Arnar um félagaskipti Loga Tómassonar: Það er áhugi en ekkert kauptilboð komið Andri Már Eggertsson skrifar 29. júní 2023 22:15 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings, var brattur eftir leik Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 1-3 útisigur gegn Fylki. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings var ánægður með sigurinn. Arnar fór einnig yfir félagsskipti Loga Tómassonar til Djurgarden. „Þetta var góður sigur á erfiðum útivelli. Fylkismenn voru frískir og þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Inn á milli vorum við frábærir og inn á milli vorum við líka að bjóða hættunni allt of oft heim sem þeir hefðu getað refsað okkur með. Síðan voru síðustu fimm mínúturnar mjög ruglaðar sem gerist þegar annað liðið er marki yfir og hitt reynir allt til þess að jafna. Sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Víkingur hélt mikið í boltann í kvöld og Arnar fór yfir leikskipulag liðsins. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með boltann af því þú bíður alltaf hættunni heim með því að fá á þig skyndisókn og sérstaklega þegar þú ert með marga leikmenn út úr stöðum.“ „Þess vegna höfum við mikið verið að spila 3-2-5 kerfi í sumar og þar af leiðandi höfum við haldið minna í boltann. Í kvöld þá breyttum við til og spiluðum 2-3-5 og þá héldum við töluvert meira í boltann en fórum að gera mistök sem við höfðum ekki verið að gera þar sem við vorum að missa boltann á klaufalegum stöðum sem endaði með skyndisóknum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið kerfi í fótbolta.“ Arnar var spurður út í þann orðróm að Logi Tómasson væri að fara í Djurgarden. Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023 „Það er ekki komið kauptilboð í Loga. Ég hef bara lesið það nákvæmlega sama og annað fólk. Það er ekkert tilboð komið og við vitum að það er áhugi hvort sem það sé frá Djurgarden eða öðrum liðum. Logi mun fara út en vonandi ekki í sumar.“ Arnar sagði að það væri von Víkings að Logi myndi klára tímabilið og fara síðan út í atvinnumennsku. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar Kristall fór á miðju tímabili. Það meiddi okkur mjög mikið og við ætlum að reyna halda í okkar bestu leikmenn þar sem það eru spennandi tímar framundan. Við erum í Evrópukeppni og erum að reyna að vinna tvöfalt og vonandi er hann innstilltur á það verkefni.“ „Við gefum okkur út fyrir það líkt og Blikar að gefa ungum leikmönnum tækifæri og lofa þeim síðan gulli og grænum skógum og það er erfitt að hafna þessu. En við erum aðallega að reyna að standa í lappirnar og vera ekki að selja leikmenn á hvað sem er en ef það kemur gott tilboð í Loga þá munum við skoða stöðuna mjög vel. Óska staðan væri að selja hann í glugganum og fá hann lánaðan til baka þannig hann muni klára tímabilið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira
„Þetta var góður sigur á erfiðum útivelli. Fylkismenn voru frískir og þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og hélt áfram. „Inn á milli vorum við frábærir og inn á milli vorum við líka að bjóða hættunni allt of oft heim sem þeir hefðu getað refsað okkur með. Síðan voru síðustu fimm mínúturnar mjög ruglaðar sem gerist þegar annað liðið er marki yfir og hitt reynir allt til þess að jafna. Sem betur fer náðum við að klára þetta.“ Víkingur hélt mikið í boltann í kvöld og Arnar fór yfir leikskipulag liðsins. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með boltann af því þú bíður alltaf hættunni heim með því að fá á þig skyndisókn og sérstaklega þegar þú ert með marga leikmenn út úr stöðum.“ „Þess vegna höfum við mikið verið að spila 3-2-5 kerfi í sumar og þar af leiðandi höfum við haldið minna í boltann. Í kvöld þá breyttum við til og spiluðum 2-3-5 og þá héldum við töluvert meira í boltann en fórum að gera mistök sem við höfðum ekki verið að gera þar sem við vorum að missa boltann á klaufalegum stöðum sem endaði með skyndisóknum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið kerfi í fótbolta.“ Arnar var spurður út í þann orðróm að Logi Tómasson væri að fara í Djurgarden. Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023 „Það er ekki komið kauptilboð í Loga. Ég hef bara lesið það nákvæmlega sama og annað fólk. Það er ekkert tilboð komið og við vitum að það er áhugi hvort sem það sé frá Djurgarden eða öðrum liðum. Logi mun fara út en vonandi ekki í sumar.“ Arnar sagði að það væri von Víkings að Logi myndi klára tímabilið og fara síðan út í atvinnumennsku. „Við erum reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar Kristall fór á miðju tímabili. Það meiddi okkur mjög mikið og við ætlum að reyna halda í okkar bestu leikmenn þar sem það eru spennandi tímar framundan. Við erum í Evrópukeppni og erum að reyna að vinna tvöfalt og vonandi er hann innstilltur á það verkefni.“ „Við gefum okkur út fyrir það líkt og Blikar að gefa ungum leikmönnum tækifæri og lofa þeim síðan gulli og grænum skógum og það er erfitt að hafna þessu. En við erum aðallega að reyna að standa í lappirnar og vera ekki að selja leikmenn á hvað sem er en ef það kemur gott tilboð í Loga þá munum við skoða stöðuna mjög vel. Óska staðan væri að selja hann í glugganum og fá hann lánaðan til baka þannig hann muni klára tímabilið með okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Sjá meira