Landlæknir tryggði ekki öryggi upplýsinga í lyfjagátt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júní 2023 12:06 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina. Í úrlausn Persónuverndar kemur fram að stofnunin hafi farið í frumkvæðisathugun á því hvort landlæknir hafi tryggt viðeigandi upplýsingaöryggi. Í lyfjaávísanagátt er rafrænum lyfjaávísunum miðlað milli útgefenda þeirra og lyfjabúða og er hún starfrækt af embætti landlæknis. Fjallað hefur verið um dæmi þess að starfsfólk apóteka hafi flett upp þjóðþekktu fólki í lyfjagáttinni. Þá hefur apótekið Lyfja kært fyrrverandi starfsmann til lögreglu vegna tilefnislausrar uppflettingar í gáttinni. Landlæknir ber lögum samkvæmt að gera ráðstafanir sem miða að því að varna gegn óheimilum aðgangi að persónuupplýsingum í gáttinni. Í ákvörðun Persónuverndar segir að aðgerðarskráning sé nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja eftirlit með notkun upplýsinganna. Þannig væri tryggður rekjanleiki uppflettinga og vinnsluaðgerða. Í ljósi þess að engin aðgerðarskráning var til staðar í gáttinni, skorti, að mati Persónuverndar, ráðstafanir sem varna gegn óheimilum aðgangi að upplýsingum. Aðgangsstýring að upplýsingum er einnig ábótavant og ámælisvert að landlæknir hafi ekki bundið aðgang að upplýsingum neinum skilyrðum sem lúta að upplýsingaöryggi. Segir að hvað sem ábyrgð lyfjabúðanna sjálfra líði, hvíli á landlækni sjálfstæð skylda til að tryggja margnefnt upplýsingaöryggi. „Það breytir ekki framangreindri niðurstöðu að lyfjabúðir hafa aðgang að upplýsingum í lyfjaávísanagátt í gegnum lyfjaafgreiðslukerfi, enda leiðir það allt að einu til þess að upplýsingar í gáttinni eru gerðar tiltækar af hálfu embættisins,“ segir í ákvörðuninni. Var því lagt fyrir embætti landlæknis að gera viðeigandi ráðstafanir til að varna gegn óheimilum aðgangi að upplýsingu í lyfjaávísangátt. „Svo sem með því að binda aðgang lyfjabúða að lyfjaávísanagátt því skilyrði að þær takmarki aðgang við þá starfsmenn sem á honum þurfa að halda starfs síns vegna og skrái jafnframt upplýsingar um uppflettingar einstakra starfsmanna.“ Heilbrigðismál Lyf Upplýsingatækni Persónuvernd Tengdar fréttir Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40 Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. 19. maí 2023 06:45 Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. 11. maí 2023 06:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Í úrlausn Persónuverndar kemur fram að stofnunin hafi farið í frumkvæðisathugun á því hvort landlæknir hafi tryggt viðeigandi upplýsingaöryggi. Í lyfjaávísanagátt er rafrænum lyfjaávísunum miðlað milli útgefenda þeirra og lyfjabúða og er hún starfrækt af embætti landlæknis. Fjallað hefur verið um dæmi þess að starfsfólk apóteka hafi flett upp þjóðþekktu fólki í lyfjagáttinni. Þá hefur apótekið Lyfja kært fyrrverandi starfsmann til lögreglu vegna tilefnislausrar uppflettingar í gáttinni. Landlæknir ber lögum samkvæmt að gera ráðstafanir sem miða að því að varna gegn óheimilum aðgangi að persónuupplýsingum í gáttinni. Í ákvörðun Persónuverndar segir að aðgerðarskráning sé nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja eftirlit með notkun upplýsinganna. Þannig væri tryggður rekjanleiki uppflettinga og vinnsluaðgerða. Í ljósi þess að engin aðgerðarskráning var til staðar í gáttinni, skorti, að mati Persónuverndar, ráðstafanir sem varna gegn óheimilum aðgangi að upplýsingum. Aðgangsstýring að upplýsingum er einnig ábótavant og ámælisvert að landlæknir hafi ekki bundið aðgang að upplýsingum neinum skilyrðum sem lúta að upplýsingaöryggi. Segir að hvað sem ábyrgð lyfjabúðanna sjálfra líði, hvíli á landlækni sjálfstæð skylda til að tryggja margnefnt upplýsingaöryggi. „Það breytir ekki framangreindri niðurstöðu að lyfjabúðir hafa aðgang að upplýsingum í lyfjaávísanagátt í gegnum lyfjaafgreiðslukerfi, enda leiðir það allt að einu til þess að upplýsingar í gáttinni eru gerðar tiltækar af hálfu embættisins,“ segir í ákvörðuninni. Var því lagt fyrir embætti landlæknis að gera viðeigandi ráðstafanir til að varna gegn óheimilum aðgangi að upplýsingu í lyfjaávísangátt. „Svo sem með því að binda aðgang lyfjabúða að lyfjaávísanagátt því skilyrði að þær takmarki aðgang við þá starfsmenn sem á honum þurfa að halda starfs síns vegna og skrái jafnframt upplýsingar um uppflettingar einstakra starfsmanna.“
Heilbrigðismál Lyf Upplýsingatækni Persónuvernd Tengdar fréttir Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40 Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. 19. maí 2023 06:45 Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. 11. maí 2023 06:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40
Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. 19. maí 2023 06:45
Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. 11. maí 2023 06:44