenna, sögðu brennuna nú „fyrirlitlega“. Ólíðandi væri að slíkt hatur á íslam ætti sér stað undir yfirskini tjáningarfrelsis. Írönsk, íröksk, sádiarabísk og egypsk stjórnvöld hafa sömuleiðis fordæmt brennuna harðlega og Marokkó og Jórdaníu hafa kallað sendiherra sína heim frá Stokkhólmi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Kóranbrennurnar séu löglegar en óviðeigandi.
Svíþjóð Tyrkland Trúmál Írak Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56